Fatboy Slim: Smakkaði súrhval síðast Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. febrúar 2017 10:00 Fatboy Slim er bæði þekktur fyrir tónlistarferil sinn en líka fyrir að vera einn eftirsóttasti plötusnúður í heiminum. Ofurplötusnúðurinn Fatboy Slim mætir í annað sinn til landsins til þess að spila á Sónar nú um miðjan mánuð. Hann er mikill matmaður og smakkaði meðal annars súrhval í síðustu ferð en væri vel til í að smakka eitthvað villtara í þetta sinn. Við fengum aðeins að ræða við manninn.Hvað er að frétta? Hvað gengur á hjá þér þessa dagana – ertu aðallega á ferðalögum eða ertu að vinna að einhverjum skemmtilegum verkefnum? Getum við átt von á plötu frá þér, jafnvel eitthvað eins og þú varst að pumpa út þarna í kringum 2000? „Jú, ég er í þann mund að gefa út smáskífulagið „Where U iz“. Síðan er ég að vinna að kvikmyndatengdu verkefni, en ég get eiginlega ekki talað um það strax. Annars er það bara sami gamli straumurinn af tónlistarhátíðum og „residency“ á Cream í Amnesia-klúbbnum á Ibiza.“Þú heimsóttir okkur síðast árið 2002 – síðan þá hafa auðvitað liðið mörg ár, þú jafnvel manst ekki einu sinni eftir því lengur. En þau okkar sem muna eftir þeim tónleikum, hverju ættum við að eiga von á? Verður þetta allt glænýtt hjá þér eða muntu dúndra í nostalgíugírinn handa öllum gömlu góðu aðdáendunum? „Hah, auðvitað man ég eftir því! Ég verð nýr og betri maður í þetta sinn, en ég mun líka taka vel valin gullin „throwback“ handa elstu aðdáendunum... þarna verður eitthvað fyrir alla.“Þú ert nú þekktur fyrir ansi veglega tónleika eða það má jafnvel kalla þetta sýningar – verðum við Íslendingar svo heppnir að fá að berja eina slíka augum á Sónarhátíðinni? „Sko, stærð sviðsins sem ég mun spila á leyfir kannski ekki alveg þessi risastóru „show“ sem ég hef verið að henda í á stærstu tónlistarhátíðunum en hins vegar er ég þess fullviss að við munum öll skemmta okkur drulluvel og fara heim með þá tilfinningu að við séum betri manneskjur.“Þú ert ákaflega upptekinn og spilar á aragrúa tónleika – hvað í ósköpunum er það sem heldur þér gangandi í gegnum allt þetta brjálæði? „Ég bara elska þetta starf, ég meina það! Ég elska bæði tónlist og að spila tónlist fyrir fólk sem brosir og dansar. Því skyldi maður ekki elska það? Að fylgjast með ungu fólki kætast og flýja inn í sameiginlega alsælu er minn lykill að eilífri æsku.“Ég las nýlega viðtal við þig þar sem þú nefnir að þú bókir mjög mikið af þínum tónleikaferðalögum í kringum mat, að þú veljir suma staði sérstaklega vegna þess að þú veist þar af góðum veitingastöðum – hefurðu eitthvað kíkt á úrvalið hérna á Íslandi? Eða er það kannski ekki maturinn sem dró þig hingað? „Síðast þegar ég mætti til Íslands borðaði ég bæði lunda og súrhval. Ef einhver getur boðið mér eitthvað villtara en það þá verð ég auðvitað að smakka á því?… en ég verð að segja það að ég kom alls ekki út af matnum, ég kom vegna þess að ég elska bæði Sónarhátíðina og Íslendinga.“Á þeim nótunum – ætlarðu að eyða einhverjum tíma í eða í kringum Reykjavík fyrir eða eftir tónleikana þína? Ef svo er, hvað er það sem þú ætlar að gera af þér? „Ég held að þetta verði frekar einfalt inn og út gigg í þetta sinn, því miður. Einn daginn (þegar börnin mín eru orðin eldri) mun ég hafa tíma til að stoppa í lengri tíma og jafnvel hætta mér lengra en í Bláa lónið!“ Sónarhátíðin fer fram dagana 16.-18. febrúar og mun Fatboy Slim spila á laugardeginum. Sónar Tónlist Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ofurplötusnúðurinn Fatboy Slim mætir í annað sinn til landsins til þess að spila á Sónar nú um miðjan mánuð. Hann er mikill matmaður og smakkaði meðal annars súrhval í síðustu ferð en væri vel til í að smakka eitthvað villtara í þetta sinn. Við fengum aðeins að ræða við manninn.Hvað er að frétta? Hvað gengur á hjá þér þessa dagana – ertu aðallega á ferðalögum eða ertu að vinna að einhverjum skemmtilegum verkefnum? Getum við átt von á plötu frá þér, jafnvel eitthvað eins og þú varst að pumpa út þarna í kringum 2000? „Jú, ég er í þann mund að gefa út smáskífulagið „Where U iz“. Síðan er ég að vinna að kvikmyndatengdu verkefni, en ég get eiginlega ekki talað um það strax. Annars er það bara sami gamli straumurinn af tónlistarhátíðum og „residency“ á Cream í Amnesia-klúbbnum á Ibiza.“Þú heimsóttir okkur síðast árið 2002 – síðan þá hafa auðvitað liðið mörg ár, þú jafnvel manst ekki einu sinni eftir því lengur. En þau okkar sem muna eftir þeim tónleikum, hverju ættum við að eiga von á? Verður þetta allt glænýtt hjá þér eða muntu dúndra í nostalgíugírinn handa öllum gömlu góðu aðdáendunum? „Hah, auðvitað man ég eftir því! Ég verð nýr og betri maður í þetta sinn, en ég mun líka taka vel valin gullin „throwback“ handa elstu aðdáendunum... þarna verður eitthvað fyrir alla.“Þú ert nú þekktur fyrir ansi veglega tónleika eða það má jafnvel kalla þetta sýningar – verðum við Íslendingar svo heppnir að fá að berja eina slíka augum á Sónarhátíðinni? „Sko, stærð sviðsins sem ég mun spila á leyfir kannski ekki alveg þessi risastóru „show“ sem ég hef verið að henda í á stærstu tónlistarhátíðunum en hins vegar er ég þess fullviss að við munum öll skemmta okkur drulluvel og fara heim með þá tilfinningu að við séum betri manneskjur.“Þú ert ákaflega upptekinn og spilar á aragrúa tónleika – hvað í ósköpunum er það sem heldur þér gangandi í gegnum allt þetta brjálæði? „Ég bara elska þetta starf, ég meina það! Ég elska bæði tónlist og að spila tónlist fyrir fólk sem brosir og dansar. Því skyldi maður ekki elska það? Að fylgjast með ungu fólki kætast og flýja inn í sameiginlega alsælu er minn lykill að eilífri æsku.“Ég las nýlega viðtal við þig þar sem þú nefnir að þú bókir mjög mikið af þínum tónleikaferðalögum í kringum mat, að þú veljir suma staði sérstaklega vegna þess að þú veist þar af góðum veitingastöðum – hefurðu eitthvað kíkt á úrvalið hérna á Íslandi? Eða er það kannski ekki maturinn sem dró þig hingað? „Síðast þegar ég mætti til Íslands borðaði ég bæði lunda og súrhval. Ef einhver getur boðið mér eitthvað villtara en það þá verð ég auðvitað að smakka á því?… en ég verð að segja það að ég kom alls ekki út af matnum, ég kom vegna þess að ég elska bæði Sónarhátíðina og Íslendinga.“Á þeim nótunum – ætlarðu að eyða einhverjum tíma í eða í kringum Reykjavík fyrir eða eftir tónleikana þína? Ef svo er, hvað er það sem þú ætlar að gera af þér? „Ég held að þetta verði frekar einfalt inn og út gigg í þetta sinn, því miður. Einn daginn (þegar börnin mín eru orðin eldri) mun ég hafa tíma til að stoppa í lengri tíma og jafnvel hætta mér lengra en í Bláa lónið!“ Sónarhátíðin fer fram dagana 16.-18. febrúar og mun Fatboy Slim spila á laugardeginum.
Sónar Tónlist Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira