Palestínumenn fagna stefnubreytingu Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. febrúar 2017 07:00 Benjamín Netanjahú á blaðamannafundi með Donald Trump í Washington. vísir/epa Meðal Palestínumanna hafa lengi verið skiptar skoðanir á tveggja ríkja lausninni svonefndu, sem fæli í sér stofnun sjálfstæðs ríkis þeirra við hlið Ísraelsríkis. Yfirlýsing Donalds Trump Bandaríkjaforseta, á fundi með Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, um að Bandaríkjastjórn telji tveggja ríkja lausnina ekki lengur eina möguleikann í stöðunni hefur því ekki mætt einróma andstöðu frá Palestínumönnum, þótt forystumenn þeirra hafi varað Trump við því að falla frá henni. Saeb Erekat, fyrrverandi aðalsamningamaður Palestínumanna í friðarviðræðum við Ísrael, sagði til dæmis hinn möguleikann vera eitt ríki þar sem Palestínumenn nytu fullra borgararéttinda til jafns við gyðinga. Hann sagði í yfirlýsingu á miðvikudag að tveggja ríkja lausnin yrði í raun afar erfið málamiðlun fyrir Palestínumenn, en í sameiginlegu lýðræðisríki gyðinga, múslima og kristinna yrðu gyðingar ekki lengur allsráðandi því þeir yrðu ekki í meirihluta. „Í dag búa nærri sex milljónir Palestínumanna undir stjórn Ísraela á öllu því svæði sem sögulega kallast Palestína, auk þess sem nærri sex milljónir Palestínumanna búa í útlegð,“ sagði Erekat, en alls búa um átta milljónir manna innan landamæra núverandi Ísraelsríkis, þar af aðeins um sex milljónir gyðinga. Hann segir hins vegar að Netanjahú vilji í reynd koma á fót aðskilnaðarkerfi innan stækkaðra landamæra Ísraels, sem hefði þá lagt undir sig hernumdu svæðin á Vesturbakkanum og Gasaströnd. Sú hugmynd geti hins vegar aldrei orðið að veruleika. „Þvert á hugmyndir Netanjahús um eitt ríki með tvískiptu kerfi, aðskilnaðarkerfi, er eini möguleikinn fyrir utan tvö fullvalda lýðræðisríki innan landamæranna frá 1967 sá að allir, jafnt gyðingar sem múslimar og kristnir, njóti sömu réttinda í sameiginlegu ríki sem yrði með veraldlegu lýðræðisskipulagi,“ segir Erekat. Tveggja ríkja lausnin hefur áratugum saman verið helsta leiðarstefið í þeim tilraunum sem gerðar hafa verið til að fá Ísraela og Palestínumenn til þess að semja um frið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Meðal Palestínumanna hafa lengi verið skiptar skoðanir á tveggja ríkja lausninni svonefndu, sem fæli í sér stofnun sjálfstæðs ríkis þeirra við hlið Ísraelsríkis. Yfirlýsing Donalds Trump Bandaríkjaforseta, á fundi með Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, um að Bandaríkjastjórn telji tveggja ríkja lausnina ekki lengur eina möguleikann í stöðunni hefur því ekki mætt einróma andstöðu frá Palestínumönnum, þótt forystumenn þeirra hafi varað Trump við því að falla frá henni. Saeb Erekat, fyrrverandi aðalsamningamaður Palestínumanna í friðarviðræðum við Ísrael, sagði til dæmis hinn möguleikann vera eitt ríki þar sem Palestínumenn nytu fullra borgararéttinda til jafns við gyðinga. Hann sagði í yfirlýsingu á miðvikudag að tveggja ríkja lausnin yrði í raun afar erfið málamiðlun fyrir Palestínumenn, en í sameiginlegu lýðræðisríki gyðinga, múslima og kristinna yrðu gyðingar ekki lengur allsráðandi því þeir yrðu ekki í meirihluta. „Í dag búa nærri sex milljónir Palestínumanna undir stjórn Ísraela á öllu því svæði sem sögulega kallast Palestína, auk þess sem nærri sex milljónir Palestínumanna búa í útlegð,“ sagði Erekat, en alls búa um átta milljónir manna innan landamæra núverandi Ísraelsríkis, þar af aðeins um sex milljónir gyðinga. Hann segir hins vegar að Netanjahú vilji í reynd koma á fót aðskilnaðarkerfi innan stækkaðra landamæra Ísraels, sem hefði þá lagt undir sig hernumdu svæðin á Vesturbakkanum og Gasaströnd. Sú hugmynd geti hins vegar aldrei orðið að veruleika. „Þvert á hugmyndir Netanjahús um eitt ríki með tvískiptu kerfi, aðskilnaðarkerfi, er eini möguleikinn fyrir utan tvö fullvalda lýðræðisríki innan landamæranna frá 1967 sá að allir, jafnt gyðingar sem múslimar og kristnir, njóti sömu réttinda í sameiginlegu ríki sem yrði með veraldlegu lýðræðisskipulagi,“ segir Erekat. Tveggja ríkja lausnin hefur áratugum saman verið helsta leiðarstefið í þeim tilraunum sem gerðar hafa verið til að fá Ísraela og Palestínumenn til þess að semja um frið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira