Tala niður til barna Gunnlaugur Stefánsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Það er skrýtin árátta í sumum fjölmiðlum að tala niður til fermingarbarna, efast um heilindi barnanna, gefa í skyn að þau fermist fyrir gjafirnar og veislan sé óþarfa tilstand. Svo er lagst í útreikninga og fermingin metin til fjár, eins og fréttastofa Ríkisútvarpsins gerði. Minna fer fyrir fallegum minningum í fjölmiðlum sem flestir eiga um fermingu sína. Langtum fremur er frægðarfólki hampað sem telur sér til vegsauka að gera lítið úr fermingunni. Þrátt fyrir andróðurinn, þá vilja langflest börn fermast og þeim fjölgar í vor sem velja að gera það í Þjóðkirkjunni. Er viðeigandi að fjölmiðlar spyrji fólk í aðdraganda stórafmælis hvort veislan sé fyrir gjafirnar og hvað afmælið kosti? Fermingin í kirkjunni er rótfastur siður í þjóðlífinu og hefur staðist tímans tönn. Fermingarfræðslan var fyrsti skólinn fyrir öll börnin í landinu og er því samofin menningu þjóðarinnar. Þau sem gera lítið úr fermingunni mættu kynna sér þá sögu. Ég hef fermt börn í rúmlega 30 ár. Það hefur verið gefandi samstarf. Í fermingarfræðslunni er grunnstefið kristinn kærleikur. Þar ræðum við um lífið og tilveruna, m.a. hamingju og ábyrgð, trú og efa, sorg og mótlæti,- og margt sem ekki er á dagskrá í grunnskólanum og eigum um það traust samstarf með foreldrum. Fermingardagur er falleg tímamót og sannkölluð hátíð. Heilagur dagur barns sem er að verða unglingur. Skilaboð foreldra og ástvina eru tær í einlægri fyrirbæn: „Ég elska þig“ sem helgar von um trausta samfylgd með minnisstæðum hætti í hörðum heimi. Veislan, sem hefst í raun við altarið í kirkjunni, er samfögnuður þar sem þessi skilaboð eru í fyrirrúmi og fermingarbarnið finnur innilega að það skiptir máli. Gjafirnar bera vitni um tímamótin þar sem þarfir barnsins eru að breytast og börnin fá hvort sem þau fermast eða ekki. Það sýnir reynslan. Ekki er stórmannlegt að gera lítið úr börnum sem fermast. Nær er að fagna og leggja alúð við traustan sið sem blómgast í trú, von og kærleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er skrýtin árátta í sumum fjölmiðlum að tala niður til fermingarbarna, efast um heilindi barnanna, gefa í skyn að þau fermist fyrir gjafirnar og veislan sé óþarfa tilstand. Svo er lagst í útreikninga og fermingin metin til fjár, eins og fréttastofa Ríkisútvarpsins gerði. Minna fer fyrir fallegum minningum í fjölmiðlum sem flestir eiga um fermingu sína. Langtum fremur er frægðarfólki hampað sem telur sér til vegsauka að gera lítið úr fermingunni. Þrátt fyrir andróðurinn, þá vilja langflest börn fermast og þeim fjölgar í vor sem velja að gera það í Þjóðkirkjunni. Er viðeigandi að fjölmiðlar spyrji fólk í aðdraganda stórafmælis hvort veislan sé fyrir gjafirnar og hvað afmælið kosti? Fermingin í kirkjunni er rótfastur siður í þjóðlífinu og hefur staðist tímans tönn. Fermingarfræðslan var fyrsti skólinn fyrir öll börnin í landinu og er því samofin menningu þjóðarinnar. Þau sem gera lítið úr fermingunni mættu kynna sér þá sögu. Ég hef fermt börn í rúmlega 30 ár. Það hefur verið gefandi samstarf. Í fermingarfræðslunni er grunnstefið kristinn kærleikur. Þar ræðum við um lífið og tilveruna, m.a. hamingju og ábyrgð, trú og efa, sorg og mótlæti,- og margt sem ekki er á dagskrá í grunnskólanum og eigum um það traust samstarf með foreldrum. Fermingardagur er falleg tímamót og sannkölluð hátíð. Heilagur dagur barns sem er að verða unglingur. Skilaboð foreldra og ástvina eru tær í einlægri fyrirbæn: „Ég elska þig“ sem helgar von um trausta samfylgd með minnisstæðum hætti í hörðum heimi. Veislan, sem hefst í raun við altarið í kirkjunni, er samfögnuður þar sem þessi skilaboð eru í fyrirrúmi og fermingarbarnið finnur innilega að það skiptir máli. Gjafirnar bera vitni um tímamótin þar sem þarfir barnsins eru að breytast og börnin fá hvort sem þau fermast eða ekki. Það sýnir reynslan. Ekki er stórmannlegt að gera lítið úr börnum sem fermast. Nær er að fagna og leggja alúð við traustan sið sem blómgast í trú, von og kærleika.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun