Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Birgir Olgeirsson skrifar 10. febrúar 2017 15:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ráðherra á blaðamannafundi þar sem niðurstöður skýrslunnar voru kynntar. Vísir/Eyþór Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfalls sjómanna þegar kemur að framleiðsluminnkun á ferskum bolfiskafurðum. Þetta kemur fram í skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem er lagt mat á þjóðhagslegum kostnaði verkfalls sjómanna. Þar er tekið fram að þegar kemur að útflutningstekjum sé það að nokkru tap sem ekki verður bætt með nýtingu aflaheimilda síðar. Verkfall sjómanna hófst 14. desember síðastliðinn og hefur því staðið yfir í rúmar átta vikur. Í skýrslunni kemur fram að ef verkfallið stendur fram á loðnuvertíðina og veiðar falla niður mun þjóðarbúið verða af tekjum sem líklega verða taldar í þúsund milljónum króna.Heildaráhrif á ráðstöfunartekjur 3,5 milljarðar króna Heildaráhrif verkfallsins á ráðstöfunartekjur sjómanna eru talin nema um 3,5 milljörðum króna til frá upphafi verkfallsins 14. desember síðastliðinn til 10. febrúar. Áhrif á skylduiðgjöld til lífeyrissjóða sjómanna eru talin nema um 800 milljónum króna á tímabilinu. Hér er um að ræða tekjur sem að mestu eða öllu leyti kunna að skila sér við nýtingu aflaheimilda síðar.2.600 starfsmenn í fiskvinnslu orðið fyrir tekjuskerðingu Í það minnsta 2.400 til 2.600 starfsmenn í fiskvinnslu hafa orðið fyrir tekjuskerðingu vegna verkfallsins. Tekjutap þessa hóps er metið á um 818 milljónir króna frá upphafi verkfallsins til 10. febrúar. Hér er um að ræða beint tekjutap sem fallið hefur á hóp launþega sem ekki á möguleika á að fá hann bættan með nýtingu aflaheimildanna síðar nema ef til vill að mjög takmörkuðu leyti. Áætluð áhrif á greiðslur þessa hóps í skylduiðgjöld lífeyrissjóða eru metin á um 185 milljónir króna.312 milljónir í atvinnuleysisbætur Atvinnuleysistryggingasjóður hefur þegar greitt um 312 milljónir króna í atvinnuleysisbætur og kauptryggingu til fiskvinnslufólks vegna verkfallsins. Er þá ótalinn áfallinn kostnaður vegna febrúar 2017. Greiðslur í atvinnuleysistryggingasjóð eru taldar hafa lækkað um 126 milljónir króna, þar af um 24,5 milljónir króna vegna launa fiskverkafólks, en það eru greiðslur sem ólíklegt má telja að skili sér með nýtingu aflaheimilda síðar.Tekjutap ríkissjóðs 2,5 milljarðar Gróflega áætlað tekjutap ríkissjóðs vegna lækkaðra staðgreiðslu skatta og tryggingargjalds fiskverkafólks og sjómanna (hásetar, skipstjórnarmenn, vélstjórar) vegna verkfallsins er metið alls 2,5 milljarðar króna. Þar af 392 milljónir vegna launa fiskverkafólks og 2,1 milljarður vegna launa sjómanna. Gróflega áætlað tekjutap sveitarfélaga er metið um einn milljarður króna.Sumt tekjutap óafturkræft eftir 8 vikur Í skýrslunni er tekin fyrir sú fullyrðing að aflaheimildir séu enn til staðar þrátt fyrir átta vikna verkfall og að hægt sé að nýta og hafa af þeim tekjur síðar. Í skýrslunni er tekið fram að þessi fullyrðing eigi síður við rök að styðjast eftir því sem lengra líður frá upphafi verkfallsins. Í skýrslunni er tekið fram að eftir átta vikur af verkfalli sé sumt tekjutap launafólks, ýmissa fyrirtækja og opinbera aðila orðið óafturkræft.Áhrifa verkfallsins gætir víða Í skýrslunni er farið yfir að verðmætasköpun í fiskveiðum og vinnslu samkvæmt þjóðhagsreikningum hafi verið á bilinu 140 til 170 milljarðar króna árlega frá árinu 2008, á föstu verðlagi, sem samsvarar 380 til 460 milljónum króna á dag að meðaltali. Að viðbættum óbeinum efnahagslegum áhrifum má leiða getum að því að verðmætasköpun sjávarútvegs og tengdra greina hafi numið 350 - 425 milljörðum króna árlega frá 2008 sem samsvarar 960 - 1160 milljónum króna á dag að meðaltali. „Ekki er þó hægt að halda því fram að þjóðhagslegt tap af völdum verkfallsins hafi numið 960-1160 milljónum króna á hverjum verkfallsdegi hingað til, en bent er á að rannsóknir gefi það til kynna að við algjört og langvarandi vinnslustopp nálgist hið þjóðhagslega tap á degi hverjum þessar upphæðir. Vinnustoppið nú er hvorki algjört né langvarandi, en er engu að síður mjög víðtækt og hefur dregist á langinn þannig að áhrifa þess gætir nú talsvert víðar í hagkerfinu en á fyrstu vikum verkfallsins,“ segir í skýrslunni. Skýrslan var unni fyrir tilstuðlan Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Settur var saman vinnuhópur fulltrúa frá fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, velferðarráðuneyti ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélagi undir forsvari fulltrúa atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. Til liðs við vinnuhópinn voru fengnir starfsmenn Íslenska sjávarklasans sem báru hita og þunga af vinnunni sjálfri í góðu samstarfi við vinnuhópinn.Skýrsluna má lesa í heild hér. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fundi lokið í sjómannadeilunni án árangurs Fundi í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna er lokið en ríkissáttasemjari boðaði til samningafundar í klukkan 14 í dag 9. febrúar 2017 17:21 Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18 Páll segir það dagaspursmál hvenær stjórnvöld þurfa að grípa inn í verkfall sjómanna „Fólk vítt og breitt um landið er að missa lífsviðurværi sitt.“ 8. febrúar 2017 15:45 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfalls sjómanna þegar kemur að framleiðsluminnkun á ferskum bolfiskafurðum. Þetta kemur fram í skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem er lagt mat á þjóðhagslegum kostnaði verkfalls sjómanna. Þar er tekið fram að þegar kemur að útflutningstekjum sé það að nokkru tap sem ekki verður bætt með nýtingu aflaheimilda síðar. Verkfall sjómanna hófst 14. desember síðastliðinn og hefur því staðið yfir í rúmar átta vikur. Í skýrslunni kemur fram að ef verkfallið stendur fram á loðnuvertíðina og veiðar falla niður mun þjóðarbúið verða af tekjum sem líklega verða taldar í þúsund milljónum króna.Heildaráhrif á ráðstöfunartekjur 3,5 milljarðar króna Heildaráhrif verkfallsins á ráðstöfunartekjur sjómanna eru talin nema um 3,5 milljörðum króna til frá upphafi verkfallsins 14. desember síðastliðinn til 10. febrúar. Áhrif á skylduiðgjöld til lífeyrissjóða sjómanna eru talin nema um 800 milljónum króna á tímabilinu. Hér er um að ræða tekjur sem að mestu eða öllu leyti kunna að skila sér við nýtingu aflaheimilda síðar.2.600 starfsmenn í fiskvinnslu orðið fyrir tekjuskerðingu Í það minnsta 2.400 til 2.600 starfsmenn í fiskvinnslu hafa orðið fyrir tekjuskerðingu vegna verkfallsins. Tekjutap þessa hóps er metið á um 818 milljónir króna frá upphafi verkfallsins til 10. febrúar. Hér er um að ræða beint tekjutap sem fallið hefur á hóp launþega sem ekki á möguleika á að fá hann bættan með nýtingu aflaheimildanna síðar nema ef til vill að mjög takmörkuðu leyti. Áætluð áhrif á greiðslur þessa hóps í skylduiðgjöld lífeyrissjóða eru metin á um 185 milljónir króna.312 milljónir í atvinnuleysisbætur Atvinnuleysistryggingasjóður hefur þegar greitt um 312 milljónir króna í atvinnuleysisbætur og kauptryggingu til fiskvinnslufólks vegna verkfallsins. Er þá ótalinn áfallinn kostnaður vegna febrúar 2017. Greiðslur í atvinnuleysistryggingasjóð eru taldar hafa lækkað um 126 milljónir króna, þar af um 24,5 milljónir króna vegna launa fiskverkafólks, en það eru greiðslur sem ólíklegt má telja að skili sér með nýtingu aflaheimilda síðar.Tekjutap ríkissjóðs 2,5 milljarðar Gróflega áætlað tekjutap ríkissjóðs vegna lækkaðra staðgreiðslu skatta og tryggingargjalds fiskverkafólks og sjómanna (hásetar, skipstjórnarmenn, vélstjórar) vegna verkfallsins er metið alls 2,5 milljarðar króna. Þar af 392 milljónir vegna launa fiskverkafólks og 2,1 milljarður vegna launa sjómanna. Gróflega áætlað tekjutap sveitarfélaga er metið um einn milljarður króna.Sumt tekjutap óafturkræft eftir 8 vikur Í skýrslunni er tekin fyrir sú fullyrðing að aflaheimildir séu enn til staðar þrátt fyrir átta vikna verkfall og að hægt sé að nýta og hafa af þeim tekjur síðar. Í skýrslunni er tekið fram að þessi fullyrðing eigi síður við rök að styðjast eftir því sem lengra líður frá upphafi verkfallsins. Í skýrslunni er tekið fram að eftir átta vikur af verkfalli sé sumt tekjutap launafólks, ýmissa fyrirtækja og opinbera aðila orðið óafturkræft.Áhrifa verkfallsins gætir víða Í skýrslunni er farið yfir að verðmætasköpun í fiskveiðum og vinnslu samkvæmt þjóðhagsreikningum hafi verið á bilinu 140 til 170 milljarðar króna árlega frá árinu 2008, á föstu verðlagi, sem samsvarar 380 til 460 milljónum króna á dag að meðaltali. Að viðbættum óbeinum efnahagslegum áhrifum má leiða getum að því að verðmætasköpun sjávarútvegs og tengdra greina hafi numið 350 - 425 milljörðum króna árlega frá 2008 sem samsvarar 960 - 1160 milljónum króna á dag að meðaltali. „Ekki er þó hægt að halda því fram að þjóðhagslegt tap af völdum verkfallsins hafi numið 960-1160 milljónum króna á hverjum verkfallsdegi hingað til, en bent er á að rannsóknir gefi það til kynna að við algjört og langvarandi vinnslustopp nálgist hið þjóðhagslega tap á degi hverjum þessar upphæðir. Vinnustoppið nú er hvorki algjört né langvarandi, en er engu að síður mjög víðtækt og hefur dregist á langinn þannig að áhrifa þess gætir nú talsvert víðar í hagkerfinu en á fyrstu vikum verkfallsins,“ segir í skýrslunni. Skýrslan var unni fyrir tilstuðlan Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Settur var saman vinnuhópur fulltrúa frá fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, velferðarráðuneyti ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélagi undir forsvari fulltrúa atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. Til liðs við vinnuhópinn voru fengnir starfsmenn Íslenska sjávarklasans sem báru hita og þunga af vinnunni sjálfri í góðu samstarfi við vinnuhópinn.Skýrsluna má lesa í heild hér.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fundi lokið í sjómannadeilunni án árangurs Fundi í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna er lokið en ríkissáttasemjari boðaði til samningafundar í klukkan 14 í dag 9. febrúar 2017 17:21 Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18 Páll segir það dagaspursmál hvenær stjórnvöld þurfa að grípa inn í verkfall sjómanna „Fólk vítt og breitt um landið er að missa lífsviðurværi sitt.“ 8. febrúar 2017 15:45 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Fundi lokið í sjómannadeilunni án árangurs Fundi í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna er lokið en ríkissáttasemjari boðaði til samningafundar í klukkan 14 í dag 9. febrúar 2017 17:21
Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18
Páll segir það dagaspursmál hvenær stjórnvöld þurfa að grípa inn í verkfall sjómanna „Fólk vítt og breitt um landið er að missa lífsviðurværi sitt.“ 8. febrúar 2017 15:45