Flóttamenn sagðir hafa óttast að svör þeirra yrðu notuð gegn þeim Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2017 13:56 Könnunin var framkvæmd vegna greiningar á þjónustu við flóttafólk sem unnin var af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið. Vísir/Vilhelm Einungis fimmtán prósent þeirra flóttamanna sem hafa fengið dvalarleyfi hér á landi, á árunum 2004 til 2015, svöruðu könnun Félagsvísindastofnunar á stöðu flóttafólks hér á landi. Könnunin náði til 255 einstaklinga, 18 ára og eldri, en helsta ástæðan fyrir því að meirihluti þeirra svaraði ekki könnuninni var af ótta við að svör þeirra færu lengra eða væru notuð gegn þeim. Könnunin var framkvæmd vegna greiningar á þjónustu við flóttafólk sem unnin var af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið. Tekið er fram að könnunin hafi takmarkað gildi sem mælikvarði á stöðu og líðan flóttafólks sökum lélegs svarhlutfalls. Í skýrslunni er lagt til að Útlendingastofnun verði lögð niður í núverandi mynd. Lagt er til að tekið verði upp nýtt samstarfsskipulag þar sem gengið er út frá aðkomu nokkurra ráðuneyta, stofnana ríkis og sveitarfélaga, og þjónustu félagasamtaka. Stærsti hluti svarenda könnunnar sagðist vera nokkuð eða mjög hamingjusamur á Íslandi. Um er að ræða 73 prósent svarenda en 83 prósent þeirra sögðust helst vilja búa á Íslandi. Þegar spurt var um upplifun flóttafólksins af fordómum kom fram að vettvangur fordóma og mismunar virtist helst vera við ráðningu í starf (46 prósent), í vinnu (47 prósent), í námi (43 prósent) og á almenningssvæðum (43 prósent). Þegar þýðir var skoðað fengust strax þær upplýsingar að flóttafólk sem fengið hefur dvalarleyfi á Íslandi á síðustu 12 árum er nær allt undir fimmtugu og því er elsti aldursflokkurinn sem birtur er í skýrslunni 46 ára og eldri. Flest flóttafólkið er búsett á suðvesturhorni landsins. Aðeins rúmlega fimmtungur býr utan höfuðborgarsvæðisins og flestir þeirra búa á Reykjanesi eða Akranesi. Í spurningum um traust til hinna ýmsu stofnana sem koma að málefnum flóttafólks kom í ljós að meirihluti svarenda þekkti ekki til Fjölmenningarseturs. Af þeim stofnunum sem spurt var um naut Rauði Krossinn mests trausts en 67% svarenda báru mikið eða mjög mikið traust til hans. Um 50% báru mikið eða mjög mikið traust til Útlendingastofnunar og lögreglunnar. Rétt rúmlega 30% báru mikið eða mjög mikið traust til félagsþjónustunnar. Aðeins 16% sögðu fjárhagsstöðu sína vera mjög góða eða góða en 70% svarenda voru með 300.000 kr. eða minna í heildartekjur á mánuði fyrir skatt. Um helmingur svarenda sagðist skilja og tala íslensku mjög eða frekar vel. Allir svarendur höfðu þó áhuga á að læra hana betur. Svör við spurningum um þörf fyrir þjónustu, um nýtingu menntunar og í athugasemdum í lok könnunarinnar benda til þess að íslenskukunnátta tengist flestum öðrum þáttum aðlögunar og að margir teldu þörf á meiri íslenskukennslu. Hægt er að skoða frekari niðurstöður hér. Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Einungis fimmtán prósent þeirra flóttamanna sem hafa fengið dvalarleyfi hér á landi, á árunum 2004 til 2015, svöruðu könnun Félagsvísindastofnunar á stöðu flóttafólks hér á landi. Könnunin náði til 255 einstaklinga, 18 ára og eldri, en helsta ástæðan fyrir því að meirihluti þeirra svaraði ekki könnuninni var af ótta við að svör þeirra færu lengra eða væru notuð gegn þeim. Könnunin var framkvæmd vegna greiningar á þjónustu við flóttafólk sem unnin var af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið. Tekið er fram að könnunin hafi takmarkað gildi sem mælikvarði á stöðu og líðan flóttafólks sökum lélegs svarhlutfalls. Í skýrslunni er lagt til að Útlendingastofnun verði lögð niður í núverandi mynd. Lagt er til að tekið verði upp nýtt samstarfsskipulag þar sem gengið er út frá aðkomu nokkurra ráðuneyta, stofnana ríkis og sveitarfélaga, og þjónustu félagasamtaka. Stærsti hluti svarenda könnunnar sagðist vera nokkuð eða mjög hamingjusamur á Íslandi. Um er að ræða 73 prósent svarenda en 83 prósent þeirra sögðust helst vilja búa á Íslandi. Þegar spurt var um upplifun flóttafólksins af fordómum kom fram að vettvangur fordóma og mismunar virtist helst vera við ráðningu í starf (46 prósent), í vinnu (47 prósent), í námi (43 prósent) og á almenningssvæðum (43 prósent). Þegar þýðir var skoðað fengust strax þær upplýsingar að flóttafólk sem fengið hefur dvalarleyfi á Íslandi á síðustu 12 árum er nær allt undir fimmtugu og því er elsti aldursflokkurinn sem birtur er í skýrslunni 46 ára og eldri. Flest flóttafólkið er búsett á suðvesturhorni landsins. Aðeins rúmlega fimmtungur býr utan höfuðborgarsvæðisins og flestir þeirra búa á Reykjanesi eða Akranesi. Í spurningum um traust til hinna ýmsu stofnana sem koma að málefnum flóttafólks kom í ljós að meirihluti svarenda þekkti ekki til Fjölmenningarseturs. Af þeim stofnunum sem spurt var um naut Rauði Krossinn mests trausts en 67% svarenda báru mikið eða mjög mikið traust til hans. Um 50% báru mikið eða mjög mikið traust til Útlendingastofnunar og lögreglunnar. Rétt rúmlega 30% báru mikið eða mjög mikið traust til félagsþjónustunnar. Aðeins 16% sögðu fjárhagsstöðu sína vera mjög góða eða góða en 70% svarenda voru með 300.000 kr. eða minna í heildartekjur á mánuði fyrir skatt. Um helmingur svarenda sagðist skilja og tala íslensku mjög eða frekar vel. Allir svarendur höfðu þó áhuga á að læra hana betur. Svör við spurningum um þörf fyrir þjónustu, um nýtingu menntunar og í athugasemdum í lok könnunarinnar benda til þess að íslenskukunnátta tengist flestum öðrum þáttum aðlögunar og að margir teldu þörf á meiri íslenskukennslu. Hægt er að skoða frekari niðurstöður hér.
Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira