Mikill uppgangur hjá Airbnb undanfarið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. mars 2017 07:00 Brian Chesky (til vinstri), stofnandi og framkvæmdastjóri Airbnb, á ráðstefnu í Los Angeles í nóvember. nordicphotos/AFP Leiguþjónustan Airbnb aflaði milljarðs Bandaríkjadala í nýafstaðinni fjáröflunarlotu fyrirtækisins. Er það andvirði um 108 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins til yfirvalda sem birtist í gær. Einnig kemur fram í tilkynningunni að fyrirtækið sé nú metið á 31 milljarð dala, andvirði um 3,3 billjóna íslenskra króna. Í síðustu fjáröflunarlotu fyrirtækisins aflaði fyrirtækið um fimm hundruð milljóna Bandaríkjadala þannig að ljóst er að áhugi fjárfesta hefur aukist talsvert. Frá árinu 2008 hefur alls verið fjárfest í fyrirtækinu fyrir þrjá milljarða Bandaríkjadala. Þar sem fyrirtækið er nú metið á 31 milljarð dala er það næstverðmætasta sprotafyrirtæki Bandaríkjanna á eftir Uber. Munurinn á verðmæti fyrirtækjanna er þó talsverður. Uber er metið á um 63 milljarða dala, andvirði 6,8 billjóna króna. Airbnb skilaði hagnaði í fyrsta sinn á seinni hluta síðasta árs. Forsvarsmenn Airbnb búst við því að fyrirtækið skili einnig hagnaði á þessu ári. Forsprakkar fyrirtækisins hafa þó ekki í huga að skrá fyrirtækið á markað vestanhafs á næstunni. Samkvæmt heimildarmanni Business Insider er það ekki inni í myndinni. Airbnb hyggst stækka við sig á komandi misserum. Fyrir ári sagði framkvæmdastjórinn Brian Chesky við blaðamann Bloomberg að fyrirtækið ætlaði ekki bara að miðla leigu á íbúðum. Einnig væri vilji fyrir því að hafa milligöngu um bókanir á veitingastaði, söfn, hjóla- og bílaleigur og hótel. Af því hefur hins vegar ekki orðið enn sem komið er. Í vikunni sem er að líða birti Íslandsbanki skýrslu um ferðaþjónustuna á Íslandi. Kom þar fram að Airbnb ætti stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þáttur Airbnb í hækkandi verði hefur orðið til þess að raddir hafi heyrst um að banna ætti þjónustuna hérlendis. Fyrirtækið mætir þó mótstöðu annars staðar en á Íslandi. Þannig sagði Tomás Regalado, borgarstjóri Miami-borgar í Bandaríkjunum, á fimmtudag að hann vildi að borgaryfirvöld beittu sér gegn þeim sem leigðu íbúðir sínar út til ferðamanna í gegnum þjónustu Airbnb. Ólöglegt er að leigja íbúðir í staka daga eða vikur samkvæmt lögum borgarinnar. „Öflugir þrýstihópar sem tala máli Airbnb munu reyna að sannfæra okkur um að við getum komist að samkomulagi. Að þetta fólk sé gott fyrir viðskiptalífið í borginni,“ sagði Regalado og bætti því við að leigjendur Airbnb-íbúða skapi ókyrrð í rólegri hverfum borgarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Leiguþjónustan Airbnb aflaði milljarðs Bandaríkjadala í nýafstaðinni fjáröflunarlotu fyrirtækisins. Er það andvirði um 108 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins til yfirvalda sem birtist í gær. Einnig kemur fram í tilkynningunni að fyrirtækið sé nú metið á 31 milljarð dala, andvirði um 3,3 billjóna íslenskra króna. Í síðustu fjáröflunarlotu fyrirtækisins aflaði fyrirtækið um fimm hundruð milljóna Bandaríkjadala þannig að ljóst er að áhugi fjárfesta hefur aukist talsvert. Frá árinu 2008 hefur alls verið fjárfest í fyrirtækinu fyrir þrjá milljarða Bandaríkjadala. Þar sem fyrirtækið er nú metið á 31 milljarð dala er það næstverðmætasta sprotafyrirtæki Bandaríkjanna á eftir Uber. Munurinn á verðmæti fyrirtækjanna er þó talsverður. Uber er metið á um 63 milljarða dala, andvirði 6,8 billjóna króna. Airbnb skilaði hagnaði í fyrsta sinn á seinni hluta síðasta árs. Forsvarsmenn Airbnb búst við því að fyrirtækið skili einnig hagnaði á þessu ári. Forsprakkar fyrirtækisins hafa þó ekki í huga að skrá fyrirtækið á markað vestanhafs á næstunni. Samkvæmt heimildarmanni Business Insider er það ekki inni í myndinni. Airbnb hyggst stækka við sig á komandi misserum. Fyrir ári sagði framkvæmdastjórinn Brian Chesky við blaðamann Bloomberg að fyrirtækið ætlaði ekki bara að miðla leigu á íbúðum. Einnig væri vilji fyrir því að hafa milligöngu um bókanir á veitingastaði, söfn, hjóla- og bílaleigur og hótel. Af því hefur hins vegar ekki orðið enn sem komið er. Í vikunni sem er að líða birti Íslandsbanki skýrslu um ferðaþjónustuna á Íslandi. Kom þar fram að Airbnb ætti stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þáttur Airbnb í hækkandi verði hefur orðið til þess að raddir hafi heyrst um að banna ætti þjónustuna hérlendis. Fyrirtækið mætir þó mótstöðu annars staðar en á Íslandi. Þannig sagði Tomás Regalado, borgarstjóri Miami-borgar í Bandaríkjunum, á fimmtudag að hann vildi að borgaryfirvöld beittu sér gegn þeim sem leigðu íbúðir sínar út til ferðamanna í gegnum þjónustu Airbnb. Ólöglegt er að leigja íbúðir í staka daga eða vikur samkvæmt lögum borgarinnar. „Öflugir þrýstihópar sem tala máli Airbnb munu reyna að sannfæra okkur um að við getum komist að samkomulagi. Að þetta fólk sé gott fyrir viðskiptalífið í borginni,“ sagði Regalado og bætti því við að leigjendur Airbnb-íbúða skapi ókyrrð í rólegri hverfum borgarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira