Skotsilfur Markaðarins: Spariféð í sveitina og sjóðirnir skoða næsta leik Ritstjórn Markaðarins skrifar 24. mars 2017 13:00 Nokkrir nafntogaðir einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu eru óánægðir með sölu á 30 prósentum í Arion banka og ætla að færa bankaviðskipti sín til þeirra fjögurra sparisjóða sem eftir eru. Áður en þeir keyra sparifé sitt í næsta útibú á Hólmavík, eða í 233 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík, ættu þeir að glugga í þriggja ára gamla skýrslu um erfiðleika og fall sparisjóðanna, kynna sér sögu Spron eða yfirstandandi rannsókn héraðssaksóknara á því hvernig AFL-sparisjóður á Siglufirði virðist hafa verið holaður að innan. Það hafa nefnilega ekki allir sparisjóðir verið reknir eins og Sparisjóður Suður-Þingeyinga þar sem Ari Teitsson ræður ríkjum.Jón Eggert hættur hjá Kviku Það kvarnaðist enn frekar úr hópi verðbréfamiðlara í markaðsviðskiptum Kviku banka í vikunni þegar Jón Eggert Hallsson sagði upp störfum í fyrradag. Hann var ráðinn til Straums fyrir tveimur árum sem sameinaðist skömmu síðar MP banka undir nafninu Kvika. Jón Eggert er annar miðlarinn sem lætur af störfum hjá Kviku á skömmum tíma en undir lok síðasta árs hætti Sigurður Hreiðar Jónsson hjá bankanum og stofnaði félagið Kletta Capital, sem annast eignastýringu fyrir hönd viðskiptavina, ásamt Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni.Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður og ráðgjafi lífeyrissjóðanna.Skoða næsta leik Eftir viðræður við Kaupþing – með mislöngum hléum – í vel á annað ár er orðið ljóst að ekkert verður af kaupum lífeyrissjóðanna á hlut í Arion banka í lokuðu útboði. Þórarinn V. Þórarinsson, ráðgjafi sjóðanna, sagði í gær að það hefði vakið undrun hversu stór hlutur var seldur til erlendra fjárfesta og að Kaupþing hefði núna slitið öllum samningaviðræðum við sjóðina sem hefðu „varið miklum tíma og töluverðum kostnaði í að undirbúa þessi kaup“. Það kæmi því ekki á óvart ef sjóðirnir skoði nú að fara fram á að Kaupþing bæti þeim upp ráðgjafarkostnað sem til hefur fallið vegna viðræðnanna.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Nokkrir nafntogaðir einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu eru óánægðir með sölu á 30 prósentum í Arion banka og ætla að færa bankaviðskipti sín til þeirra fjögurra sparisjóða sem eftir eru. Áður en þeir keyra sparifé sitt í næsta útibú á Hólmavík, eða í 233 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík, ættu þeir að glugga í þriggja ára gamla skýrslu um erfiðleika og fall sparisjóðanna, kynna sér sögu Spron eða yfirstandandi rannsókn héraðssaksóknara á því hvernig AFL-sparisjóður á Siglufirði virðist hafa verið holaður að innan. Það hafa nefnilega ekki allir sparisjóðir verið reknir eins og Sparisjóður Suður-Þingeyinga þar sem Ari Teitsson ræður ríkjum.Jón Eggert hættur hjá Kviku Það kvarnaðist enn frekar úr hópi verðbréfamiðlara í markaðsviðskiptum Kviku banka í vikunni þegar Jón Eggert Hallsson sagði upp störfum í fyrradag. Hann var ráðinn til Straums fyrir tveimur árum sem sameinaðist skömmu síðar MP banka undir nafninu Kvika. Jón Eggert er annar miðlarinn sem lætur af störfum hjá Kviku á skömmum tíma en undir lok síðasta árs hætti Sigurður Hreiðar Jónsson hjá bankanum og stofnaði félagið Kletta Capital, sem annast eignastýringu fyrir hönd viðskiptavina, ásamt Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni.Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður og ráðgjafi lífeyrissjóðanna.Skoða næsta leik Eftir viðræður við Kaupþing – með mislöngum hléum – í vel á annað ár er orðið ljóst að ekkert verður af kaupum lífeyrissjóðanna á hlut í Arion banka í lokuðu útboði. Þórarinn V. Þórarinsson, ráðgjafi sjóðanna, sagði í gær að það hefði vakið undrun hversu stór hlutur var seldur til erlendra fjárfesta og að Kaupþing hefði núna slitið öllum samningaviðræðum við sjóðina sem hefðu „varið miklum tíma og töluverðum kostnaði í að undirbúa þessi kaup“. Það kæmi því ekki á óvart ef sjóðirnir skoði nú að fara fram á að Kaupþing bæti þeim upp ráðgjafarkostnað sem til hefur fallið vegna viðræðnanna.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira