Stjarnan byrjar Íslandsmótið í fyrsta sinn í þrettán ár án Hörpu og Ásgerðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 10:30 Harpa Þorsteinsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir verða ekki með í kvöld. vísir/eyþór Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst í dag þegar fjórir leikir af fimm fara fram í fyrstu umferðinni. Fyrsti sjónvarpsleikur sumarsins er viðureign nýliða Hauka og Íslandsmeistara Stjörnunnar en útsending hefst klukkan 19.05 á Stöð 2 Sport 3 HD. Stjarnan verður án tveggja lykilmanna í leiknum í kvöld. Fyrirliðinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er ólétt og verður ekki með á tímabilinu og þá er Harpa Þorsteinsdóttir ekki klár eftir að eignast sitt annað barn í síðasta mánuði.Sjá einnig:Gæti orðið geggjað sumar Þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem Stjarnan byrjar deildarleik án þess að annað hvort Ásgerður eða Harpa séu í liðinu. Það gerðist síðast árið 2004. Ásgerður Stefanía er uppalin hjá Breiðabliki en kom til Stjörnunnar árið 2005 og hefur verið þar síðan. Harpa er uppalin hjá Stjörnunni en fór í Breiðablik árið 2008 og kom aftur 2011. „Sturluð staðreynd: Stjarnan hefur ekki hafið deildarleik síðan árið 2004 þar sem hvorki ég né Adda komum við sögu. Það breytist á morgun,“ skrifaði Harpa Þorsteinsdóttir á Instagram í gær og setti mynd af sér og Ásgerði að fagna Íslandsmeistaratitlinum 2014 saman. Stjarnan var ekki að ná góðum úrslitum á undirbúningstímabilinu en liðið vann aðeins einn leik af fimm í Lengjubikarnum og komst ekki í undanúrslit mótsins. Þá tapaði liðið 3-0 fyrir Breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ síðastliðinn föstudag.1. umferð Pepsi-deildar kvenna:Í dag: 17.45 Þór/KA - Valur, Þórsvelli 19.15 Haukar - Stjarnan, Ásvöllum - Stöð 2 Sport 3 HD 19.15 Breiðablik - FH, Kópavogsvelli 19.15 Fylkir - Grindavík, Floridana-vellinumÁ morgun: 18.00 ÍBV - KR, Hásteinsvelli 21.30 Pepsi-mörk kvenna á Stöð 2 Sport HD Sturluð staðreynd: Stjarnan hefur ekki hafið deildarleik síðan árið 2004 þar sem hvorki ég né Adda komum við sögu. Það breytist á morgun. #fotboltinet #pepsideildin #landsbankadeildin #kempur #goals #2017 #fcstjarnan #komasvo #aimforthestars @stjornustelpur A post shared by harpathorsteins (@harpathorsteins) on Apr 26, 2017 at 3:47pm PDT Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59 Katrín: Geggjað að vera komin heim Katrín Ómarsdóttir er komin aftur í íslenska boltann eftir að hafa verið í atvinnumennsku síðustu átta árin. 26. apríl 2017 15:00 Margrét Lára: Fólk hefur enga ástæðu til að mæta ekki á kvennaleiki lengur Landsliðsfyrirliðinn bendir fótboltaáhugamönnum á að hafa hugann opinn og átta sig á því að karla- og kvennafótbolti eru ekki sama íþróttin. 26. apríl 2017 13:00 Gæti orðið geggjað sumar Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Pepsi-marka kvenna á Stöð 2 Sport, reiknar með hörkubaráttu bæði á toppi og botni deildarinnar. 27. apríl 2017 06:30 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst í dag þegar fjórir leikir af fimm fara fram í fyrstu umferðinni. Fyrsti sjónvarpsleikur sumarsins er viðureign nýliða Hauka og Íslandsmeistara Stjörnunnar en útsending hefst klukkan 19.05 á Stöð 2 Sport 3 HD. Stjarnan verður án tveggja lykilmanna í leiknum í kvöld. Fyrirliðinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er ólétt og verður ekki með á tímabilinu og þá er Harpa Þorsteinsdóttir ekki klár eftir að eignast sitt annað barn í síðasta mánuði.Sjá einnig:Gæti orðið geggjað sumar Þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem Stjarnan byrjar deildarleik án þess að annað hvort Ásgerður eða Harpa séu í liðinu. Það gerðist síðast árið 2004. Ásgerður Stefanía er uppalin hjá Breiðabliki en kom til Stjörnunnar árið 2005 og hefur verið þar síðan. Harpa er uppalin hjá Stjörnunni en fór í Breiðablik árið 2008 og kom aftur 2011. „Sturluð staðreynd: Stjarnan hefur ekki hafið deildarleik síðan árið 2004 þar sem hvorki ég né Adda komum við sögu. Það breytist á morgun,“ skrifaði Harpa Þorsteinsdóttir á Instagram í gær og setti mynd af sér og Ásgerði að fagna Íslandsmeistaratitlinum 2014 saman. Stjarnan var ekki að ná góðum úrslitum á undirbúningstímabilinu en liðið vann aðeins einn leik af fimm í Lengjubikarnum og komst ekki í undanúrslit mótsins. Þá tapaði liðið 3-0 fyrir Breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ síðastliðinn föstudag.1. umferð Pepsi-deildar kvenna:Í dag: 17.45 Þór/KA - Valur, Þórsvelli 19.15 Haukar - Stjarnan, Ásvöllum - Stöð 2 Sport 3 HD 19.15 Breiðablik - FH, Kópavogsvelli 19.15 Fylkir - Grindavík, Floridana-vellinumÁ morgun: 18.00 ÍBV - KR, Hásteinsvelli 21.30 Pepsi-mörk kvenna á Stöð 2 Sport HD Sturluð staðreynd: Stjarnan hefur ekki hafið deildarleik síðan árið 2004 þar sem hvorki ég né Adda komum við sögu. Það breytist á morgun. #fotboltinet #pepsideildin #landsbankadeildin #kempur #goals #2017 #fcstjarnan #komasvo #aimforthestars @stjornustelpur A post shared by harpathorsteins (@harpathorsteins) on Apr 26, 2017 at 3:47pm PDT
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59 Katrín: Geggjað að vera komin heim Katrín Ómarsdóttir er komin aftur í íslenska boltann eftir að hafa verið í atvinnumennsku síðustu átta árin. 26. apríl 2017 15:00 Margrét Lára: Fólk hefur enga ástæðu til að mæta ekki á kvennaleiki lengur Landsliðsfyrirliðinn bendir fótboltaáhugamönnum á að hafa hugann opinn og átta sig á því að karla- og kvennafótbolti eru ekki sama íþróttin. 26. apríl 2017 13:00 Gæti orðið geggjað sumar Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Pepsi-marka kvenna á Stöð 2 Sport, reiknar með hörkubaráttu bæði á toppi og botni deildarinnar. 27. apríl 2017 06:30 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59
Katrín: Geggjað að vera komin heim Katrín Ómarsdóttir er komin aftur í íslenska boltann eftir að hafa verið í atvinnumennsku síðustu átta árin. 26. apríl 2017 15:00
Margrét Lára: Fólk hefur enga ástæðu til að mæta ekki á kvennaleiki lengur Landsliðsfyrirliðinn bendir fótboltaáhugamönnum á að hafa hugann opinn og átta sig á því að karla- og kvennafótbolti eru ekki sama íþróttin. 26. apríl 2017 13:00
Gæti orðið geggjað sumar Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Pepsi-marka kvenna á Stöð 2 Sport, reiknar með hörkubaráttu bæði á toppi og botni deildarinnar. 27. apríl 2017 06:30