Pétur Marinó: Menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2017 19:30 Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban í London. Það eru tíu mánuðir síðan Gunnar Nelson pakkaði Rússanum Albert Tumenov saman í Rotterdam. Vegna meiðsla gat Gunnar ekki barist aftur eins og til stóð í Dyflinni í nóvember á síðasta ári en nú er komið að því. Gunnar Nelson stígur aftur inn í búrið í O2-Höllinni í London á laugardagskvöldið. Þrátt fyrir að reyna fékk Gunnar ekki bardaga á móti manni á topplistanum í veltivigtinni en mótherjinn, Alan Jouban, er á mikilli uppleið - búinn að vinna þrjá bardaga í röð. Bandaríkjamaðurinn getur látið heiminn vita af sér með sigri á okkar manni en hvað er það sem Gunnar fær út úr þessum bardaga? „Fyrst og fremst minnir hann á sig. Það er langt síðan hann hefur barist og þetta er fínt tækifæri fyrir hann að berjast og sýna öllum hvað hann getur því menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa,“ segir Pétur Marinó Jónsson, aðalsérfræðingur 365 um MMA og lýsandi UFC á Stöð 2 Sport. „Það er betra að klára þetta því hann hefur klárað svo marga bardaga. Það er helsta ástæðan fyrir því að hann er svona ofarlega á styrkleikalistanum. Þó hann hafi ekki unnið stór nöfn þá er hann að klára þessa gaura og ef hann heldur því áfram verður það bara enn ein fjöðurinn í hattinn hans.“ Þrátt fyrir að Jouban sé á uppleið segir Pétur það alveg klárt hver á að vinna bardagann. „Gunni. Hann á að klára hann í gólfinu. Gunni er frábær svartbeltingur í gólfinu. Hann er með brúnt belti í jiu-jitsu sem er mjög gott. Það er samt munur á að vera góður í gólfinu og að vera heimsklassa glímumaður eins og Gunni er þannig Gunni á að taka þetta,“ segir Pétur Marinó Jónsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). MMA Tengdar fréttir Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00 Áhugaverð greining á bardaga Gunnars og Jouban Í þættinum UFC Breakdown með John Gooden, Dan Hardy og John Peet er skemmtileg úttekt á bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban sem mætast um næstu helgi. 14. mars 2017 11:30 Gunnar Nelson mættur til London Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Alan Jouban í O2-höllinni í Lundúnum. 14. mars 2017 16:00 Jouban: Biðin í búningsklefanum er hrikalega erfið Í nýju innslagi frá UFC er hægt að kynnast næsta andstæðingi Gunnars Nelson, Alan Jouban, betur. 14. mars 2017 14:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sjá meira
Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban í London. Það eru tíu mánuðir síðan Gunnar Nelson pakkaði Rússanum Albert Tumenov saman í Rotterdam. Vegna meiðsla gat Gunnar ekki barist aftur eins og til stóð í Dyflinni í nóvember á síðasta ári en nú er komið að því. Gunnar Nelson stígur aftur inn í búrið í O2-Höllinni í London á laugardagskvöldið. Þrátt fyrir að reyna fékk Gunnar ekki bardaga á móti manni á topplistanum í veltivigtinni en mótherjinn, Alan Jouban, er á mikilli uppleið - búinn að vinna þrjá bardaga í röð. Bandaríkjamaðurinn getur látið heiminn vita af sér með sigri á okkar manni en hvað er það sem Gunnar fær út úr þessum bardaga? „Fyrst og fremst minnir hann á sig. Það er langt síðan hann hefur barist og þetta er fínt tækifæri fyrir hann að berjast og sýna öllum hvað hann getur því menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa,“ segir Pétur Marinó Jónsson, aðalsérfræðingur 365 um MMA og lýsandi UFC á Stöð 2 Sport. „Það er betra að klára þetta því hann hefur klárað svo marga bardaga. Það er helsta ástæðan fyrir því að hann er svona ofarlega á styrkleikalistanum. Þó hann hafi ekki unnið stór nöfn þá er hann að klára þessa gaura og ef hann heldur því áfram verður það bara enn ein fjöðurinn í hattinn hans.“ Þrátt fyrir að Jouban sé á uppleið segir Pétur það alveg klárt hver á að vinna bardagann. „Gunni. Hann á að klára hann í gólfinu. Gunni er frábær svartbeltingur í gólfinu. Hann er með brúnt belti í jiu-jitsu sem er mjög gott. Það er samt munur á að vera góður í gólfinu og að vera heimsklassa glímumaður eins og Gunni er þannig Gunni á að taka þetta,“ segir Pétur Marinó Jónsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
MMA Tengdar fréttir Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00 Áhugaverð greining á bardaga Gunnars og Jouban Í þættinum UFC Breakdown með John Gooden, Dan Hardy og John Peet er skemmtileg úttekt á bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban sem mætast um næstu helgi. 14. mars 2017 11:30 Gunnar Nelson mættur til London Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Alan Jouban í O2-höllinni í Lundúnum. 14. mars 2017 16:00 Jouban: Biðin í búningsklefanum er hrikalega erfið Í nýju innslagi frá UFC er hægt að kynnast næsta andstæðingi Gunnars Nelson, Alan Jouban, betur. 14. mars 2017 14:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sjá meira
Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00
Áhugaverð greining á bardaga Gunnars og Jouban Í þættinum UFC Breakdown með John Gooden, Dan Hardy og John Peet er skemmtileg úttekt á bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban sem mætast um næstu helgi. 14. mars 2017 11:30
Gunnar Nelson mættur til London Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Alan Jouban í O2-höllinni í Lundúnum. 14. mars 2017 16:00
Jouban: Biðin í búningsklefanum er hrikalega erfið Í nýju innslagi frá UFC er hægt að kynnast næsta andstæðingi Gunnars Nelson, Alan Jouban, betur. 14. mars 2017 14:30