Svipmynd Markaðarins: Hugleiðir með appi og stundar jóga daglega Haraldur Guðmundsson skrifar 19. mars 2017 13:00 Helga Hlín, lögmaður og sérfræðingur hjá Strategíu. Helga Hlín Hákonardóttir, héraðsdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og CrossFit þjálfari, hóf starfsferilinn á innlendum verðbréfamarkaði árið 1996 og starfaði næstu 17 ár á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum. Árið 2013 stofnaði hún ásamt fleirum ráðgjafarfyrirtækið Strategíu. Helga Hlín hefur gegnt fjölbreyttum stjórnarstörfum um árabil og situr m.a. í stjórnum WOW, Festar/Krónunnar og VÍS, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég læt nú fátt koma mér á óvart úr þessu, en ég verð að viðurkenna að ég er enn þá furðu lostin yfir því að Trump hafi raunverulega tekið við embætti forseta Bandaríkjanna og er þar af leiðandi mjög hugsandi yfir því hvaða áhrif sá atburður á eftir að hafa á mannkynssöguna.Hvaða app notarðu mest? Fyrir utan þessi klassísku sem „allir“ nota þá hugleiði ég daglega með Calm hugleiðsluappinu. Svo gaf Unnar, maðurinn minn, mér Apple-úr í jólagjöf og þar nota ég helst Activity frá Under Armour fyrir æfingar og Pillow fyrir svefninn. Svo notum við Sonos-appið fyrir hátalarakerfið á heimilinu til að spila músík í tíma og ótíma.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Heimilisfólkið á það sameiginlegt að vera rúmlega meðalorkuríkt og sem betur fer eigum við sameiginleg áhugamál sem flest tengjast hreyfingu. Við stundum til að mynda öll moto-cross og ferðumst heil ósköp – bæði innanlands og utan. Á veturna eru skíðin og brettin dregin fram og hjólin og gönguskórnir á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég stunda jóga daglega áður en ég byrja daginn að ráði og svo þjálfar Unnar mig og æfir með mér í CrossFit Reykjavík fimm sinnum í viku. Fjölskyldan tekur líka reglulega free-style dansæfingar í stofunni á föstudagskvöldum. Að lokum eigum við hjónin það sameiginlegt að vera ótrúlega laus við matarfreistingar, þannig að það er tiltölulega einfalt að halda heilsu og formi með einföldum, hreinum og hollum mat.Hvernig tónlist hlustar þú á? Á æfingum er það Prodigy og Quarashi, við lestur Björk og Bebel Gilberto, Dean Martin í matarboðinu og eitísmúsík í partíinu á eftir, s.s. Blondie og Kate Bush. Á ferðalögum um landið hlustum við gjarnan á Gus Gus, Björk, Sigurrós og Mugison. Svo eru óteljandi listar á Spotify-reikningi fjölskyldunnar sem skellt er „á fóninn“ eftir stuði, stund og stað.Ertu í þínu draumastarfi? Ég hef á hverjum tíma verið í mínu draumastarfi – en um leið og mig hættir að dreyma þá hef ég breytt til. Í dag er ég hins vegar í því draumastarfi sem ég stefndi að í upphafi starfsferilsins, þ.e. að sitja í fjölbreyttum stjórnum og veita fjárfestum og stjórnendum ráðgjöf samhliða því. Í dag er ég meðeigandi hjá Strategíu og sit í nokkrum stjórnum. Verkefnin eru ótrúlega fjölbreytt og krefjandi – en um leið vega þau hvert annað upp, þ.e. ráðgjafar- og stjórnarstörfin og reynslan af hverju og einu þeirra. Algjör draumur.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. WOW Air Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Helga Hlín Hákonardóttir, héraðsdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og CrossFit þjálfari, hóf starfsferilinn á innlendum verðbréfamarkaði árið 1996 og starfaði næstu 17 ár á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum. Árið 2013 stofnaði hún ásamt fleirum ráðgjafarfyrirtækið Strategíu. Helga Hlín hefur gegnt fjölbreyttum stjórnarstörfum um árabil og situr m.a. í stjórnum WOW, Festar/Krónunnar og VÍS, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég læt nú fátt koma mér á óvart úr þessu, en ég verð að viðurkenna að ég er enn þá furðu lostin yfir því að Trump hafi raunverulega tekið við embætti forseta Bandaríkjanna og er þar af leiðandi mjög hugsandi yfir því hvaða áhrif sá atburður á eftir að hafa á mannkynssöguna.Hvaða app notarðu mest? Fyrir utan þessi klassísku sem „allir“ nota þá hugleiði ég daglega með Calm hugleiðsluappinu. Svo gaf Unnar, maðurinn minn, mér Apple-úr í jólagjöf og þar nota ég helst Activity frá Under Armour fyrir æfingar og Pillow fyrir svefninn. Svo notum við Sonos-appið fyrir hátalarakerfið á heimilinu til að spila músík í tíma og ótíma.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Heimilisfólkið á það sameiginlegt að vera rúmlega meðalorkuríkt og sem betur fer eigum við sameiginleg áhugamál sem flest tengjast hreyfingu. Við stundum til að mynda öll moto-cross og ferðumst heil ósköp – bæði innanlands og utan. Á veturna eru skíðin og brettin dregin fram og hjólin og gönguskórnir á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég stunda jóga daglega áður en ég byrja daginn að ráði og svo þjálfar Unnar mig og æfir með mér í CrossFit Reykjavík fimm sinnum í viku. Fjölskyldan tekur líka reglulega free-style dansæfingar í stofunni á föstudagskvöldum. Að lokum eigum við hjónin það sameiginlegt að vera ótrúlega laus við matarfreistingar, þannig að það er tiltölulega einfalt að halda heilsu og formi með einföldum, hreinum og hollum mat.Hvernig tónlist hlustar þú á? Á æfingum er það Prodigy og Quarashi, við lestur Björk og Bebel Gilberto, Dean Martin í matarboðinu og eitísmúsík í partíinu á eftir, s.s. Blondie og Kate Bush. Á ferðalögum um landið hlustum við gjarnan á Gus Gus, Björk, Sigurrós og Mugison. Svo eru óteljandi listar á Spotify-reikningi fjölskyldunnar sem skellt er „á fóninn“ eftir stuði, stund og stað.Ertu í þínu draumastarfi? Ég hef á hverjum tíma verið í mínu draumastarfi – en um leið og mig hættir að dreyma þá hef ég breytt til. Í dag er ég hins vegar í því draumastarfi sem ég stefndi að í upphafi starfsferilsins, þ.e. að sitja í fjölbreyttum stjórnum og veita fjárfestum og stjórnendum ráðgjöf samhliða því. Í dag er ég meðeigandi hjá Strategíu og sit í nokkrum stjórnum. Verkefnin eru ótrúlega fjölbreytt og krefjandi – en um leið vega þau hvert annað upp, þ.e. ráðgjafar- og stjórnarstörfin og reynslan af hverju og einu þeirra. Algjör draumur.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
WOW Air Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira