Trump dregur til baka tilmæli um salernisnotkun trans nemenda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2017 22:26 Donald Trump hefur hafist handa við að draga til baka margt sem gert var í stjórnartíð Barack Obama. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donald Trump hyggst draga til baka tilmæli frá alríkisstjórninni til skóla í almenningseigu, sem kveður á um að trans fólki sé leyft að nota salernisaðstöðu sem merkt er því kyngervi sem það samsamar sig með. BBC greinir frá. Tilmælin voru lögð fram af alríkisstjórninni í stjórnartíð Barack Obama og miðuðu að því að auðvelda líf trans nemenda við opinbera skóla. Þeir hafi getað valið sér að nýta sér þá salernisaðstöðu sem þeim hentaði. Slíkum tilmælum er ekki framfylgt með opinberum hætti en ríkisstjórn Obama hét því að draga úr fjárstuðningi til skóla sem ekki myndu framfylgja tilmælunum. Gagnrýnendur þessa tilmæla héldu því fram að með þessu væri alríkisstjórnin að ógna einkalífi og öryggi annarra nemenda. Í máli Sean Spicer, talsmanns Hvíta hússins, kom fram að forsetinn teldi að mál líkt og þessi ættu að vera á höndum yfirvalda í hverju fylki og að þau ættu að taka ákvarðanir um salernisaðstöðu í opinberum skólum en ekki alríkisstjórnin. Forsetinn hafði áður sagt í kosningabaráttu sinni að hann teldi að trans nemendur ættu að geta notað það salerni sem „þeim þætti henta sér“ en skipti um skoðun eftir gagnrýni innan Repúblikanaflokksins. Ákvörðun forsetans hefur ýmist verið fagnað eða hún gagnrýnd innan Bandaríkjanna. „Dætur okkar ættu aldrei að þurfa að deila einkarými með karlkyns bekkjarfélögum sínum, jafnvel þó að þessir ungu menn séu að glíma við þessi vandamál,“ sagði Vicki Wilson, meðlimur í baráttusamtökum fyrir einrúmi nemenda. Á sama tíma sagði forseti bandarísku kennarasamtakanna Randi Weingarten að ákvörðun forsetans væri skref aftur á bak, í réttindum trans fólks. „Með því að draga til baka þessa vörn, hefur Trump stjórnin ógnað öryggi okkar viðkvæmustu barna. Að draga þessi tilmæli til baka segir trans krökkum að það sé í lagi ríkisstjórnarinnar vegna að þeim sé strítt og að þau séu áreitt í skólanum fyrir að vera trans.“ Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump hyggst draga til baka tilmæli frá alríkisstjórninni til skóla í almenningseigu, sem kveður á um að trans fólki sé leyft að nota salernisaðstöðu sem merkt er því kyngervi sem það samsamar sig með. BBC greinir frá. Tilmælin voru lögð fram af alríkisstjórninni í stjórnartíð Barack Obama og miðuðu að því að auðvelda líf trans nemenda við opinbera skóla. Þeir hafi getað valið sér að nýta sér þá salernisaðstöðu sem þeim hentaði. Slíkum tilmælum er ekki framfylgt með opinberum hætti en ríkisstjórn Obama hét því að draga úr fjárstuðningi til skóla sem ekki myndu framfylgja tilmælunum. Gagnrýnendur þessa tilmæla héldu því fram að með þessu væri alríkisstjórnin að ógna einkalífi og öryggi annarra nemenda. Í máli Sean Spicer, talsmanns Hvíta hússins, kom fram að forsetinn teldi að mál líkt og þessi ættu að vera á höndum yfirvalda í hverju fylki og að þau ættu að taka ákvarðanir um salernisaðstöðu í opinberum skólum en ekki alríkisstjórnin. Forsetinn hafði áður sagt í kosningabaráttu sinni að hann teldi að trans nemendur ættu að geta notað það salerni sem „þeim þætti henta sér“ en skipti um skoðun eftir gagnrýni innan Repúblikanaflokksins. Ákvörðun forsetans hefur ýmist verið fagnað eða hún gagnrýnd innan Bandaríkjanna. „Dætur okkar ættu aldrei að þurfa að deila einkarými með karlkyns bekkjarfélögum sínum, jafnvel þó að þessir ungu menn séu að glíma við þessi vandamál,“ sagði Vicki Wilson, meðlimur í baráttusamtökum fyrir einrúmi nemenda. Á sama tíma sagði forseti bandarísku kennarasamtakanna Randi Weingarten að ákvörðun forsetans væri skref aftur á bak, í réttindum trans fólks. „Með því að draga til baka þessa vörn, hefur Trump stjórnin ógnað öryggi okkar viðkvæmustu barna. Að draga þessi tilmæli til baka segir trans krökkum að það sé í lagi ríkisstjórnarinnar vegna að þeim sé strítt og að þau séu áreitt í skólanum fyrir að vera trans.“
Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira