Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Sveinn Arnarsson skrifar 17. febrúar 2017 07:00 Flotinn er bundinn við landfestar og milljarðar tapast daglega vegna verkfallsins. vísir/vilhelm Deila sjómanna og útgerðarmanna er í hnút. Náðst hafa samningar þeirra á milli og drög að samningi liggja á borðinu tilbúin til undirritunar. Það eina sem þarf að mati deiluaðila er að hið opinbera breyti lögum til að dagpeningar sjómanna verði gerðir skattfrjálsir. „Við höfum í meginatriðum náð saman og drög að samningi eru klár,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Hins vegar þarf ríkið að liðka til fyrir samningsgerðinni um að veita sjómönnum skattfrjálsa dagpeninga eins og allar aðrar stéttir búa við. Við erum ekki að biðja um neina ölmusu. Þetta er réttlætismál.“Bryndís Hlöðversdóttirríkissáttasemjari.Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, gagnrýnir þennan málflutning. Segir hann alla búa við sömu kjör, sjómenn sem aðra, og að krafa sjómanna nú sé að biðja um sérmeðferð frá ríkinu. „Sjómenn búa við nákvæmlega sömu kjör og aðrar stéttir. Þær kröfur sem þeir gera til hins opinbera eru því sérmeðferð,“ segir Indriði. „Og það er ljótur leikur SFS að benda á ríkið í þeim efnum, það verður bara að segjast.“ Forystumenn sjómanna og SFS mættu til fundar við sjávarútvegsráðherra í fyrradag. Þar kom skýrt fram að ekki yrðu gerðar neinar lagabreytingar til að liðka fyrir samningum og að sjómenn myndu ekki fá neina sérmeðferð stjórnvalda. Því slitnaði upp úr viðræðum og enn hefur ekki verið boðað til nýs fundar. „Ég hef komið fram með þá tillögu að við skoðum þessi mál heildstætt og held áfram að leita að lausnum. Það er hins vegar ljóst að það er á ábyrgð deiluaðila að samningar náist,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra.Indriði H. Þorláksson hagfræðingurBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir fundi miðvikudagsins hafa þokað málum í réttan farveg en enn þurfi að leysa úr einu máli til að samningar geti náðst. Hún sagði fjölmiðlabann enn í gildi og gæti hún því ekki farið út í efnisatriði. Það væri ekki tímabært af hennar hálfu að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilunni. „Það er ekki hægt að leggja fram miðlunartillögu þegar ágreiningsefni snýr að þriðja aðila sem á ekki sæti við samningaborðið,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómannadeilan: Viðbrögð ráðherra gætu leitt til viðræðuslita Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. 16. febrúar 2017 18:30 Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17 „Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Deila sjómanna og útgerðarmanna er í hnút. Náðst hafa samningar þeirra á milli og drög að samningi liggja á borðinu tilbúin til undirritunar. Það eina sem þarf að mati deiluaðila er að hið opinbera breyti lögum til að dagpeningar sjómanna verði gerðir skattfrjálsir. „Við höfum í meginatriðum náð saman og drög að samningi eru klár,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Hins vegar þarf ríkið að liðka til fyrir samningsgerðinni um að veita sjómönnum skattfrjálsa dagpeninga eins og allar aðrar stéttir búa við. Við erum ekki að biðja um neina ölmusu. Þetta er réttlætismál.“Bryndís Hlöðversdóttirríkissáttasemjari.Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, gagnrýnir þennan málflutning. Segir hann alla búa við sömu kjör, sjómenn sem aðra, og að krafa sjómanna nú sé að biðja um sérmeðferð frá ríkinu. „Sjómenn búa við nákvæmlega sömu kjör og aðrar stéttir. Þær kröfur sem þeir gera til hins opinbera eru því sérmeðferð,“ segir Indriði. „Og það er ljótur leikur SFS að benda á ríkið í þeim efnum, það verður bara að segjast.“ Forystumenn sjómanna og SFS mættu til fundar við sjávarútvegsráðherra í fyrradag. Þar kom skýrt fram að ekki yrðu gerðar neinar lagabreytingar til að liðka fyrir samningum og að sjómenn myndu ekki fá neina sérmeðferð stjórnvalda. Því slitnaði upp úr viðræðum og enn hefur ekki verið boðað til nýs fundar. „Ég hef komið fram með þá tillögu að við skoðum þessi mál heildstætt og held áfram að leita að lausnum. Það er hins vegar ljóst að það er á ábyrgð deiluaðila að samningar náist,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra.Indriði H. Þorláksson hagfræðingurBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir fundi miðvikudagsins hafa þokað málum í réttan farveg en enn þurfi að leysa úr einu máli til að samningar geti náðst. Hún sagði fjölmiðlabann enn í gildi og gæti hún því ekki farið út í efnisatriði. Það væri ekki tímabært af hennar hálfu að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilunni. „Það er ekki hægt að leggja fram miðlunartillögu þegar ágreiningsefni snýr að þriðja aðila sem á ekki sæti við samningaborðið,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómannadeilan: Viðbrögð ráðherra gætu leitt til viðræðuslita Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. 16. febrúar 2017 18:30 Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17 „Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Sjómannadeilan: Viðbrögð ráðherra gætu leitt til viðræðuslita Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. 16. febrúar 2017 18:30
Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47
Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08
Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17
„Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11