Ferðamannastaðir nánast tómir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 12:11 Forvarnir björgunarsveita og Vegagerðarinnar virðast hafa skilað árangri, segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Sendar voru út viðvaranir á þrjú þúsund viðbragðsaðila í gær vegna veðursins sem nú gengur yfir landið. Þorsteinn segir ferðamannastaði flesta nánast tóma. „Viðbúnaður okkar hófst í raun og veru í gær þegar við sendum upplýsingar á þrjú þúsund ferðaþjónustuaðila til að vara við því sem myndi ganga yfir í dag. Það virðist hafa borið árangur,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. „Við erum að heyra það að ferðamannastaðir hérna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins séu nánast tómir, þannig að þessi forvörn hefur sannarlega skilað sér. Eins líka hjá Vegagerðinni þegar þeir voru að tilkynna um fyrirhugaðar lokaðir í gær þannig að þetta hefur haft þau áhrif að fólk er minna á ferðinni en ella.“ Þorsteinn segir fokútköllin hafa byrjað strax í morgun. Björgunarsveitir séu allar í viðbragðsstöðu og margar hverjar þegar komnar út. „Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður eftir hádegi því þá á veðrið að vera verst hérna á höfuðborgarsvæðinu. Svo á heldur að ganga niður svona um eða upp úr miðjum degi en okkar fólk er á vaktinni til að hjálpa ef kallið kemur.“ Líkt og Þorsteinn bendir á fer veðrið nú ört versnandi á suðvesturlandi. Vitlaust veður hefur verið í dag og til að mynda fór stór rútubíll með 57 farþega og ökumann út af þjóðveginum vestan við Vík í Mýrdal um klukkan hálf tíu, en engan sakaði. Þá lentu tvær rútur í erfiðleikum á Kjalarnesi á tíunda tímanum en komust klakklaust að Klébergsskóla þar sem Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð. Jón Brynjar Birgisson frá Rauða krossinum segir að á annað hundrað manns séu þegar komnir í stöðina, farþegarnir úr rútunum og erlendir ferðamenn á bílaleigubílum, en engin slys hafa orðið. Vegagerðin hefur verið að loka vegum í morgun og fleiri vegum verður lokað eftir því sem á daginn líður. Þegar er búið að loka Hellisheiði, veginum undir Eyjafjöllum Lyngdalsheiði, um Kjalarnes og Mosfellsheiði og nú í hádeginu var Reykjanesbraut einnig lokað en þar er orðið vonsku veður. Holtavörðuheiði og Bröttubrekku verður líklega lokað um klukkan þrjú og klukkan fjögur má búast við að Mývatns- og Möðrudalsöræfum verði lokað, sömuleiðis Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag og Herjólfur hefur ekki siglt á milli lands og Eyja. Síðdegis á verulega að draga úr vindi suðvestanlands og upp úr miðnætti er búist við að veðrið gangi norðaustur af landinu. Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23 Farþegar beðnir um að fylgjast vel með: Fundað um stöðu mála WOW Air hefur aflýst flugi til New York og býst við seinkunum seinnipartinn. 24. febrúar 2017 11:49 Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02 Rúta með rúmlega 50 farþega fór út af við Vík Engin slys á fólki en rútan við það að fara á hliðina. 24. febrúar 2017 10:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Forvarnir björgunarsveita og Vegagerðarinnar virðast hafa skilað árangri, segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Sendar voru út viðvaranir á þrjú þúsund viðbragðsaðila í gær vegna veðursins sem nú gengur yfir landið. Þorsteinn segir ferðamannastaði flesta nánast tóma. „Viðbúnaður okkar hófst í raun og veru í gær þegar við sendum upplýsingar á þrjú þúsund ferðaþjónustuaðila til að vara við því sem myndi ganga yfir í dag. Það virðist hafa borið árangur,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. „Við erum að heyra það að ferðamannastaðir hérna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins séu nánast tómir, þannig að þessi forvörn hefur sannarlega skilað sér. Eins líka hjá Vegagerðinni þegar þeir voru að tilkynna um fyrirhugaðar lokaðir í gær þannig að þetta hefur haft þau áhrif að fólk er minna á ferðinni en ella.“ Þorsteinn segir fokútköllin hafa byrjað strax í morgun. Björgunarsveitir séu allar í viðbragðsstöðu og margar hverjar þegar komnar út. „Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður eftir hádegi því þá á veðrið að vera verst hérna á höfuðborgarsvæðinu. Svo á heldur að ganga niður svona um eða upp úr miðjum degi en okkar fólk er á vaktinni til að hjálpa ef kallið kemur.“ Líkt og Þorsteinn bendir á fer veðrið nú ört versnandi á suðvesturlandi. Vitlaust veður hefur verið í dag og til að mynda fór stór rútubíll með 57 farþega og ökumann út af þjóðveginum vestan við Vík í Mýrdal um klukkan hálf tíu, en engan sakaði. Þá lentu tvær rútur í erfiðleikum á Kjalarnesi á tíunda tímanum en komust klakklaust að Klébergsskóla þar sem Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð. Jón Brynjar Birgisson frá Rauða krossinum segir að á annað hundrað manns séu þegar komnir í stöðina, farþegarnir úr rútunum og erlendir ferðamenn á bílaleigubílum, en engin slys hafa orðið. Vegagerðin hefur verið að loka vegum í morgun og fleiri vegum verður lokað eftir því sem á daginn líður. Þegar er búið að loka Hellisheiði, veginum undir Eyjafjöllum Lyngdalsheiði, um Kjalarnes og Mosfellsheiði og nú í hádeginu var Reykjanesbraut einnig lokað en þar er orðið vonsku veður. Holtavörðuheiði og Bröttubrekku verður líklega lokað um klukkan þrjú og klukkan fjögur má búast við að Mývatns- og Möðrudalsöræfum verði lokað, sömuleiðis Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag og Herjólfur hefur ekki siglt á milli lands og Eyja. Síðdegis á verulega að draga úr vindi suðvestanlands og upp úr miðnætti er búist við að veðrið gangi norðaustur af landinu.
Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23 Farþegar beðnir um að fylgjast vel með: Fundað um stöðu mála WOW Air hefur aflýst flugi til New York og býst við seinkunum seinnipartinn. 24. febrúar 2017 11:49 Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02 Rúta með rúmlega 50 farþega fór út af við Vík Engin slys á fólki en rútan við það að fara á hliðina. 24. febrúar 2017 10:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23
Farþegar beðnir um að fylgjast vel með: Fundað um stöðu mála WOW Air hefur aflýst flugi til New York og býst við seinkunum seinnipartinn. 24. febrúar 2017 11:49
Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02
Rúta með rúmlega 50 farþega fór út af við Vík Engin slys á fólki en rútan við það að fara á hliðina. 24. febrúar 2017 10:21