Tyrkir gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2017 22:57 Eftirmálar árásanna í Sýrlandi. Vísir/AFP Minnst tuttugu Kúrdar féllu í loftárásum Tyrkja í Írak og Sýrlandi í dag. Í Sýrlandi beindust árásirnar gegn meðlimum YPG, sem leiða baráttuna gegn Íslamska ríkinu og eru bandamenn Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa áhyggjur af árásunum. Í Írak féllu sex meðlimir Peshmerga sveitanna svokölluðu, sem eru að mestu vinveitt Tyrklandi. AFP fréttaveitan segir útlit fyrir að sú árás hafi verið slys. Yfirvöld í Tyrklandi segja árásirnar hafa beinst gegn „hryðjuverkamönnum“ og heita því að halda árásum áfram. Þeir segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi sem hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæði í austurhluta Tyrklands. Írakar segja árásina þar í landi vera brot á fullveldi Írak og alþjóðalögum. PKK hefur verið með viðveru við Sinjarfjall í Írak eftir að þeir komu Jasídum til aðstoðar eftir innrás Íslamska ríkisins í Írak sumarið 2014. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Mark Toner, segir Bandaríkin hafa komið áhyggjum sínum á framfæri við yfirvöld í Tyrklandi. Þrátt fyrir að Bandaríkin skilji áhyggjur Tyrkja vegna PKK skaði árásir sem þessar baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Írakskir Kúrdar hafa einnig lýst yfir andstöðu við veru PKK í Sinjarhéraði. Einn af forsvarsmönnum Syrian Democratic Forces, sem eru regnhlífarsamtök sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í Sýrlandi, kallar eftir því að Bandaríkin hjálpi þeim að koma upp loftvörnum til að verjast árásum Tyrkja. SDF stjórna stórum hluta Sýrlands sem liggur að landamærum Tyrklands. Tyrkir gerðu í raun innrás í Sýrland í ágúst í fyrra, með uppreisnarhópum sem þeir styðja, til þess að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar næðu öllum landamærunum á sitt vald. Þeir hafa jafnvel hótað því að beita hernaði gegn Kúrdum og sendu Bandaríkin hermenn til borgarinnar Manbij til þess að koma í veg fyrir slíka árás.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Tyrklandi segja 40 „hryðjuverkamenn“ hafa fallið í Sýrlandi og 30 í Írak. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir PKK ógna öryggi ríkisins og að barist yrði gegn þeim þrátt fyrir að þeir haldi til í „landi A eða landi B“. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Búast við frekari stuðningi Bandaríkjanna gegn ISIS Sýrlenskir Kúrdar segjast tilbúnir til að verjast gegn Tyrkjum. 15. febrúar 2017 21:49 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Höfuðvígi ISIS er nærri því umkringt Sveitir, studdar af Bandaríkjunum, hafa lokað síðasta þjóðveginum að borginni Raqqa. 6. mars 2017 17:03 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Minnst tuttugu Kúrdar féllu í loftárásum Tyrkja í Írak og Sýrlandi í dag. Í Sýrlandi beindust árásirnar gegn meðlimum YPG, sem leiða baráttuna gegn Íslamska ríkinu og eru bandamenn Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa áhyggjur af árásunum. Í Írak féllu sex meðlimir Peshmerga sveitanna svokölluðu, sem eru að mestu vinveitt Tyrklandi. AFP fréttaveitan segir útlit fyrir að sú árás hafi verið slys. Yfirvöld í Tyrklandi segja árásirnar hafa beinst gegn „hryðjuverkamönnum“ og heita því að halda árásum áfram. Þeir segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi sem hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæði í austurhluta Tyrklands. Írakar segja árásina þar í landi vera brot á fullveldi Írak og alþjóðalögum. PKK hefur verið með viðveru við Sinjarfjall í Írak eftir að þeir komu Jasídum til aðstoðar eftir innrás Íslamska ríkisins í Írak sumarið 2014. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Mark Toner, segir Bandaríkin hafa komið áhyggjum sínum á framfæri við yfirvöld í Tyrklandi. Þrátt fyrir að Bandaríkin skilji áhyggjur Tyrkja vegna PKK skaði árásir sem þessar baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Írakskir Kúrdar hafa einnig lýst yfir andstöðu við veru PKK í Sinjarhéraði. Einn af forsvarsmönnum Syrian Democratic Forces, sem eru regnhlífarsamtök sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í Sýrlandi, kallar eftir því að Bandaríkin hjálpi þeim að koma upp loftvörnum til að verjast árásum Tyrkja. SDF stjórna stórum hluta Sýrlands sem liggur að landamærum Tyrklands. Tyrkir gerðu í raun innrás í Sýrland í ágúst í fyrra, með uppreisnarhópum sem þeir styðja, til þess að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar næðu öllum landamærunum á sitt vald. Þeir hafa jafnvel hótað því að beita hernaði gegn Kúrdum og sendu Bandaríkin hermenn til borgarinnar Manbij til þess að koma í veg fyrir slíka árás.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Tyrklandi segja 40 „hryðjuverkamenn“ hafa fallið í Sýrlandi og 30 í Írak. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir PKK ógna öryggi ríkisins og að barist yrði gegn þeim þrátt fyrir að þeir haldi til í „landi A eða landi B“.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Búast við frekari stuðningi Bandaríkjanna gegn ISIS Sýrlenskir Kúrdar segjast tilbúnir til að verjast gegn Tyrkjum. 15. febrúar 2017 21:49 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Höfuðvígi ISIS er nærri því umkringt Sveitir, studdar af Bandaríkjunum, hafa lokað síðasta þjóðveginum að borginni Raqqa. 6. mars 2017 17:03 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Búast við frekari stuðningi Bandaríkjanna gegn ISIS Sýrlenskir Kúrdar segjast tilbúnir til að verjast gegn Tyrkjum. 15. febrúar 2017 21:49
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34
Höfuðvígi ISIS er nærri því umkringt Sveitir, studdar af Bandaríkjunum, hafa lokað síðasta þjóðveginum að borginni Raqqa. 6. mars 2017 17:03
Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56