Alonso fórnar Mónakó kappakstrinum fyrir Indy 500 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. apríl 2017 14:00 Fernando Alonso dreymir um þrefalda krúnu. Vísir/Getty Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 mun taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í ár. Alonso mun því ekki taka þátt í Mónakó kappakstrinum. Indy 500 og Mónakó kappaksturinn fara báðar fram 28. maí í ár. Alonso verður því ekki með í Mónakó, keppninni þar sem McLaren liðið á kannski helst möguleika á að sækja stig. Alonso mun aka undir merkjum McLaren í Indy 500. Raunar verður það Andretti Autosport bíll, í appelsínugulu til heiðurs Bruce McLaren, stofnanda McLaren liðsins. Þátttaka í Indy 500 er hluti af markmiði Alonso, sem er að ná í þrefalda krúnu áður en ferlinum lýkur. Til þess þarf að vinna Mónakó kappaksturinn, Indy 500 og sólarhringsþolaksturinn í Le Mans. Alonso vann í Mónakó 2006 og 2007 og stefnir á að vinna Indy 500 í ár. „Ég er afar spenntur fyrir því að aka í Indy 500, með McLaren, Honda og Andretti Autosport,“ sagði Alonso. „Indy 500 er einn frægasti kappaksturinn í heimi akstursíþrótta, einungis Le Mans 24 klukkustunda kappaksturinn og Mónakó kappaksturinn eru frægari, auðvitað verður það leiðinlegt að geta ekki verið með í Mónakó í ár,“ bætti Alonso við. „Mónakó keppnin veðrur sú eina sem ég missi af í ár, ég verð aftur undir stýri á McLaren-Honda MCL32 í kanadíska kappakstrinum snemma í júní,“ sagði Alonso að lokum. Það verður forvitnilegt að sjá hver tekur sæti Alonso í McLaren bílnum. Líklega verður það Jenson Button en þó er aldrei að vita hvort McLaren komi enn frekar á óvart með þeirri ákvörðun. Formúla Tengdar fréttir Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Bílskúrinn: Kveikt undir titilbaráttunni í Kína Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kínverska kappakstrinum. Hann jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes tók forystuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða með eins stigs forskot á Ferrari. 10. apríl 2017 17:45 Hamilton: Þessi barátta við Ferrari er raunveruleg Lewis Hamilton vann sinn fimmta kínverska kappakstur í dag. Hann jafnaði Sebastian Vettel að stigum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. apríl 2017 08:29 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 mun taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í ár. Alonso mun því ekki taka þátt í Mónakó kappakstrinum. Indy 500 og Mónakó kappaksturinn fara báðar fram 28. maí í ár. Alonso verður því ekki með í Mónakó, keppninni þar sem McLaren liðið á kannski helst möguleika á að sækja stig. Alonso mun aka undir merkjum McLaren í Indy 500. Raunar verður það Andretti Autosport bíll, í appelsínugulu til heiðurs Bruce McLaren, stofnanda McLaren liðsins. Þátttaka í Indy 500 er hluti af markmiði Alonso, sem er að ná í þrefalda krúnu áður en ferlinum lýkur. Til þess þarf að vinna Mónakó kappaksturinn, Indy 500 og sólarhringsþolaksturinn í Le Mans. Alonso vann í Mónakó 2006 og 2007 og stefnir á að vinna Indy 500 í ár. „Ég er afar spenntur fyrir því að aka í Indy 500, með McLaren, Honda og Andretti Autosport,“ sagði Alonso. „Indy 500 er einn frægasti kappaksturinn í heimi akstursíþrótta, einungis Le Mans 24 klukkustunda kappaksturinn og Mónakó kappaksturinn eru frægari, auðvitað verður það leiðinlegt að geta ekki verið með í Mónakó í ár,“ bætti Alonso við. „Mónakó keppnin veðrur sú eina sem ég missi af í ár, ég verð aftur undir stýri á McLaren-Honda MCL32 í kanadíska kappakstrinum snemma í júní,“ sagði Alonso að lokum. Það verður forvitnilegt að sjá hver tekur sæti Alonso í McLaren bílnum. Líklega verður það Jenson Button en þó er aldrei að vita hvort McLaren komi enn frekar á óvart með þeirri ákvörðun.
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Bílskúrinn: Kveikt undir titilbaráttunni í Kína Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kínverska kappakstrinum. Hann jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes tók forystuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða með eins stigs forskot á Ferrari. 10. apríl 2017 17:45 Hamilton: Þessi barátta við Ferrari er raunveruleg Lewis Hamilton vann sinn fimmta kínverska kappakstur í dag. Hann jafnaði Sebastian Vettel að stigum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. apríl 2017 08:29 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30
Bílskúrinn: Kveikt undir titilbaráttunni í Kína Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kínverska kappakstrinum. Hann jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes tók forystuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða með eins stigs forskot á Ferrari. 10. apríl 2017 17:45
Hamilton: Þessi barátta við Ferrari er raunveruleg Lewis Hamilton vann sinn fimmta kínverska kappakstur í dag. Hann jafnaði Sebastian Vettel að stigum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. apríl 2017 08:29