Það er hægt Ragna Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2017 08:46 Á Nordiske Ordförande Möte (NOM) síðastliðna helgi undirrituðu landssamtök stúdenta á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum yfirlýsingu til stuðnings íslenskra stúdenta. Tilefnið var undirfjármögnun íslensku háskólanna, sem hefur reyndar verið viðvarandi í áraraðir. Háskóli Íslands setti fram áætlun fyrr á árinu þar sem kom fram að leggja ætti niður 50 námskeið við skólann á næsta starfsári til að mæta aðhaldskröfu stjórnvalda. Sú þróun er hins vegar ekki ný af nálinni þar sem fjöldi námskeiða hefur verið felldur niður síðustu ár vegna undirfjármögnunar skólans. Framlög til háskólans hafa ekki aukist í takt við nemendafjölgun í gegnum árin sem gerir það að verkum að skólinn hefur staðið enn verr að vígi en ella. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern nemanda í raun lækkað á liðnum áratug. Rúman milljarð vantar upp á fjárveitingu til Háskóla Íslands til að ná fyrri stöðu í framlögum á hvern nemanda, sem samt var lág þá í samanburði við nágrannalönd. Annan rúman milljarð vantar upp á til viðbótar til þess að ríkisstjórnin nái markmiði sínu um endurskoðun reiknilíkans skólakerfisins, eins og er lýst að eigi að gera í stjórnarsáttmála hennar. Það er víst orðið þreytt, að vinna að markmiðum. Vísinda- og tækniráð, sem forsætisráðherra og menntamálaráðherra sitja í, setti ríkisstjórninni það markmið árið 2014 að ná ætti meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda árið 2016. 8 milljarða vantar upp á miðað við fjárlög yfirstandandi fjárlagaárs, til að því markmiði verði náð. Það verður ekki gert miðað við núverandi fjármálaáætlun. Það er ekki metnaðarfullt markmið að vera á pari við hið meðal-OECD-ríki. Aðeins metnaðarfyllra er að vera á pari við hin Norðurlöndin í framlögum til háskólakerfisins. Eins og staðan er í dag eru framlög til íslenskra háskóla, deilt niður á hvern háskólanema, um það bil helmingurinn af framlögum á hinum Norðurlöndunum. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 er ekki stefnt að því að ná því meðaltali. Því átti samt að ná árið 2020 samkvæmt stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs frá árinu 2014. 16 milljarða vantar upp á fjármögnun háskólakerfisins til að Ísland sé á pari við hin Norðurlöndin í framlögum á hvern nemanda. Hlutfallslega eru álíka margir háskólanemar á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum. Markviss fækkun háskólanema myndi því færa okkur enn neðar í þeim samanburði, lækka menntunarstig þjóðarinnar og draga úr samkeppnishæfni hennar. Ef einungis ætti að fækka háskólanemum til að ná meðaltali hinna Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda þyrfti að leggja niður alla háskóla á Íslandi, og fækka nemendum Háskóla Íslands ennfremur um nokkrar þúsundir. Fækkun nemenda er því ekki lausnin við vanda háskólanna. Lausnin er bætt fjármögnun kerfisins. Í fjármálaáætluninni er þó viðbót. Framlög til háskólakerfisins hækka úr tæpum 41,6 milljörðum króna á árinu 2017 í tæpa 44,4 milljarða árið 2022. Á því tímabili renna þó um 3,7 milljarðar í byggingu Húss íslenskra fræða og sú hækkun skilar sér því ekki beint til reksturs háskólanna. Jafnvel þó hún gerði það þá yrðum við ekki á pari við hin Norðurlöndin árið 2020. Ekki heldur árið 2022. Ríkisstjórnin mun því ekki ná markmiðum sínum í menntamálum á næstu árum. Planið hennar til ársins 2022 gerir ekki einu sinni ráð fyrir því að ná þeim. En á sama tima hafa þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar líkast til aldrei verið mikilvægari: Ekki gefast upp. Enn er hægt að breyta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022. Það verður kannski ekki auðvelt en það er hægt. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Þessi grein er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta um undirfjármögnun háskólanna í ljósi tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Tengdar fréttir Byggjum á bjargi Undirfjármögnun háskólanna er risavaxið vandamál sem hefur verið viðvarandi í of langan tíma enda staða háskólanna nú orðin grafalvarleg. Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, eru uggandi yfir bágri stöðu háskólanna og þeim óumflýjanlegu afleiðingum sem langvarandi niðurskurður hefur í för með sér. 10. apríl 2017 11:30 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Nordiske Ordförande Möte (NOM) síðastliðna helgi undirrituðu landssamtök stúdenta á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum yfirlýsingu til stuðnings íslenskra stúdenta. Tilefnið var undirfjármögnun íslensku háskólanna, sem hefur reyndar verið viðvarandi í áraraðir. Háskóli Íslands setti fram áætlun fyrr á árinu þar sem kom fram að leggja ætti niður 50 námskeið við skólann á næsta starfsári til að mæta aðhaldskröfu stjórnvalda. Sú þróun er hins vegar ekki ný af nálinni þar sem fjöldi námskeiða hefur verið felldur niður síðustu ár vegna undirfjármögnunar skólans. Framlög til háskólans hafa ekki aukist í takt við nemendafjölgun í gegnum árin sem gerir það að verkum að skólinn hefur staðið enn verr að vígi en ella. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern nemanda í raun lækkað á liðnum áratug. Rúman milljarð vantar upp á fjárveitingu til Háskóla Íslands til að ná fyrri stöðu í framlögum á hvern nemanda, sem samt var lág þá í samanburði við nágrannalönd. Annan rúman milljarð vantar upp á til viðbótar til þess að ríkisstjórnin nái markmiði sínu um endurskoðun reiknilíkans skólakerfisins, eins og er lýst að eigi að gera í stjórnarsáttmála hennar. Það er víst orðið þreytt, að vinna að markmiðum. Vísinda- og tækniráð, sem forsætisráðherra og menntamálaráðherra sitja í, setti ríkisstjórninni það markmið árið 2014 að ná ætti meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda árið 2016. 8 milljarða vantar upp á miðað við fjárlög yfirstandandi fjárlagaárs, til að því markmiði verði náð. Það verður ekki gert miðað við núverandi fjármálaáætlun. Það er ekki metnaðarfullt markmið að vera á pari við hið meðal-OECD-ríki. Aðeins metnaðarfyllra er að vera á pari við hin Norðurlöndin í framlögum til háskólakerfisins. Eins og staðan er í dag eru framlög til íslenskra háskóla, deilt niður á hvern háskólanema, um það bil helmingurinn af framlögum á hinum Norðurlöndunum. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 er ekki stefnt að því að ná því meðaltali. Því átti samt að ná árið 2020 samkvæmt stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs frá árinu 2014. 16 milljarða vantar upp á fjármögnun háskólakerfisins til að Ísland sé á pari við hin Norðurlöndin í framlögum á hvern nemanda. Hlutfallslega eru álíka margir háskólanemar á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum. Markviss fækkun háskólanema myndi því færa okkur enn neðar í þeim samanburði, lækka menntunarstig þjóðarinnar og draga úr samkeppnishæfni hennar. Ef einungis ætti að fækka háskólanemum til að ná meðaltali hinna Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda þyrfti að leggja niður alla háskóla á Íslandi, og fækka nemendum Háskóla Íslands ennfremur um nokkrar þúsundir. Fækkun nemenda er því ekki lausnin við vanda háskólanna. Lausnin er bætt fjármögnun kerfisins. Í fjármálaáætluninni er þó viðbót. Framlög til háskólakerfisins hækka úr tæpum 41,6 milljörðum króna á árinu 2017 í tæpa 44,4 milljarða árið 2022. Á því tímabili renna þó um 3,7 milljarðar í byggingu Húss íslenskra fræða og sú hækkun skilar sér því ekki beint til reksturs háskólanna. Jafnvel þó hún gerði það þá yrðum við ekki á pari við hin Norðurlöndin árið 2020. Ekki heldur árið 2022. Ríkisstjórnin mun því ekki ná markmiðum sínum í menntamálum á næstu árum. Planið hennar til ársins 2022 gerir ekki einu sinni ráð fyrir því að ná þeim. En á sama tima hafa þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar líkast til aldrei verið mikilvægari: Ekki gefast upp. Enn er hægt að breyta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022. Það verður kannski ekki auðvelt en það er hægt. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Þessi grein er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta um undirfjármögnun háskólanna í ljósi tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022.
Byggjum á bjargi Undirfjármögnun háskólanna er risavaxið vandamál sem hefur verið viðvarandi í of langan tíma enda staða háskólanna nú orðin grafalvarleg. Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, eru uggandi yfir bágri stöðu háskólanna og þeim óumflýjanlegu afleiðingum sem langvarandi niðurskurður hefur í för með sér. 10. apríl 2017 11:30
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun