Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. apríl 2017 07:41 Að minnsta kosti 72 fórust í árásinni, þar af 20 börn. Vísir/AFP Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. Að minnsta kosti 72 fórust í árásinni, þar af 20 börn. Bærinn sem um ræðir er undir stjórn uppreisnarmanna. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með átökunum þar í landi, lýstu því yfir í gær að annaðhvort sýrlenski herinn eða rússneski flugherinn hefði varpað sprengjum á bæinn. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, brást við yfirlýsingu Rússa. „Öll þau gögn sem ég hef séð benda til að þetta hafi verið stjórn Assad,“ sagði Johnson og átti þá við Bashar Assad, forseta Sýrlands. Bandaríkin hafa einnig haldið því fram að sýrlensk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni en yfirvöld í Damascus vísa því á bug. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund vegna árásanna í gær að ósk Bretlands og Frakklands. Matthew Rycroft, sendiherra Bretlands við Sameinuðu þjóðirnar, sagði árásirnar ekki boða gott fyrir frið í Sýrlandi. „Þetta er greinilega stríðsglæpur og ég krefst þess að þeir meðlimir Öryggisráðsins sem hafa áður neitað að verja þá varnarlausu að endurskoða afstöðu sína.“ Sagði Rycroft við blaðamenn í New York. Þá tekur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um Sýrland sem fram fer í Brussel. Ráðstefnan, sem ber yfirskriftina „Stuðningur við framtíð Sýrlands og nágrannaríki þess“ er haldin á vegum Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Bretlandi, Katar, Kúveit, Noregs og Þýskalands. „Í ljósi þess að alþjóðasamfélagið er að koma saman á morgun til að ræða ástandið í Sýrlandi og viðbrögð við því, eru skelfilegar fréttir sem berast frá Sýrlandi um enn eina árás á óbreytta borgara; árás þar sem allt bendir til að efnavopnum hafi verið beitt,“ segir Guðlaugur Þór á vef utanríkisráðuneytisins. Sýrland Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. Að minnsta kosti 72 fórust í árásinni, þar af 20 börn. Bærinn sem um ræðir er undir stjórn uppreisnarmanna. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með átökunum þar í landi, lýstu því yfir í gær að annaðhvort sýrlenski herinn eða rússneski flugherinn hefði varpað sprengjum á bæinn. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, brást við yfirlýsingu Rússa. „Öll þau gögn sem ég hef séð benda til að þetta hafi verið stjórn Assad,“ sagði Johnson og átti þá við Bashar Assad, forseta Sýrlands. Bandaríkin hafa einnig haldið því fram að sýrlensk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni en yfirvöld í Damascus vísa því á bug. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund vegna árásanna í gær að ósk Bretlands og Frakklands. Matthew Rycroft, sendiherra Bretlands við Sameinuðu þjóðirnar, sagði árásirnar ekki boða gott fyrir frið í Sýrlandi. „Þetta er greinilega stríðsglæpur og ég krefst þess að þeir meðlimir Öryggisráðsins sem hafa áður neitað að verja þá varnarlausu að endurskoða afstöðu sína.“ Sagði Rycroft við blaðamenn í New York. Þá tekur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um Sýrland sem fram fer í Brussel. Ráðstefnan, sem ber yfirskriftina „Stuðningur við framtíð Sýrlands og nágrannaríki þess“ er haldin á vegum Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Bretlandi, Katar, Kúveit, Noregs og Þýskalands. „Í ljósi þess að alþjóðasamfélagið er að koma saman á morgun til að ræða ástandið í Sýrlandi og viðbrögð við því, eru skelfilegar fréttir sem berast frá Sýrlandi um enn eina árás á óbreytta borgara; árás þar sem allt bendir til að efnavopnum hafi verið beitt,“ segir Guðlaugur Þór á vef utanríkisráðuneytisins.
Sýrland Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00