Segja tilraunaskot nýrrar eldflaugar hafa heppnast vel Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2017 12:09 Frá eldflaugaskotinu í gær. Vísir/AFP Stjórnvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskot nýrrar tegundar eldflauga hafa heppnast vel um helgina. Þeir segjast hafa náð miklum árangri í tilraunum sínum, sem brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan hafa kallað eftir fundir hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Þetta er fyrsta tilraunaskot Norður-Kóreu síðan Donald Trump varð forseti Bandaríkjanna, en hann hefur sagst ætla að taka harðari afstöðu gagnvart Norður-Kóreu en forveri sinn. Undanfarin ár hafa Norður-Kóreumenn unnið hörðum höndum að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem geta borið slík vopn. Yfirvöld í Japan segja mögulegt að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og kalla eftir því að Kína taki „uppbyggilega“ stöðu gagnvart nágrönnum sínum í suðri. Kína er helsta bandalagsríki Norður-Kóreu en vopnaáætlun ríkisins hefur rekið fleyg á milli ríkjanna. Þá hafna Kínverjar öllum ásökunum um að þeir gætu verið að gera meira til að draga úr eða koma í vegn fyrir vopnaáætlunina. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í dag að rótin að aðgerðum Norður-Kóreu væri stirt samband ríkisins við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Þá sagði hann Kínverja hafa stutt við aðgerðir gegn Norður-Kóreu og að þeir séu sífellt að reyna að miðla til friðar á Kóreuskaganum.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa Kínverjar áhyggjur af því að Bandaríkin og Suður-Kórea muni flýta byggingu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu, sem ætlað verður að koma í veg fyrir eldflaugaárásir úr norðri. Með kerfinu væri mögulegt að fylgjast með hernaðaraðgerðum Kína og umsvifum.Ný eldflaugKCNA, opinber fréttaveita Norður-Kóreu, segir hina nýju eldflaug brenna eldsneyti í föstu formi, sem veldur því að hún getur flogið lengra og hægt er að skjóta henni á loft með minni fyrirvara en eldflaugum sem notast við hefðbundið eldsneyti í fljótandi formi. Þá er hún sögð geta borið kjarnorkuvopn. Eldflaugin sem skotið var á loft á laugardaginn hefur fengið heitið Pukguksong-2. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ólíklegt að Norður-Kórea geti komið kjarnorkuvopnum fyrir í eldflaugum. Yfirvöld í Pyongyang hafa haldið því fram að þeir hafi þróað svokölluð „re-entry“ kjarnorkuvopn, sem skotið er á braut um jörðu og koma aftur til jarðarinnar til að lenda á skotmörkum sínum. Við slíkar kringumstæður þurfa kjarnorkuvopn að þola gífurlegan hita og hristing og jafnframt hitta skotmark sitt. Áðurnefndir sérfræðingar segja þó að þrátt fyrir að mjög ólíklegt sé að Norður-Kóreu hafi tekist það, sé trúanlegt að þeir hafi burði til þess að þróa slík vopn í framtíðinni. Í síðasta mánuði sagði Kim Jong-un að her sinn væri langt kominn í því að þróa eldflaug sem gæti borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Donald Trump Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Stjórnvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskot nýrrar tegundar eldflauga hafa heppnast vel um helgina. Þeir segjast hafa náð miklum árangri í tilraunum sínum, sem brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan hafa kallað eftir fundir hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Þetta er fyrsta tilraunaskot Norður-Kóreu síðan Donald Trump varð forseti Bandaríkjanna, en hann hefur sagst ætla að taka harðari afstöðu gagnvart Norður-Kóreu en forveri sinn. Undanfarin ár hafa Norður-Kóreumenn unnið hörðum höndum að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem geta borið slík vopn. Yfirvöld í Japan segja mögulegt að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og kalla eftir því að Kína taki „uppbyggilega“ stöðu gagnvart nágrönnum sínum í suðri. Kína er helsta bandalagsríki Norður-Kóreu en vopnaáætlun ríkisins hefur rekið fleyg á milli ríkjanna. Þá hafna Kínverjar öllum ásökunum um að þeir gætu verið að gera meira til að draga úr eða koma í vegn fyrir vopnaáætlunina. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í dag að rótin að aðgerðum Norður-Kóreu væri stirt samband ríkisins við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Þá sagði hann Kínverja hafa stutt við aðgerðir gegn Norður-Kóreu og að þeir séu sífellt að reyna að miðla til friðar á Kóreuskaganum.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa Kínverjar áhyggjur af því að Bandaríkin og Suður-Kórea muni flýta byggingu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu, sem ætlað verður að koma í veg fyrir eldflaugaárásir úr norðri. Með kerfinu væri mögulegt að fylgjast með hernaðaraðgerðum Kína og umsvifum.Ný eldflaugKCNA, opinber fréttaveita Norður-Kóreu, segir hina nýju eldflaug brenna eldsneyti í föstu formi, sem veldur því að hún getur flogið lengra og hægt er að skjóta henni á loft með minni fyrirvara en eldflaugum sem notast við hefðbundið eldsneyti í fljótandi formi. Þá er hún sögð geta borið kjarnorkuvopn. Eldflaugin sem skotið var á loft á laugardaginn hefur fengið heitið Pukguksong-2. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ólíklegt að Norður-Kórea geti komið kjarnorkuvopnum fyrir í eldflaugum. Yfirvöld í Pyongyang hafa haldið því fram að þeir hafi þróað svokölluð „re-entry“ kjarnorkuvopn, sem skotið er á braut um jörðu og koma aftur til jarðarinnar til að lenda á skotmörkum sínum. Við slíkar kringumstæður þurfa kjarnorkuvopn að þola gífurlegan hita og hristing og jafnframt hitta skotmark sitt. Áðurnefndir sérfræðingar segja þó að þrátt fyrir að mjög ólíklegt sé að Norður-Kóreu hafi tekist það, sé trúanlegt að þeir hafi burði til þess að þróa slík vopn í framtíðinni. Í síðasta mánuði sagði Kim Jong-un að her sinn væri langt kominn í því að þróa eldflaug sem gæti borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna.
Donald Trump Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira