Kunnugleg meðul Stjórnarmaðurinn skrifar 9. apríl 2017 11:00 Krónan gamla er nú með allra sterkasta móti og raunar kannski ekki teikn um annað en hún haldi áfram að styrkjast til skamms tíma. Á Íslandi ríkir meiri hagvöxtur en í flestum ef ekki öllum samanburðarlöndum, skuldsetning ríkissjóðs er lítil og fer minnkandi og ferðamenn halda áfram að streyma til landsins. Seðlabankinn hefur staðið í miklum og fordæmalausum gjaldeyriskaupum til að stemma stigu við styrkingu krónunnar. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja: fjármagnshöft hafa verið afnumin og auknar álögur boðaðar á ferðamannaiðnaðinn. Fjármálaráðherra hefur meira að segja látið hafa eftir sér að lífeyrissjóðunum verði gert að fjárfesta erlendis í auknum mæli með hreinu valdboði. Allt hefur hins vegar komið fyrir ekki. Á meðan heyrist gamalkunnugt harmakvein frá útgerðinni. HB Grandi hótar að hætta framleiðslu á Akranesi og bæjarstjórinn telur að lausnin sé að Reykvíkingar og aðrir eigendur Faxaflóahafna niðurgreiði starfsemina. Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka útgerðarinnar telur að svo geti farið að útgerðirnar neyðist til að flytja vinnsluna úr landi – þótt svo virðist raunar sem lög girði fyrir slíkar hrókeringar. Útgerðin hefur þó sem fyrr ekki yfirsýn til að benda á hið raunverulega vandamál – gjaldmiðilinn. Krónan hefur svo lengi sem elstu menn muna sveiflast ótæpilega og gert það allt að því ómögulegt að gera áætlanir til lengri tíma. Útgerðin hefur alltaf tekið ávinninginn sem fylgir veikri krónu og stungið honum í vasann, þegar krónan styrkist hefur svo verið treyst á að vinveitt stjórnvöld felli gengið. Fjármálaráðherra má hins vegar eiga það, ólíkt frænda sínum í forsætisráðuneytinu, að hann lokar ekki augunum fyrir þeim ókostum sem fylgja krónunni. Hann hefur á síðustu dögum mælt fyrir því að Íslendingar taki upp annan gjaldmiðil, t.d. evru eða sterlingspund. Hugmyndir flokks hans, Viðreisnar, um myntráð eru sömuleiðis góðra gjalda verðar. Sterk króna hefur það einfaldlega í för með sér að erfitt verður fyrir íslenska framleiðslu að standast alþjóðlega samkeppni. Til þess verður hún of dýr. Varanlega sterk króna gæti þýtt að eðlilegt skref væri að flytja framleiðslu úr landi. Réttast væri fyrir sjávarútveginn að taka fjármálaráðherra til fyrirmyndar og horfa til varanlegra lausna á gjaldmiðilsklípu okkar Íslendinga, frekar en að hengja sig á gamaldags skammtímalausnir sem að endingu kosta almenning í landinu bæði lífskjör og beinhart skattfé. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Krónan gamla er nú með allra sterkasta móti og raunar kannski ekki teikn um annað en hún haldi áfram að styrkjast til skamms tíma. Á Íslandi ríkir meiri hagvöxtur en í flestum ef ekki öllum samanburðarlöndum, skuldsetning ríkissjóðs er lítil og fer minnkandi og ferðamenn halda áfram að streyma til landsins. Seðlabankinn hefur staðið í miklum og fordæmalausum gjaldeyriskaupum til að stemma stigu við styrkingu krónunnar. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja: fjármagnshöft hafa verið afnumin og auknar álögur boðaðar á ferðamannaiðnaðinn. Fjármálaráðherra hefur meira að segja látið hafa eftir sér að lífeyrissjóðunum verði gert að fjárfesta erlendis í auknum mæli með hreinu valdboði. Allt hefur hins vegar komið fyrir ekki. Á meðan heyrist gamalkunnugt harmakvein frá útgerðinni. HB Grandi hótar að hætta framleiðslu á Akranesi og bæjarstjórinn telur að lausnin sé að Reykvíkingar og aðrir eigendur Faxaflóahafna niðurgreiði starfsemina. Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka útgerðarinnar telur að svo geti farið að útgerðirnar neyðist til að flytja vinnsluna úr landi – þótt svo virðist raunar sem lög girði fyrir slíkar hrókeringar. Útgerðin hefur þó sem fyrr ekki yfirsýn til að benda á hið raunverulega vandamál – gjaldmiðilinn. Krónan hefur svo lengi sem elstu menn muna sveiflast ótæpilega og gert það allt að því ómögulegt að gera áætlanir til lengri tíma. Útgerðin hefur alltaf tekið ávinninginn sem fylgir veikri krónu og stungið honum í vasann, þegar krónan styrkist hefur svo verið treyst á að vinveitt stjórnvöld felli gengið. Fjármálaráðherra má hins vegar eiga það, ólíkt frænda sínum í forsætisráðuneytinu, að hann lokar ekki augunum fyrir þeim ókostum sem fylgja krónunni. Hann hefur á síðustu dögum mælt fyrir því að Íslendingar taki upp annan gjaldmiðil, t.d. evru eða sterlingspund. Hugmyndir flokks hans, Viðreisnar, um myntráð eru sömuleiðis góðra gjalda verðar. Sterk króna hefur það einfaldlega í för með sér að erfitt verður fyrir íslenska framleiðslu að standast alþjóðlega samkeppni. Til þess verður hún of dýr. Varanlega sterk króna gæti þýtt að eðlilegt skref væri að flytja framleiðslu úr landi. Réttast væri fyrir sjávarútveginn að taka fjármálaráðherra til fyrirmyndar og horfa til varanlegra lausna á gjaldmiðilsklípu okkar Íslendinga, frekar en að hengja sig á gamaldags skammtímalausnir sem að endingu kosta almenning í landinu bæði lífskjör og beinhart skattfé.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira