Pepsi-spáin 2017: KR hafnar í 2. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 29. apríl 2017 08:00 KR-ingar fagna eftir 3-0 sigur á Fylkismönnum í lokaumferðinni í fyrra. Með sigrinum tryggði KR sér Evrópusæti. vísir/andri marinó Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir KR 2. sæti deildarinnar sem er sæti ofar en liðið endaði í fyrra. KR-ingar urðu síðast meistarar árið 2013 í 26. skipti en hafa undanfarin þrjú ár þurft að horfa upp á Stjörnuna og FH vinna Íslandsmeistaratitilinn. KR er lið sem krefst þess alltaf að vera í baráttunni um Íslandmeistaratitilinn en á síðasta ári komst liðið í Evrópu. Þjálfari KR er Willum Þór Þórsson sem er að þjálfa KR í annað sinn á sínum ferli. Hann kom inn fyrir Bjarna Guðjónsson á síðustu leiktíð þegar hann var látinn fara og sneri við gengi liðsins . KR-ingar voru í fallbaráttu þegar Willum mætti aftur í Vesturbæinn en hann skilaði liðinu í Evrópusæti. Mögulegt byrjunarliðKR fær nokkuð áhugaverða byrjun á Íslandsmótinu. Það mætir fyrst þremur liðum sem öll gætu verið í fallbaráttu í sumar og þar af eru tveir leikir á heimavelli. Við vonumst nú til að leikur KR og Víkings verði skemmtilegri en á sama tíma í fyrra. Ætli KR-ingar að láta taka sig alvarlega í toppbaráttunni þurfa þeir að taka níu stig í fyrstu þremur leikjunum en eftir þá er strax komið að tveimur stórleikjum á móti liðunum sem íþróttadeild spáir toppbaráttu með KR. Það gæti komið snemma í ljós á hvaða vegferð KR-liðið er á eftir gott undirbúningstímabil.01. maí: KR – Víkingur R., Alvogenvöllurinn07. maí: Víkingur Ó. – KR, Ólafsvíkurvöllur14. maí: KR – ÍA, Alvogenvöllurinn22. maí: Valur – KR, Valsvöllurinn28. maí: KR – FH. Alvogvenvöllurinn Þrír sem KR treystir áStefán Logi Magnússon, Óskar Örn Hauksson og Tobias Thomsen.vísir/andri marinó/antonStefán Logi Magnússon: Markvörðurinn stóri og stæðilegi fær eiginlega aldrei það lof sem hann á skilið. Hann hefur verið frábær undanfarin tvö ár og KR-liðið ekki fengið á sig nema 41 mark í 44 leikjum á síðustu tveimur tímabilum. Það eru fáir markverðir deildarinnar sterkari í loftinu, hann er frábær á milli stanganna og kemur langt út að sópa fyrir varnarmenn sína. Stefán á það til að gera mistök en haldi hann þeim í lágmarki verður hann áfram einn af þeim bestu í deildinni.Óskar Örn Hauksson: Óskar Örn Hauksson hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í áratug og skilar alltaf sínu fyrir KR og vinnur titla. Hann hefur verið algjörlega magnaður á undirbúningstímabilinu og virðist koma vígreifur inn í Íslandsmótið sem eru góð tíðindi fyrir KR. Ætli liðið að vinna þann stóra þarf hann að spila eins og hann best getur.Tobias Thomsen: Markaskorun var vandamál hjá KR í fyrra en liðið skoraði aðeins 29 mörk sem var næst minnst af efstu fimm liðum deildarinnar. Danski framherjinn skoraði fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum sínum fyrir KR í Lengjubikarnum og lítur alveg svakalega vel út. Hann segist sjálfur stefna á fimmtán marka tímabil.Nýstirnið Guðmundur Andri Tryggvason, sonur Tryggva Guðmundssonar, er einn efnilegasti fótboltamaður landsins en hann er fæddur árið 1999. Þessi gríðarlega hæfileikaríki sóknarmaður hefur aðeins fengið að spila á undirbúningstímabilinu og er vonandi að hann fái einhverjar mínútur í sumar. Andri mjög sterkur á boltann og getur leikið auðveldlega á menn. Hann hefur ekkert sérstaklega gaman að því að verjast en það kemur með aldri og reynslu. MarkaðurinnArnór Sveinn kom frá Breiðabliki.vísir/ingviþKomnir: Arnór Sveinn Aðalsteinsson frá Breiðabliki Garðar Jóhannson frá Fylki Robert Sandnes frá Noregi Tobias Thomsen frá ABFarnir: Morten Beck Andersen í Fredericia Hólmbert Aron Friðjónsson í Stjörnuna Jeppe Hansen í Keflavík Denis Fazlagic í Fredericia Veturinn hjá KR byrjaði rólega en liðið fékk til sín Arnór Svein Aðalsteinsson frá Breiðabliki til að auka möguleikana í bakvarðastöðunum og þá kom reynsluboltinn Garðar Jóhannsson. Garðar var að mestu leyti fenginn til að KR væri með framherja í sínum röðum í vetur eftir að það missti bæði Jeppe Hansen og Morten Beck. Vesturbæjarliðið gerði vel í að næla í Robert Sandnes frá Noregi en þessi kraftmikli leikmaður sem áður spilaði með Stjörnunni getur leyst bæði bakvörðinn og spilað inn á miðju. Það eru síðustu kaupin í Tobiasi Thomsen frá Danmörku sem eru hvað mest spennandi en þessi ungi Dani lítur alveg ótrúlega vel út og virðist ætla að breyta sóknarleik liðsins og skora mörk. KR er enn þá að leita að öðrum sóknarmanni til að auka breiddina sem er ekkert sérstaklega mikil fram á við. Hvað segir Óskar Hrafn?Óskar Hrafn Þorvaldssonvísir„Ég held að KR-ingar verði gríðarlega öflugir í sumar. Þeir eru búnir að styrkja hópinn hjá sér en eru samt með sama kjarna,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, um KR. „Gott gengi seinni hluta síðasta sumar virðist hafa farið með KR-ingum inn í veturinn. Þeir eru með mikið sjálfstraust og Óskar Örn Hauksson er búinn að vera besti leikmaður undirbúningstímabilsins.“ „Þeir spila núna 3-4-3 sem að hentar leikmannablöndunni mjög vel. Þetta virðist draga fram það besta í öllum leikmönnum. Pálmi Rafn er að spila betur en áður og Indriða Sigurðssyni líður betur núna en í fjögura manna vörn.“ „Ef KR bætir við sig einum sóknarmanni í viðbót er þetta lið sem fólk þarf að taka alvarlega í baráttunni um titilinn,“ segir Óskar Hrafn. Að lokumPálmi Rafn er að hefja sitt þriðja tímabil með KR.vísir/vilhelmÞað sem við vitum um KR er ... að liðið er gríðarlega vel mannað með valinn mann í hverri stöðu. Varnarleikurinn hefur verið góður eftir að Willum tók við og liðið er með góðan markvörð. Það er Lengjubikarmeistari og fullt sjálfstraust. Nýja 3-4-3 kerfið virðist henta liðinu mjög vel og það er að skora mun meira en á síðustu leiktíð.Spurningamerkin eru ... hvort breiddin verði nógu mikil í sóknarlínunni og hvernig KR gengur að skipta á milli leikkerfa ef 3-4-3 gengur ekki upp. Annars er fátt sem KR-ingar þurfa að óttast annað en hina vanalegu pressu í vesturbænum þar sem krafan er alltaf titill.Willum átti magnaða endurkomu í fyrra.vísir/andri marinóÍ besta falli: Byrjar liðið betur en í fyrra og lendir ekki strax í eltingarleik. Tobias Thomsen verður púslið sem vantar í sóknarleikinn og liðið bætir mörkum við annars góðan varnarleik og markvörslu. Liðið helst nokkuð heilt því Willum veit alveg hvað sitt besta ellefu manna lið er. Ef allt gengur upp getur KR orðið Íslandsmeistari.Í versta falli: Hverfa Willums-töfrarnir fljótlega og liðið byrjar illa eins og í fyrra. Það er aldrei gott fyrir KR að byrja illa því þá fer allt í mínus í Vesturbænum. Thomsen kemst ekki í gang í markaskorun og breiddin verður ekki nógu mikil í sóknarlínunni til að spila í þremur keppnum. KR-liðið er alltof vel mannað til að lenda í alvöru vandræðum en það gæti misst af Evrópusæti ef allt fer í hundana. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Valur hafnar í 3. sæti Valsmenn gera betur en undanfarin tvö ár ef marka má spá íþróttadeildar 365 en þeir verða í toppbaráttunni. 28. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin: Fjölnir hafnar í 6. sæti Fjölnismenn verða í meiri vandræðum en í fyrra þegar þeir áttu sitt besta tímabil frá upphafi. 25. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin: Breiðablik hafnar í 5. sæti Blikar gera aðeins betur en á síðustu leiktíð en verða ekki í Evrópu að ári liðnu ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 26. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: KA hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir núliðum KA frá Akureyri sjöunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík áttunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: ÍBV hafnar í 9. sæti Eyjamenn verða á sama stað í Pepsi-deildinni og í fyrra ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 22. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin: Stjarnan hafnar í 4. sæti Stjörnumenn ætla sér stóra hluti í sumar en verða að sætta sig við fjórða sætið ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 27. apríl 2017 09:00 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir KR 2. sæti deildarinnar sem er sæti ofar en liðið endaði í fyrra. KR-ingar urðu síðast meistarar árið 2013 í 26. skipti en hafa undanfarin þrjú ár þurft að horfa upp á Stjörnuna og FH vinna Íslandsmeistaratitilinn. KR er lið sem krefst þess alltaf að vera í baráttunni um Íslandmeistaratitilinn en á síðasta ári komst liðið í Evrópu. Þjálfari KR er Willum Þór Þórsson sem er að þjálfa KR í annað sinn á sínum ferli. Hann kom inn fyrir Bjarna Guðjónsson á síðustu leiktíð þegar hann var látinn fara og sneri við gengi liðsins . KR-ingar voru í fallbaráttu þegar Willum mætti aftur í Vesturbæinn en hann skilaði liðinu í Evrópusæti. Mögulegt byrjunarliðKR fær nokkuð áhugaverða byrjun á Íslandsmótinu. Það mætir fyrst þremur liðum sem öll gætu verið í fallbaráttu í sumar og þar af eru tveir leikir á heimavelli. Við vonumst nú til að leikur KR og Víkings verði skemmtilegri en á sama tíma í fyrra. Ætli KR-ingar að láta taka sig alvarlega í toppbaráttunni þurfa þeir að taka níu stig í fyrstu þremur leikjunum en eftir þá er strax komið að tveimur stórleikjum á móti liðunum sem íþróttadeild spáir toppbaráttu með KR. Það gæti komið snemma í ljós á hvaða vegferð KR-liðið er á eftir gott undirbúningstímabil.01. maí: KR – Víkingur R., Alvogenvöllurinn07. maí: Víkingur Ó. – KR, Ólafsvíkurvöllur14. maí: KR – ÍA, Alvogenvöllurinn22. maí: Valur – KR, Valsvöllurinn28. maí: KR – FH. Alvogvenvöllurinn Þrír sem KR treystir áStefán Logi Magnússon, Óskar Örn Hauksson og Tobias Thomsen.vísir/andri marinó/antonStefán Logi Magnússon: Markvörðurinn stóri og stæðilegi fær eiginlega aldrei það lof sem hann á skilið. Hann hefur verið frábær undanfarin tvö ár og KR-liðið ekki fengið á sig nema 41 mark í 44 leikjum á síðustu tveimur tímabilum. Það eru fáir markverðir deildarinnar sterkari í loftinu, hann er frábær á milli stanganna og kemur langt út að sópa fyrir varnarmenn sína. Stefán á það til að gera mistök en haldi hann þeim í lágmarki verður hann áfram einn af þeim bestu í deildinni.Óskar Örn Hauksson: Óskar Örn Hauksson hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í áratug og skilar alltaf sínu fyrir KR og vinnur titla. Hann hefur verið algjörlega magnaður á undirbúningstímabilinu og virðist koma vígreifur inn í Íslandsmótið sem eru góð tíðindi fyrir KR. Ætli liðið að vinna þann stóra þarf hann að spila eins og hann best getur.Tobias Thomsen: Markaskorun var vandamál hjá KR í fyrra en liðið skoraði aðeins 29 mörk sem var næst minnst af efstu fimm liðum deildarinnar. Danski framherjinn skoraði fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum sínum fyrir KR í Lengjubikarnum og lítur alveg svakalega vel út. Hann segist sjálfur stefna á fimmtán marka tímabil.Nýstirnið Guðmundur Andri Tryggvason, sonur Tryggva Guðmundssonar, er einn efnilegasti fótboltamaður landsins en hann er fæddur árið 1999. Þessi gríðarlega hæfileikaríki sóknarmaður hefur aðeins fengið að spila á undirbúningstímabilinu og er vonandi að hann fái einhverjar mínútur í sumar. Andri mjög sterkur á boltann og getur leikið auðveldlega á menn. Hann hefur ekkert sérstaklega gaman að því að verjast en það kemur með aldri og reynslu. MarkaðurinnArnór Sveinn kom frá Breiðabliki.vísir/ingviþKomnir: Arnór Sveinn Aðalsteinsson frá Breiðabliki Garðar Jóhannson frá Fylki Robert Sandnes frá Noregi Tobias Thomsen frá ABFarnir: Morten Beck Andersen í Fredericia Hólmbert Aron Friðjónsson í Stjörnuna Jeppe Hansen í Keflavík Denis Fazlagic í Fredericia Veturinn hjá KR byrjaði rólega en liðið fékk til sín Arnór Svein Aðalsteinsson frá Breiðabliki til að auka möguleikana í bakvarðastöðunum og þá kom reynsluboltinn Garðar Jóhannsson. Garðar var að mestu leyti fenginn til að KR væri með framherja í sínum röðum í vetur eftir að það missti bæði Jeppe Hansen og Morten Beck. Vesturbæjarliðið gerði vel í að næla í Robert Sandnes frá Noregi en þessi kraftmikli leikmaður sem áður spilaði með Stjörnunni getur leyst bæði bakvörðinn og spilað inn á miðju. Það eru síðustu kaupin í Tobiasi Thomsen frá Danmörku sem eru hvað mest spennandi en þessi ungi Dani lítur alveg ótrúlega vel út og virðist ætla að breyta sóknarleik liðsins og skora mörk. KR er enn þá að leita að öðrum sóknarmanni til að auka breiddina sem er ekkert sérstaklega mikil fram á við. Hvað segir Óskar Hrafn?Óskar Hrafn Þorvaldssonvísir„Ég held að KR-ingar verði gríðarlega öflugir í sumar. Þeir eru búnir að styrkja hópinn hjá sér en eru samt með sama kjarna,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, um KR. „Gott gengi seinni hluta síðasta sumar virðist hafa farið með KR-ingum inn í veturinn. Þeir eru með mikið sjálfstraust og Óskar Örn Hauksson er búinn að vera besti leikmaður undirbúningstímabilsins.“ „Þeir spila núna 3-4-3 sem að hentar leikmannablöndunni mjög vel. Þetta virðist draga fram það besta í öllum leikmönnum. Pálmi Rafn er að spila betur en áður og Indriða Sigurðssyni líður betur núna en í fjögura manna vörn.“ „Ef KR bætir við sig einum sóknarmanni í viðbót er þetta lið sem fólk þarf að taka alvarlega í baráttunni um titilinn,“ segir Óskar Hrafn. Að lokumPálmi Rafn er að hefja sitt þriðja tímabil með KR.vísir/vilhelmÞað sem við vitum um KR er ... að liðið er gríðarlega vel mannað með valinn mann í hverri stöðu. Varnarleikurinn hefur verið góður eftir að Willum tók við og liðið er með góðan markvörð. Það er Lengjubikarmeistari og fullt sjálfstraust. Nýja 3-4-3 kerfið virðist henta liðinu mjög vel og það er að skora mun meira en á síðustu leiktíð.Spurningamerkin eru ... hvort breiddin verði nógu mikil í sóknarlínunni og hvernig KR gengur að skipta á milli leikkerfa ef 3-4-3 gengur ekki upp. Annars er fátt sem KR-ingar þurfa að óttast annað en hina vanalegu pressu í vesturbænum þar sem krafan er alltaf titill.Willum átti magnaða endurkomu í fyrra.vísir/andri marinóÍ besta falli: Byrjar liðið betur en í fyrra og lendir ekki strax í eltingarleik. Tobias Thomsen verður púslið sem vantar í sóknarleikinn og liðið bætir mörkum við annars góðan varnarleik og markvörslu. Liðið helst nokkuð heilt því Willum veit alveg hvað sitt besta ellefu manna lið er. Ef allt gengur upp getur KR orðið Íslandsmeistari.Í versta falli: Hverfa Willums-töfrarnir fljótlega og liðið byrjar illa eins og í fyrra. Það er aldrei gott fyrir KR að byrja illa því þá fer allt í mínus í Vesturbænum. Thomsen kemst ekki í gang í markaskorun og breiddin verður ekki nógu mikil í sóknarlínunni til að spila í þremur keppnum. KR-liðið er alltof vel mannað til að lenda í alvöru vandræðum en það gæti misst af Evrópusæti ef allt fer í hundana.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Valur hafnar í 3. sæti Valsmenn gera betur en undanfarin tvö ár ef marka má spá íþróttadeildar 365 en þeir verða í toppbaráttunni. 28. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin: Fjölnir hafnar í 6. sæti Fjölnismenn verða í meiri vandræðum en í fyrra þegar þeir áttu sitt besta tímabil frá upphafi. 25. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin: Breiðablik hafnar í 5. sæti Blikar gera aðeins betur en á síðustu leiktíð en verða ekki í Evrópu að ári liðnu ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 26. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: KA hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir núliðum KA frá Akureyri sjöunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík áttunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: ÍBV hafnar í 9. sæti Eyjamenn verða á sama stað í Pepsi-deildinni og í fyrra ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 22. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin: Stjarnan hafnar í 4. sæti Stjörnumenn ætla sér stóra hluti í sumar en verða að sætta sig við fjórða sætið ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 27. apríl 2017 09:00 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Valur hafnar í 3. sæti Valsmenn gera betur en undanfarin tvö ár ef marka má spá íþróttadeildar 365 en þeir verða í toppbaráttunni. 28. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin: Fjölnir hafnar í 6. sæti Fjölnismenn verða í meiri vandræðum en í fyrra þegar þeir áttu sitt besta tímabil frá upphafi. 25. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin: Breiðablik hafnar í 5. sæti Blikar gera aðeins betur en á síðustu leiktíð en verða ekki í Evrópu að ári liðnu ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 26. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: KA hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir núliðum KA frá Akureyri sjöunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Víkingur hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík áttunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: ÍBV hafnar í 9. sæti Eyjamenn verða á sama stað í Pepsi-deildinni og í fyrra ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 22. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin: Stjarnan hafnar í 4. sæti Stjörnumenn ætla sér stóra hluti í sumar en verða að sætta sig við fjórða sætið ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 27. apríl 2017 09:00