Rory treystir á ráð frá Jack Nicklaus Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2017 16:00 Rory æfir á Augusta í gær en þar er hann nánast búinn að tjalda síðustu tvær vikur. vísir/getty Norður-Írinn Rory McIlroy er tilbúinn fyrir fyrsta risamót ársins í golfinu, Masters, sem hefst á morgun. Þessi magnaði kylfingur hefur æft eins og brjálæðingur fyrir mótið og er búinn að ná 99 holum á Augusta síðustu daga. Masters er eina risamótið sem hann hefur ekki unnið. Rory hefur misst þó nokkuð úr af árinu vegna meiðsla en segir að sér líði vel núna. „Mér líður mjög vel og hef æft mjög vel síðustu tíu daga. Ég er búinn að ná 99 holum hérna á tveim vikum og finnst ég vera tilbúinn í þessa áskorun,“ sagði McIlroy en hann sótti líka góð ráð til goðsagnarinnar Jack Nicklaus sem var hlutskarpastur á Masters sex sinnum á sínum ferli. „Ég hef verið að reyna of mikið á þessu móti í stað þess að halda ró minni. Jack sagði það líka við mig og það hefur líklega orðið þess valdandi að ég missti af tveimur grænum jökkum. Jack segir að völlurinn freisti manns til að taka of miklar áhættur og það verður að passa.“ Mótið verður í beinni á Golfstöðinni. Par 3 mótið er í kvöld og hefst útsending klukkan 19.00. Útsending frá mótinu sjálfu hefst svo klukkan 18.45 á morgun. Þá verður 15 mínútna kynningarþáttur áður en byrjað verður að sýna beint. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy er tilbúinn fyrir fyrsta risamót ársins í golfinu, Masters, sem hefst á morgun. Þessi magnaði kylfingur hefur æft eins og brjálæðingur fyrir mótið og er búinn að ná 99 holum á Augusta síðustu daga. Masters er eina risamótið sem hann hefur ekki unnið. Rory hefur misst þó nokkuð úr af árinu vegna meiðsla en segir að sér líði vel núna. „Mér líður mjög vel og hef æft mjög vel síðustu tíu daga. Ég er búinn að ná 99 holum hérna á tveim vikum og finnst ég vera tilbúinn í þessa áskorun,“ sagði McIlroy en hann sótti líka góð ráð til goðsagnarinnar Jack Nicklaus sem var hlutskarpastur á Masters sex sinnum á sínum ferli. „Ég hef verið að reyna of mikið á þessu móti í stað þess að halda ró minni. Jack sagði það líka við mig og það hefur líklega orðið þess valdandi að ég missti af tveimur grænum jökkum. Jack segir að völlurinn freisti manns til að taka of miklar áhættur og það verður að passa.“ Mótið verður í beinni á Golfstöðinni. Par 3 mótið er í kvöld og hefst útsending klukkan 19.00. Útsending frá mótinu sjálfu hefst svo klukkan 18.45 á morgun. Þá verður 15 mínútna kynningarþáttur áður en byrjað verður að sýna beint.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira