Lewis Hamilton á ráspól í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. apríl 2017 08:05 Lewis Hamilton var fljótastur í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir kínverska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji, einum þúsundasta á eftir Vettel. Eftir nánast engar föstudagsæfignar fengu ökumenn og lið að spreyta sig á þurri þriðju æfingu í morgun. Liðin voru því að reyna að stilla bílunum almennilega upp ásamt því að reyna að setja góðan tíma í tímatökunni.Fyrsta lota Ferrari menn komu út á mjúkum dekkjum, öfugt við alla aðra sem voru á ofur-mjúkum strax í upphafi. Vettel setti hraðasta tímann í fyrstu tilraun og Raikkonen þann þriðja hraðasta en Hamilton á Mercedes var á milli þeirra eftir að allir höfðu sett einn tímatökuhring að minnsta kosti. Antonio Giovanizzi missti stjórn á bílnum þegar tíminn hafði klárast í fyrstu lotu. Sauber bíll Giovanizzi fór illa út úr árekstrinum við varnarvegg og því gat hann ekki tekið þátt í annarri lotu þótt hann hafi komist áfram. Í fyrstu lotu duttu út; Esteban Ocon á Force India, Max Verstappen á Red Bull sem var að glíma við vélavandræði, Jolyon Palmer á Renault, Romain Grosjean á Haas sem snéri bílnum á og missti taktinn í tímatökunni og Stoffel Vandoorne á McLaren sem var um 15 km/klst hægari en fljótustu bílarnir við lok lengsta beina kafla brautarinnar.Antonio Giovinazzi undir lok fyrstu lotu.Vísir/GettyÖnnur lota Vettel var fljótastur efstu manna þegar þeir höfðu sett einn tímatökuhring, Mercedes menn klufu Ferrari í tvennt og Raikkonen fjórði. Munurinn á Vettel og Hamilton var ekki nema 0,015 eftir fyrstu tilraun. Kimi Raikkonen og Vettel settu svo annan brautartíma og Raikkonen endaði 0,2 sekúndum fljótari en Vettel á toppnum í annarri lotu. Í annarri lotu duttu út; Giovinazzi og Marcus Ericsson á Sauber, Fernando Alonso á McLaren, Kevin Magnussen á Haas og Carlos Sainz á Toro Rosso.Þriðja lota Eftir fyrstu tilraun efstu manna var Hamilton fljótastur, Vettel var annar og Valtteri Bottas þriðji. Raikkonen var fjórði og Daniel Ricciardo var fimmti. Munurinn á Vettel og Hamilton var 0,186 sekúndur. Hamilton náði sínum sjötta ráspól í Kína. Mercedes liðið er að taka þátt í 150. keppni liðsins um helgina og hefur með ráspólnum í dag náð 75 ráspólum.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Verstappen var fljótastur á fyrri æfingu í Kína | Seinni æfingu aflýst Fyrri æfingin var stöðvuð tvisvar í langan tíma en Max Verstappen tókst að fara hraðast á Red Bull bílnum á blautri brautinni. Seinni æfingunni var aflýst. 7. apríl 2017 12:30 Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir kínverska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji, einum þúsundasta á eftir Vettel. Eftir nánast engar föstudagsæfignar fengu ökumenn og lið að spreyta sig á þurri þriðju æfingu í morgun. Liðin voru því að reyna að stilla bílunum almennilega upp ásamt því að reyna að setja góðan tíma í tímatökunni.Fyrsta lota Ferrari menn komu út á mjúkum dekkjum, öfugt við alla aðra sem voru á ofur-mjúkum strax í upphafi. Vettel setti hraðasta tímann í fyrstu tilraun og Raikkonen þann þriðja hraðasta en Hamilton á Mercedes var á milli þeirra eftir að allir höfðu sett einn tímatökuhring að minnsta kosti. Antonio Giovanizzi missti stjórn á bílnum þegar tíminn hafði klárast í fyrstu lotu. Sauber bíll Giovanizzi fór illa út úr árekstrinum við varnarvegg og því gat hann ekki tekið þátt í annarri lotu þótt hann hafi komist áfram. Í fyrstu lotu duttu út; Esteban Ocon á Force India, Max Verstappen á Red Bull sem var að glíma við vélavandræði, Jolyon Palmer á Renault, Romain Grosjean á Haas sem snéri bílnum á og missti taktinn í tímatökunni og Stoffel Vandoorne á McLaren sem var um 15 km/klst hægari en fljótustu bílarnir við lok lengsta beina kafla brautarinnar.Antonio Giovinazzi undir lok fyrstu lotu.Vísir/GettyÖnnur lota Vettel var fljótastur efstu manna þegar þeir höfðu sett einn tímatökuhring, Mercedes menn klufu Ferrari í tvennt og Raikkonen fjórði. Munurinn á Vettel og Hamilton var ekki nema 0,015 eftir fyrstu tilraun. Kimi Raikkonen og Vettel settu svo annan brautartíma og Raikkonen endaði 0,2 sekúndum fljótari en Vettel á toppnum í annarri lotu. Í annarri lotu duttu út; Giovinazzi og Marcus Ericsson á Sauber, Fernando Alonso á McLaren, Kevin Magnussen á Haas og Carlos Sainz á Toro Rosso.Þriðja lota Eftir fyrstu tilraun efstu manna var Hamilton fljótastur, Vettel var annar og Valtteri Bottas þriðji. Raikkonen var fjórði og Daniel Ricciardo var fimmti. Munurinn á Vettel og Hamilton var 0,186 sekúndur. Hamilton náði sínum sjötta ráspól í Kína. Mercedes liðið er að taka þátt í 150. keppni liðsins um helgina og hefur með ráspólnum í dag náð 75 ráspólum.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Verstappen var fljótastur á fyrri æfingu í Kína | Seinni æfingu aflýst Fyrri æfingin var stöðvuð tvisvar í langan tíma en Max Verstappen tókst að fara hraðast á Red Bull bílnum á blautri brautinni. Seinni æfingunni var aflýst. 7. apríl 2017 12:30 Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Verstappen var fljótastur á fyrri æfingu í Kína | Seinni æfingu aflýst Fyrri æfingin var stöðvuð tvisvar í langan tíma en Max Verstappen tókst að fara hraðast á Red Bull bílnum á blautri brautinni. Seinni æfingunni var aflýst. 7. apríl 2017 12:30
Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30
Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15