Sverrir Þór: Hún á að vera svona góð Anton Ingi Leifsson í Borgarnesi skrifar 2. apríl 2017 21:47 Sverrir Þór Sverrisson faðmar Ariana Moorer eftir bikarúrslitaleikinn. Vísir/Andri Marinó Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sínar stelpur sem mættu í Fjósið í kvöld, unnu sannfærandi fimmtán stiga sigur á Skallagrími og jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í 1-1. „Baráttan var til fyrirmyndar. Við fráköstuðum vel og við vorum virkilega flottar í sókninni. Við vorum að taka af skarið og skila góðum körfum,” sagði ánægður Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Þetta var flott, en nú er staðan bara 1-1 og þetta er úrslitakeppnin. Nú þurfum við að fara huga að næsta leik og gera okkur klárar í hann. Við þurfum að gera allt upp á nýtt þá,” en Sverrir var sammála blaðamanni að um liðssigur hafi verið að ræða í kvöld: „Ég var virkilega mjög ánægður með þær sem komu við sögu hérna í kvöld, en þetta verður barningur. Við erum að mæta hörkuliði Skallagríms og þetta er bara rétt að byrja.” Ariana Moorer skoraði einungis átta stig í fyrsta leiknum, en í kvöld steig hún heldur betur upp og átti frábæran leik. Moorer endaði með þrennu, skoraði 18 stig, tók 18 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. „Hún á að vera svona góð, en hún á ekki að gera allt. Hún á að stjórna sókninni, taka af skarið og halda hinum leikmönnunum opnum. Hún er virkilega góður leikmaður,” sagði Sverrir sem hélt áfram að hrósa Moorer sem hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum í fyrsta leik einvígisins. „Hún var ekki þannig í síðasta leik, en það geta allar átt slæman dag. Hún var virkilega góð í kvöld og við þurfum á henni að halda í þessum gír,” sagði Sverrir sem er ánægður að þurfa koma aftur í Borgarnes. „Það er gaman að spila í Borgarnesi. Það er stemning hérna og það er hörkuáhorfendur hér eins og í Keflavík. Þær eru með hörkulið og þetta er bara gaman. Við eigum pottþétt eftir að mætast tvisvar,” sagði Sverrir að lokum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 59-74 | Keflavík jafnaði eftir frábæran sigur í Fjósinu Bikarmeistarar Keflavíkur eru búnar að jafna metin á móti Skallagrími í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir frábæran fimmtán stiga sigur í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld, 74-59. 2. apríl 2017 21:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sínar stelpur sem mættu í Fjósið í kvöld, unnu sannfærandi fimmtán stiga sigur á Skallagrími og jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í 1-1. „Baráttan var til fyrirmyndar. Við fráköstuðum vel og við vorum virkilega flottar í sókninni. Við vorum að taka af skarið og skila góðum körfum,” sagði ánægður Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Þetta var flott, en nú er staðan bara 1-1 og þetta er úrslitakeppnin. Nú þurfum við að fara huga að næsta leik og gera okkur klárar í hann. Við þurfum að gera allt upp á nýtt þá,” en Sverrir var sammála blaðamanni að um liðssigur hafi verið að ræða í kvöld: „Ég var virkilega mjög ánægður með þær sem komu við sögu hérna í kvöld, en þetta verður barningur. Við erum að mæta hörkuliði Skallagríms og þetta er bara rétt að byrja.” Ariana Moorer skoraði einungis átta stig í fyrsta leiknum, en í kvöld steig hún heldur betur upp og átti frábæran leik. Moorer endaði með þrennu, skoraði 18 stig, tók 18 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. „Hún á að vera svona góð, en hún á ekki að gera allt. Hún á að stjórna sókninni, taka af skarið og halda hinum leikmönnunum opnum. Hún er virkilega góður leikmaður,” sagði Sverrir sem hélt áfram að hrósa Moorer sem hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum í fyrsta leik einvígisins. „Hún var ekki þannig í síðasta leik, en það geta allar átt slæman dag. Hún var virkilega góð í kvöld og við þurfum á henni að halda í þessum gír,” sagði Sverrir sem er ánægður að þurfa koma aftur í Borgarnes. „Það er gaman að spila í Borgarnesi. Það er stemning hérna og það er hörkuáhorfendur hér eins og í Keflavík. Þær eru með hörkulið og þetta er bara gaman. Við eigum pottþétt eftir að mætast tvisvar,” sagði Sverrir að lokum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 59-74 | Keflavík jafnaði eftir frábæran sigur í Fjósinu Bikarmeistarar Keflavíkur eru búnar að jafna metin á móti Skallagrími í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir frábæran fimmtán stiga sigur í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld, 74-59. 2. apríl 2017 21:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 59-74 | Keflavík jafnaði eftir frábæran sigur í Fjósinu Bikarmeistarar Keflavíkur eru búnar að jafna metin á móti Skallagrími í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir frábæran fimmtán stiga sigur í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld, 74-59. 2. apríl 2017 21:30