„Algerlega óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standa þarna bakvið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. mars 2017 15:35 Benedikt Jóhannesson Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það óviðunandi ef ekki verður upplýst um endanlega eigendur þeirra 30 prósenta í Arion Banka sem erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt. Vísir greindi frá því í gær að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafa keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir söluna á Kaupþing, í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil ehf., 57,9 prósenta hlut í Arion banka. Enginn hluturinn er meiri en 9,99 prósent, en til að teljast virkur eignarhlutur þarf hann að vera 10 prósent. „Þessi tala er væntanlega ekki tilviljun, að eignarhluturinn miðast við hana,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Þar beindi hún fyrirspurn sinni til fjármálaráðherra. Hún spurði meðal annars hvort að hann teldi rétt að meta kaupendurna saman, því þeir virðist vera að vinna saman. Hún spurði jafnframt hvort fjármálaráðuneytið hafi farið yfir gengið sem hluturinn fer á, hvort það sé yfir 0,8 krónur á hvern keyptan hlut, og hvort ríkið gæti þannig nýtt sér forkaupsrétt sinn og að lokum spurði Katrín hvað ráðherra hygðist gera til að upplýsa um endanlegt eignarhald á þeim hlutum sem hafa verið keyptir.Ólíklega tilviljun „Ég tek undir það að það er mjög ólíklegt að talan 9,99 sé tilviljun og ég vil líka taka undir það að það er afar mikilvægt að vita um það hverjir eru endanlegir eigendur, hverjir eiga þessa sjóði sem um ræðir,“ sagði Benedikt. „Nú er rétt að upplýsa að það er ekki fjármálaráðuneytið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut heldur er það fjármálaeftirlitið og það fer eftir reglum þar um. Það er hins vegar þannig að þó að almenna reglan sé að það sé miðað við 10 prósent eignarhald þá getur fjármálaeftirlitið, ef eignarhald er til dæmis dreift, horft á aðila sem eiga verulegan eignarhlut eða eignarhlut sem er líklegur til að vera ráðandi sérstaklega, þó tölunni 10 prósent sé ekki náð.“Mjög nálægt 0,8 Hann sagði jafnframt að að hann teldi eðlilegt að upplýsa um endanlega eigendur. „Ég tel það það sé afar mikilvægt að það sé farið yfir þetta og það sé farið yfir þetta í samræmi við reglur. Mér er ekki kunnugt um að þessir aðilar séu tengdir aðilar í skilningi neinna laga en mér skilst að þetta séu mismunandi sjóðir. Fjármálaeftirlitið hefur upplýsingar um það að gengið í þessum viðskiptum séu yfir þessu gengi 0.8 þannig að ég tel það sé ekki ástæða til að efast um þær upplýsingar. Það hefur komið fram að það er mín skoðun að það eigi að upplýsa um endanlega eigendur.“ Benedikt sagðist jafnframt hafa þær upplýsingar að gengið á sölunni væri yfir 0,8 en þó mjög nálægt því. „Enn og aftur [...] það er fjármálaeftirlitið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut. En ég held að það sé afar mikilvægt og ég hef haft samband við forstjóra fjármálaeftirlitsins að það upplýsist hverjir eru eigendur þessara hluta, hinir endanlegu eigendur og það komi fram. Því ég tel það algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við.“ Alþingi Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það óviðunandi ef ekki verður upplýst um endanlega eigendur þeirra 30 prósenta í Arion Banka sem erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt. Vísir greindi frá því í gær að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafa keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir söluna á Kaupþing, í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil ehf., 57,9 prósenta hlut í Arion banka. Enginn hluturinn er meiri en 9,99 prósent, en til að teljast virkur eignarhlutur þarf hann að vera 10 prósent. „Þessi tala er væntanlega ekki tilviljun, að eignarhluturinn miðast við hana,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Þar beindi hún fyrirspurn sinni til fjármálaráðherra. Hún spurði meðal annars hvort að hann teldi rétt að meta kaupendurna saman, því þeir virðist vera að vinna saman. Hún spurði jafnframt hvort fjármálaráðuneytið hafi farið yfir gengið sem hluturinn fer á, hvort það sé yfir 0,8 krónur á hvern keyptan hlut, og hvort ríkið gæti þannig nýtt sér forkaupsrétt sinn og að lokum spurði Katrín hvað ráðherra hygðist gera til að upplýsa um endanlegt eignarhald á þeim hlutum sem hafa verið keyptir.Ólíklega tilviljun „Ég tek undir það að það er mjög ólíklegt að talan 9,99 sé tilviljun og ég vil líka taka undir það að það er afar mikilvægt að vita um það hverjir eru endanlegir eigendur, hverjir eiga þessa sjóði sem um ræðir,“ sagði Benedikt. „Nú er rétt að upplýsa að það er ekki fjármálaráðuneytið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut heldur er það fjármálaeftirlitið og það fer eftir reglum þar um. Það er hins vegar þannig að þó að almenna reglan sé að það sé miðað við 10 prósent eignarhald þá getur fjármálaeftirlitið, ef eignarhald er til dæmis dreift, horft á aðila sem eiga verulegan eignarhlut eða eignarhlut sem er líklegur til að vera ráðandi sérstaklega, þó tölunni 10 prósent sé ekki náð.“Mjög nálægt 0,8 Hann sagði jafnframt að að hann teldi eðlilegt að upplýsa um endanlega eigendur. „Ég tel það það sé afar mikilvægt að það sé farið yfir þetta og það sé farið yfir þetta í samræmi við reglur. Mér er ekki kunnugt um að þessir aðilar séu tengdir aðilar í skilningi neinna laga en mér skilst að þetta séu mismunandi sjóðir. Fjármálaeftirlitið hefur upplýsingar um það að gengið í þessum viðskiptum séu yfir þessu gengi 0.8 þannig að ég tel það sé ekki ástæða til að efast um þær upplýsingar. Það hefur komið fram að það er mín skoðun að það eigi að upplýsa um endanlega eigendur.“ Benedikt sagðist jafnframt hafa þær upplýsingar að gengið á sölunni væri yfir 0,8 en þó mjög nálægt því. „Enn og aftur [...] það er fjármálaeftirlitið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut. En ég held að það sé afar mikilvægt og ég hef haft samband við forstjóra fjármálaeftirlitsins að það upplýsist hverjir eru eigendur þessara hluta, hinir endanlegu eigendur og það komi fram. Því ég tel það algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við.“
Alþingi Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira