Bandaríkin hafa oft áður lokað á heila hópa af fólki Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. febrúar 2017 10:00 Tilskipun Donald Trump til bandarískra stjórnvalda um innflytjendabann frá nokkrum múslimalöndum vakti strax afar hörð viðbrögð víða um heim. Efnt var til mótmæla í helstu borgum Bandaríkjanna, Evrópu og víðar. Mörgum blöskrar að múslimum sérstaklega sé meinað að koma til Bandaríkjanna. Þá er sagt stangast á við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna að neita alfarið að taka við flóttafólki, jafnvel þótt bannið eigi að vera tímabundið. Orðalag tilskipunarinnar er óljóst þannig að túlkunarmöguleikar eru margir. Þetta hefur skapað ringulreiðá flugvöllum og landamærastöðvum. Mörg mál tengd banninu hafa farið fyrir dómstóla sem þurfa svo sinn tíma til að skoða hina lagalegu hlið. Þetta er samt ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkin loka landamærunum fyrir tilteknum hópum fólks. Meðal þeirra hópa sem orðið hafa fyrir slíku eru Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smitaðir einstaklingar. Jafnvel betlarar og flogaveikt fólk var um tíma í þessari stöðu. Nú er röðin sem sagt komin að múslimum frá Írak, Íran, Jemen, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Sýrlandi. Hér á síðunni er saga sambærilegra aðgerða bandarískra stjórnvalda skoðuð og meðal annars stuðst við samantekt á fréttavef sjónvarpsstöðvarinnar Al Jazeera.1882 - Kínverjar og verkafólk almenntChester A. Arthur var forseti Bandaríkjanna þegar ákveðið var að banna verkafólki almennt, bæði ómenntuðu verkafólki og iðnmenntuðu, að koma til Bandaríkjanna næstu tíu árin. Sérstaklega var tekið fram að þetta bann næði til kínverskra námuverkamanna. Tilefnið var mikið atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Almenningur taldi Kínverjana taka vinnu frá heimafólki.1903 - Anarkistar, betlarar, flogaveikt fólk og menn sem flytja inn vændiskonurTheodore Roosevelt var forseti þegar ákveðið var að banna anarkistum, eða stjórnleysingjum, að koma til Bandaríkjanna. Anarkistum var mjög uppsigað við ríkisvald í hvaða mynd sem er og áratugina á undan höfðu stjórnleysingjar staðið að hryðjuverkum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Til dæmis var William McKinley Bandaríkjaforseti myrtur árið 1901 í nafni anarkismans.Í leiðinni var ákveðið að flogaveikt fólk, betlarar og menn sem flyttu inn vændiskonur fengju ekki heldur að koma til Bandaríkjanna. Talið var að þjóðfélaginu stæði ógn af þessum hópum fólks.1939 - Gyðingar á flótta undan nasistumFranklin D. Roosevelt var nýorðinn forseti Bandaríkjanna þegar Adolf Hitler var kosinn til valda í Þýskalandi í lok janúar 1933. Innan fárra ára tóku gyðingar að flýja frá Þýskalandi og kusu margir að fara til Bandaríkjanna.Roosevelt taldi að þessi flóttamannastraumur gæti reynst Bandaríkjunum hættulegur, og vísaði þar sérstaklega til þess að meðal flóttafólksins gætu leynst njósnarar á vegum nasista. Hann ákvað því að takmarka verulega þann fjölda gyðinga sem fengi að flytja til Bandaríkjanna. Fjölmörgum var vísað frá og urðu örlög þeirra margra að láta lífið í útrýmingarbúðum nasista.1950 - KommúnistarHarry Truman forseti var andvígur því að banna kommúnistum að koma til Bandríkjanna. Bandaríkjaþing setti engu að síður lög sem bönnuðu þeim, sem voru skráðir í kommúnistaflokk, að flytja til landsins. Truman sagði þessi lög vera mannréttindakafla bandarísku stjórnarskrárinnar til háðungar.1980 - ÍranarJimmy Carter var forseti Bandaríkjanna árið 1979 þegar Íranar gerðu byltingu gegn Mohammad Reza Pahlavi keisara, sem hafði notið stuðnings Bandaríkjanna. Byltingarleiðtoginn var Ruhollah Khomeini erkiklerkur sem síðan varð æðsti leiðtogi Írans. Síðar þetta sama ár réðust íranskir námsmenn inn í bandaríska sendiráðið í Teheran og tóku þar tugi manns í gíslingu. Þetta varð til þess að Bandaríkin ákváðu að slíta öll stjórnmálatengsl við Íran og banna jafnframt Írönum að koma til Bandaríkjanna.1987 - HIV-smitaðirRonald Reagan var forseti þegar alnæmisfaraldurinn braust út í Bandaríkjunum og víðar um heim. Lítið var vitað um HIV-veiruna í fyrstu og fordómar fóru á flug þegar í ljós kom að smitleiðirnar tengdust gjarnan kynlífi og að samkynhneigðir karlmenn væru í meiri hættu en aðrir. Ekki dró það úr fordómunum að uppruna veirunnar væri líklega að finna í Afríku. Stjórn Reagans brást við með því að banna HIV-smituðum einstaklingum að koma til Bandaríkjanna.Donald Trump.Nordicphotos/AFP2017 - Múslimar frá Írak, Íran, Jemen, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Sýrlandi.Donald Trump er nýtekinn við sem forseti og lætur það verða meðal fyrstu verka sinna að banna fólki frá sjö múslimalöndum að koma til Bandaríkjanna. Bannið gildir í 90 daga fyrir fólk frá Írak, Íran, Jemen, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Sýrlandi. Eftir það taka við nýjar reglur sem eiga að vera tilbúnar þegar fresturinn rennur út. Þá verður ekki tekið við flóttafólki í 120 daga og sýrlenskir flóttamenn eru óvelkomnir þangað til annað verður tilkynnt. Sérstaklega er samt tekið fram að sýrlenskir flóttamenn séu velkomnir ef þeir eru ekki múslimar. Þetta ákvæði er orðað þannig að fólk sem tilheyrir trúarlegum minnihlutahópum í Sýrlandi er undanþegið banninu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Tilskipun Donald Trump til bandarískra stjórnvalda um innflytjendabann frá nokkrum múslimalöndum vakti strax afar hörð viðbrögð víða um heim. Efnt var til mótmæla í helstu borgum Bandaríkjanna, Evrópu og víðar. Mörgum blöskrar að múslimum sérstaklega sé meinað að koma til Bandaríkjanna. Þá er sagt stangast á við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna að neita alfarið að taka við flóttafólki, jafnvel þótt bannið eigi að vera tímabundið. Orðalag tilskipunarinnar er óljóst þannig að túlkunarmöguleikar eru margir. Þetta hefur skapað ringulreiðá flugvöllum og landamærastöðvum. Mörg mál tengd banninu hafa farið fyrir dómstóla sem þurfa svo sinn tíma til að skoða hina lagalegu hlið. Þetta er samt ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkin loka landamærunum fyrir tilteknum hópum fólks. Meðal þeirra hópa sem orðið hafa fyrir slíku eru Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smitaðir einstaklingar. Jafnvel betlarar og flogaveikt fólk var um tíma í þessari stöðu. Nú er röðin sem sagt komin að múslimum frá Írak, Íran, Jemen, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Sýrlandi. Hér á síðunni er saga sambærilegra aðgerða bandarískra stjórnvalda skoðuð og meðal annars stuðst við samantekt á fréttavef sjónvarpsstöðvarinnar Al Jazeera.1882 - Kínverjar og verkafólk almenntChester A. Arthur var forseti Bandaríkjanna þegar ákveðið var að banna verkafólki almennt, bæði ómenntuðu verkafólki og iðnmenntuðu, að koma til Bandaríkjanna næstu tíu árin. Sérstaklega var tekið fram að þetta bann næði til kínverskra námuverkamanna. Tilefnið var mikið atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Almenningur taldi Kínverjana taka vinnu frá heimafólki.1903 - Anarkistar, betlarar, flogaveikt fólk og menn sem flytja inn vændiskonurTheodore Roosevelt var forseti þegar ákveðið var að banna anarkistum, eða stjórnleysingjum, að koma til Bandaríkjanna. Anarkistum var mjög uppsigað við ríkisvald í hvaða mynd sem er og áratugina á undan höfðu stjórnleysingjar staðið að hryðjuverkum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Til dæmis var William McKinley Bandaríkjaforseti myrtur árið 1901 í nafni anarkismans.Í leiðinni var ákveðið að flogaveikt fólk, betlarar og menn sem flyttu inn vændiskonur fengju ekki heldur að koma til Bandaríkjanna. Talið var að þjóðfélaginu stæði ógn af þessum hópum fólks.1939 - Gyðingar á flótta undan nasistumFranklin D. Roosevelt var nýorðinn forseti Bandaríkjanna þegar Adolf Hitler var kosinn til valda í Þýskalandi í lok janúar 1933. Innan fárra ára tóku gyðingar að flýja frá Þýskalandi og kusu margir að fara til Bandaríkjanna.Roosevelt taldi að þessi flóttamannastraumur gæti reynst Bandaríkjunum hættulegur, og vísaði þar sérstaklega til þess að meðal flóttafólksins gætu leynst njósnarar á vegum nasista. Hann ákvað því að takmarka verulega þann fjölda gyðinga sem fengi að flytja til Bandaríkjanna. Fjölmörgum var vísað frá og urðu örlög þeirra margra að láta lífið í útrýmingarbúðum nasista.1950 - KommúnistarHarry Truman forseti var andvígur því að banna kommúnistum að koma til Bandríkjanna. Bandaríkjaþing setti engu að síður lög sem bönnuðu þeim, sem voru skráðir í kommúnistaflokk, að flytja til landsins. Truman sagði þessi lög vera mannréttindakafla bandarísku stjórnarskrárinnar til háðungar.1980 - ÍranarJimmy Carter var forseti Bandaríkjanna árið 1979 þegar Íranar gerðu byltingu gegn Mohammad Reza Pahlavi keisara, sem hafði notið stuðnings Bandaríkjanna. Byltingarleiðtoginn var Ruhollah Khomeini erkiklerkur sem síðan varð æðsti leiðtogi Írans. Síðar þetta sama ár réðust íranskir námsmenn inn í bandaríska sendiráðið í Teheran og tóku þar tugi manns í gíslingu. Þetta varð til þess að Bandaríkin ákváðu að slíta öll stjórnmálatengsl við Íran og banna jafnframt Írönum að koma til Bandaríkjanna.1987 - HIV-smitaðirRonald Reagan var forseti þegar alnæmisfaraldurinn braust út í Bandaríkjunum og víðar um heim. Lítið var vitað um HIV-veiruna í fyrstu og fordómar fóru á flug þegar í ljós kom að smitleiðirnar tengdust gjarnan kynlífi og að samkynhneigðir karlmenn væru í meiri hættu en aðrir. Ekki dró það úr fordómunum að uppruna veirunnar væri líklega að finna í Afríku. Stjórn Reagans brást við með því að banna HIV-smituðum einstaklingum að koma til Bandaríkjanna.Donald Trump.Nordicphotos/AFP2017 - Múslimar frá Írak, Íran, Jemen, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Sýrlandi.Donald Trump er nýtekinn við sem forseti og lætur það verða meðal fyrstu verka sinna að banna fólki frá sjö múslimalöndum að koma til Bandaríkjanna. Bannið gildir í 90 daga fyrir fólk frá Írak, Íran, Jemen, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Sýrlandi. Eftir það taka við nýjar reglur sem eiga að vera tilbúnar þegar fresturinn rennur út. Þá verður ekki tekið við flóttafólki í 120 daga og sýrlenskir flóttamenn eru óvelkomnir þangað til annað verður tilkynnt. Sérstaklega er samt tekið fram að sýrlenskir flóttamenn séu velkomnir ef þeir eru ekki múslimar. Þetta ákvæði er orðað þannig að fólk sem tilheyrir trúarlegum minnihlutahópum í Sýrlandi er undanþegið banninu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira