Engar upplýsingar um fjölda ferðamanna á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. janúar 2017 19:32 Yfirvöld hafa ekki upplýsingar um fjölda þeirra ferðamanna sem eru á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu komi til eldgoss. Yfirlögregluþjónn segir vísindamenn skorta fjármagn til það að mæla megi jökulinn betur og vinna megi betur úr rannsóknum til þess að segja fyrir um hugsanlegt eldgos. Í almannavarnaskipulagi fyrir Kötlugos eru fyrirframgerðar áætlanir um rýmingu. Með mikilli aukningu ferðamanna á svæðinu hafa lögregluyfirvöld áhyggjur af því að þeir komi ekki til með að ná til þeirra erlendu ferðamanna sem á svæðinu eru komi til eldgoss. Vísindaráð almannavarna sendi frá sér tilkynningu í fyrradag um að auknar líkur væru á Kötlugosi, en það er metið vegna aukinnar jarðskjálftavirkni á svæðinu frá því í ágúst í fyrra. „Við höfum verið að fylgjast með þessari þróun frá því í fyrra og fengið upplýsingar frá vísindamönnum og höfum verið að funda með íbúum í Vík og meðal annars haldið fundi með ferðaþjónustu aðilum og erlendum verkamönnum og kynnt þeim skipulag vegna rýminga og erum held ég á ágætri leið,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Surlandi.Aukning ferðamanna eykur hættu Oddur segir hins vegar að með aukningu ferðamanna á svæðinu hafi hætta á svæðinu auki til muna. „Verkefnið er hinsvegar stórt. Þetta er ekki sama samfélag og við vorum að fást við fyrir 10-15 árum síðan þegar að það voru 300-400 sem að bjuggu í Vík og af öðrum þurftum við ekki að hafa áhyggjur,“ segir Oddur. Í dag gista að jafnaði um ellefu hundruð manns í Vík og á svæðinu í kring á hverri nóttu og á hverrjum degi skipta ferðamenn þúsundum sem um svæðið fara. Til að mynda fari um fjögur þúsund ferðamenn um Reynisfjöru á hverjum degi. Oddur segir að almannavarnaskipulagið taki vel á lokunum á svæði og takmarkanir á umferð. „Hins vegar er mun erfiðara að eiga við þessa ferðamenn sem eru uppi um fjöll og fyrnindi og þar með mun erfiðara að eiga við rýmingar á þeim svæðum að auki og við gætum setið uppi með það að þurfa að fara grípa fyrr inn í og fara loka svæðum og erum með það í ákveðinni vinnslu hvernig að því verði staðið.Gönguleiðum ekki lokað Skilaboðum um að gos sé að hefjast verða send í alla farsíma á svæðinu í gegnum sms-kerfi Neyarlínunnar, meðal annars á ensku. Oddur segir að gönguleiðum á svæðinu verði ekki lokað eins og staðan er í dag en að vísindamenn séu á varðbergi. Þá segist Oddur hafa áhyggur af því að vegna fjárskorts frá yfirvöldum verði viðbrögð viðbragðsaðila vegna hugsanlegs goss seinni en vera þyrfti. „Það sem mér finnst nú kannski fróðlegast að heyra og hrökk svo lítið í kút að heyra að við eigum ekki nógu öflugt mælanet og við eigum ekki fjármagn til að fljúga yfir til að gera þær mælingar sem eru nauðsynlegar til þess að viðvörunarkerfi séu að skila því sem það gæti gert. Það vantar fjármagn til þess að gera ákveðnar mælingar og þétta mælanetið og við þurfum að huga að því að því að okkur vantar ekki þekkinguna hún er greinilega gríðarleg,“ segir Oddur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Yfirvöld hafa ekki upplýsingar um fjölda þeirra ferðamanna sem eru á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu komi til eldgoss. Yfirlögregluþjónn segir vísindamenn skorta fjármagn til það að mæla megi jökulinn betur og vinna megi betur úr rannsóknum til þess að segja fyrir um hugsanlegt eldgos. Í almannavarnaskipulagi fyrir Kötlugos eru fyrirframgerðar áætlanir um rýmingu. Með mikilli aukningu ferðamanna á svæðinu hafa lögregluyfirvöld áhyggjur af því að þeir komi ekki til með að ná til þeirra erlendu ferðamanna sem á svæðinu eru komi til eldgoss. Vísindaráð almannavarna sendi frá sér tilkynningu í fyrradag um að auknar líkur væru á Kötlugosi, en það er metið vegna aukinnar jarðskjálftavirkni á svæðinu frá því í ágúst í fyrra. „Við höfum verið að fylgjast með þessari þróun frá því í fyrra og fengið upplýsingar frá vísindamönnum og höfum verið að funda með íbúum í Vík og meðal annars haldið fundi með ferðaþjónustu aðilum og erlendum verkamönnum og kynnt þeim skipulag vegna rýminga og erum held ég á ágætri leið,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Surlandi.Aukning ferðamanna eykur hættu Oddur segir hins vegar að með aukningu ferðamanna á svæðinu hafi hætta á svæðinu auki til muna. „Verkefnið er hinsvegar stórt. Þetta er ekki sama samfélag og við vorum að fást við fyrir 10-15 árum síðan þegar að það voru 300-400 sem að bjuggu í Vík og af öðrum þurftum við ekki að hafa áhyggjur,“ segir Oddur. Í dag gista að jafnaði um ellefu hundruð manns í Vík og á svæðinu í kring á hverri nóttu og á hverrjum degi skipta ferðamenn þúsundum sem um svæðið fara. Til að mynda fari um fjögur þúsund ferðamenn um Reynisfjöru á hverjum degi. Oddur segir að almannavarnaskipulagið taki vel á lokunum á svæði og takmarkanir á umferð. „Hins vegar er mun erfiðara að eiga við þessa ferðamenn sem eru uppi um fjöll og fyrnindi og þar með mun erfiðara að eiga við rýmingar á þeim svæðum að auki og við gætum setið uppi með það að þurfa að fara grípa fyrr inn í og fara loka svæðum og erum með það í ákveðinni vinnslu hvernig að því verði staðið.Gönguleiðum ekki lokað Skilaboðum um að gos sé að hefjast verða send í alla farsíma á svæðinu í gegnum sms-kerfi Neyarlínunnar, meðal annars á ensku. Oddur segir að gönguleiðum á svæðinu verði ekki lokað eins og staðan er í dag en að vísindamenn séu á varðbergi. Þá segist Oddur hafa áhyggur af því að vegna fjárskorts frá yfirvöldum verði viðbrögð viðbragðsaðila vegna hugsanlegs goss seinni en vera þyrfti. „Það sem mér finnst nú kannski fróðlegast að heyra og hrökk svo lítið í kút að heyra að við eigum ekki nógu öflugt mælanet og við eigum ekki fjármagn til að fljúga yfir til að gera þær mælingar sem eru nauðsynlegar til þess að viðvörunarkerfi séu að skila því sem það gæti gert. Það vantar fjármagn til þess að gera ákveðnar mælingar og þétta mælanetið og við þurfum að huga að því að því að okkur vantar ekki þekkinguna hún er greinilega gríðarleg,“ segir Oddur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira