Pepsi-spáin 2017: KA hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 24. apríl 2017 09:00 KA-menn fagna marki á Leiknisvelli síðasta sumar. vísir/stefán Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir KA 7. sæti deildarinnar. KA-menn leika nú í efstu deild í fyrsta sinn síðan 2004. KA hefur tjaldað miklu til á undanförnum árum og komst loks um deild í fyrra. KA hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari, árið 1989. Þjálfari KA er Srdjan Tufegdzic. Hann hefur verið hjá KA frá 2006, fyrst sem leikmaður, svo þjálfari í yngri flokkunum, aðstoðarþjálfari og loks aðalþjálfari. Túfa, eins og hann er jafnan kallaður, tók við KA þegar Bjarni Jóhannsson hætti í ágúst 2015 og kom liðinu svo upp um deild árið eftir. Hann framlengdi nýlega samning sinn við KA um tvö ár. Mögulegt byrjunarliðKA-menn eiga afskaplega erfiða byrjun á Íslandsmótinu. Í fyrstu fimm umferðunum fara þeir á Kópavogsvöll, í Kaplakrika og á Samsung-völlinn og mæta þar þremur af sterkustu liðum deildarinnar. KA-menn byrja á útileikjum gegn Breiðabliki og FH en fá svo Fjölni í heimsókn í fyrsta heimaleiknum 14. maí. Búast má við mikilli stemmningu á þeim leik enda fyrsti heimaleikur KA í efstu deild í 13 ár. KA sækir svo Stjörnuna heim áður en liðið tekur á móti Víkingi R. í 5. umferðinni.1. maí: Breiðablik - KA, Kópavogsvöllur8. maí: FH - KA, Kaplakriki14. maí: KA - Fjölnir, Akureyrarvöllur21. maí: Stjarnan - KA, Samsung-völlur27. maí: KA - Víkingur R., Akureyrarvöllur Þrír sem KA treystir áGuðmann Þórisson, Almarr Ormarsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson.vísir/stefán/eyþórGuðmann Þórisson: Margir ráku upp stór augu þegar Guðmann fór frá Íslandsmeisturum FH til KA korteri í mót í fyrra. Guðmann átti gott sumar í vörn KA sem fékk aðeins á sig 16 mörk í Inkasso-deildinni. Guðmann er öflugur og grimmur miðvörður sem átti tvö frábær tímabil með FH áður en hann fór til Mjällby í Svíþjóð.Almarr Ormarsson: Sneri aftur til uppeldisfélagsins í fyrra eftir góð ár hjá Reykjavíkurfélögunum Fram og KR í Pepsi-deildinni. Almarr býr yfir mikilli reynslu og getur hjálpað KA í mörgum stöðum. Flinkur spilari sem getur skorað mörk og verður afar mikilvægur fyrir KA í sumar.Hallgrímur Mar Steingrímsson: Húsvíkingurinn sneri aftur til KA í fyrra eftir eitt tímabil hjá Víkingi R. þar sem hann sýndi góða takta. Afskaplega hæfileikaríkur leikmaður sem getur bæði skorað og skapað fyrir aðra. KA-menn treysta á mörk og stoðsendingar frá Hallgrími í sumar. NýstirniðÁsgeir Sigurgeirsson sló í gegn í Inkasso-deildinni í fyrra þar sem hann skoraði átta mörk í 17 leikjum, þ.á.m. markið sem tryggði KA sæti í Pepsi-deildinni. Ásgeir byrjaði ungur að spila með Völsungi og fór svo til Stabæk í Noregi 2014. Húsvíkingurinn var lánaður til KA í fyrra og félagið keypti hann svo eftir tímabilið. Getur leikið allar stöður fremst á vellinum og er duglegur að skora. MarkaðurinnDanski framherjinn Emil Lyng kom frá Silkeborg.mynd/kaKomnir: Ásgeir Sigurgeirsson frá Stabæk Darko Bulatovic frá Cukaricki Emil Lyng frá Silkeborg Kristófer Páll Viðarsson frá Víkingi R. (Á láni) Steinþór Freyr Þorsteinsson frá Sandnes UlfFarnir: Juraj Grizlej í Keflavík Kristján Freyr Óðinsson í Dalvík/Reyni Pétur Heiðar Kristjánsson í Magna Orri Gústafsson fluttur erlendis KA-menn hafa verið rólegri á leikmannamarkaðinum en búist var við. Þeir keyptu Ásgeir eftir frábært tímabil í fyrra og fengu Kristófer Pál á láni frá Víkingi R. Efnilegur strákur sem skoraði 10 mörk fyrir Leikni F. í Inkasso-deildinni í fyrra. Steinþór Freyr Þorsteinsson er kominn heim eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku og hann kemur til með að fylla skarðið sem Juraj Grizlej skildi eftir sig. Steinþór var gríðarlega öflugur með Stjörnunni áður en hann fór út, þá sérstaklega á gervigrasinu í Garðabæ. Darko Bulatovic er vinstri bakvörður frá Svartfjallalandi og Emil Lyng er stór og stæðilegur Dani sem á að létta undir með Elfari Árna Aðalsteinssyni í framlínu KA. Hvað segir Hjörvar?vísir/pjetur„Mér líst ágætlega á KA en það vantar markaskorara í liðið,“ segir Hjörvar Hafliðason, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Ég vonast til að Ásgeir Sigurgeirsson verði einn af efnilegustu leikmönnum deildarinnar. Þeir fengu líka mjög reynslumikinn mann í Steinþóri Frey. Við munum hvernig hann gjörbreytti Stjörnunni þegar hann fór þangað á sínum tíma.“ Hjörvar hefur mestar áhyggjur af markvörslunni hjá KA í sumar. „Stóra spurningin fyrir mig er markvarslan. Srdjan Rajkovic stóð sig mjög vel í fyrra en var í erfiðleikum síðast þegar hann var í Pepsi-deildinni með Þór. Ef hann spilar eins og í fyrra verður þetta ekki vesen.“ Að lokumTúfa stýrir liði í fyrsta sinn í efstu deild í sumar.vísir/stefánÞað sem við vitum um KA er ... að liðið er vel skipulagt og fær fá mörk á sig. KA fékk aðeins 16 mörk á sig í 22 leikjum í Inkasso-deildinni í fyrra og einungis fjögur mörk í sjö leikjum í Lengjubikarnum í vetur. KA er með líkamlega sterka miðju og gott úrval af kantmönnum og sóknarsinnuðum miðjumönnum en vantar hreinræktaðan markaskorara. Metnaðurinn hjá KA er mikill og það verður væntanlega stemmning í kringum liðið, enda að spila í efstu deild í fyrsta sinn síðan 2004.Spurningamerkin eru ... hvernig standa KA-menn sig á stóra sviðinu eftir öll þessi ár í næstefstu deild? Þjálfarinn er í miklum metum fyrir norðan en hefur enga reynslu úr efstu deild, hvorki sem leikmaður né þjálfari. Liðið er með spennandi leikmenn fram á við en er ekki með framherja sem þeir geta treyst á að skori 10 mörk eða meira. Elfar Árni Aðalsteinsson er öflugur leikmaður og gerir mikið fyrir liðið en hefur aldrei skorað meira en fimm mörk á einu tímabili í Pepsi-deildinni. Rajkovic var frábær í markinu í fyrra en var aðallega í því að gefa mörk þegar hann lék síðast í Pepsi-deildinni. Eru bakverðirnir nógu sterkir fyrir Pepsi-deildina?Það mæðir mikið á Elfari Árna.vísir/stefánÍ besta falli: Kemst KA sómasamlega í gegnum erfiða byrjun á mótinu og býr til grunn til að byggja á í framhaldinu. Varnarleikurinn heldur og Rajkovic spilar eins og hann gerði í fyrra. Steinþór Freyr sýnir sömu takta og hann gerði með Stjörnunni á sínum tíma og Ásgeir blómstrar í deild þeirra bestu. Elfar Árni finnur sig loks sem markaskorari í efstu deild og liðsstyrkurinn að utan reynist góður. Þá getur KA endað í efri hlutanum.Í versta falli: Ná KA-menn aldrei að vinna sig út úr erfiðri byrjun á mótinu og þurfa að berjast í kjallaranum. 2013 útgáfan af Rajkovic stendur í markinu og liðið nær ekki að skora nógu mikið af mörkum. Það er talsverð pressa á KA þótt það sé nýliði og hún gæti lagst þungt á liðið, sérstaklega ef það fer illa af stað eins og möguleiki er á. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík áttunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir KA 7. sæti deildarinnar. KA-menn leika nú í efstu deild í fyrsta sinn síðan 2004. KA hefur tjaldað miklu til á undanförnum árum og komst loks um deild í fyrra. KA hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari, árið 1989. Þjálfari KA er Srdjan Tufegdzic. Hann hefur verið hjá KA frá 2006, fyrst sem leikmaður, svo þjálfari í yngri flokkunum, aðstoðarþjálfari og loks aðalþjálfari. Túfa, eins og hann er jafnan kallaður, tók við KA þegar Bjarni Jóhannsson hætti í ágúst 2015 og kom liðinu svo upp um deild árið eftir. Hann framlengdi nýlega samning sinn við KA um tvö ár. Mögulegt byrjunarliðKA-menn eiga afskaplega erfiða byrjun á Íslandsmótinu. Í fyrstu fimm umferðunum fara þeir á Kópavogsvöll, í Kaplakrika og á Samsung-völlinn og mæta þar þremur af sterkustu liðum deildarinnar. KA-menn byrja á útileikjum gegn Breiðabliki og FH en fá svo Fjölni í heimsókn í fyrsta heimaleiknum 14. maí. Búast má við mikilli stemmningu á þeim leik enda fyrsti heimaleikur KA í efstu deild í 13 ár. KA sækir svo Stjörnuna heim áður en liðið tekur á móti Víkingi R. í 5. umferðinni.1. maí: Breiðablik - KA, Kópavogsvöllur8. maí: FH - KA, Kaplakriki14. maí: KA - Fjölnir, Akureyrarvöllur21. maí: Stjarnan - KA, Samsung-völlur27. maí: KA - Víkingur R., Akureyrarvöllur Þrír sem KA treystir áGuðmann Þórisson, Almarr Ormarsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson.vísir/stefán/eyþórGuðmann Þórisson: Margir ráku upp stór augu þegar Guðmann fór frá Íslandsmeisturum FH til KA korteri í mót í fyrra. Guðmann átti gott sumar í vörn KA sem fékk aðeins á sig 16 mörk í Inkasso-deildinni. Guðmann er öflugur og grimmur miðvörður sem átti tvö frábær tímabil með FH áður en hann fór til Mjällby í Svíþjóð.Almarr Ormarsson: Sneri aftur til uppeldisfélagsins í fyrra eftir góð ár hjá Reykjavíkurfélögunum Fram og KR í Pepsi-deildinni. Almarr býr yfir mikilli reynslu og getur hjálpað KA í mörgum stöðum. Flinkur spilari sem getur skorað mörk og verður afar mikilvægur fyrir KA í sumar.Hallgrímur Mar Steingrímsson: Húsvíkingurinn sneri aftur til KA í fyrra eftir eitt tímabil hjá Víkingi R. þar sem hann sýndi góða takta. Afskaplega hæfileikaríkur leikmaður sem getur bæði skorað og skapað fyrir aðra. KA-menn treysta á mörk og stoðsendingar frá Hallgrími í sumar. NýstirniðÁsgeir Sigurgeirsson sló í gegn í Inkasso-deildinni í fyrra þar sem hann skoraði átta mörk í 17 leikjum, þ.á.m. markið sem tryggði KA sæti í Pepsi-deildinni. Ásgeir byrjaði ungur að spila með Völsungi og fór svo til Stabæk í Noregi 2014. Húsvíkingurinn var lánaður til KA í fyrra og félagið keypti hann svo eftir tímabilið. Getur leikið allar stöður fremst á vellinum og er duglegur að skora. MarkaðurinnDanski framherjinn Emil Lyng kom frá Silkeborg.mynd/kaKomnir: Ásgeir Sigurgeirsson frá Stabæk Darko Bulatovic frá Cukaricki Emil Lyng frá Silkeborg Kristófer Páll Viðarsson frá Víkingi R. (Á láni) Steinþór Freyr Þorsteinsson frá Sandnes UlfFarnir: Juraj Grizlej í Keflavík Kristján Freyr Óðinsson í Dalvík/Reyni Pétur Heiðar Kristjánsson í Magna Orri Gústafsson fluttur erlendis KA-menn hafa verið rólegri á leikmannamarkaðinum en búist var við. Þeir keyptu Ásgeir eftir frábært tímabil í fyrra og fengu Kristófer Pál á láni frá Víkingi R. Efnilegur strákur sem skoraði 10 mörk fyrir Leikni F. í Inkasso-deildinni í fyrra. Steinþór Freyr Þorsteinsson er kominn heim eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku og hann kemur til með að fylla skarðið sem Juraj Grizlej skildi eftir sig. Steinþór var gríðarlega öflugur með Stjörnunni áður en hann fór út, þá sérstaklega á gervigrasinu í Garðabæ. Darko Bulatovic er vinstri bakvörður frá Svartfjallalandi og Emil Lyng er stór og stæðilegur Dani sem á að létta undir með Elfari Árna Aðalsteinssyni í framlínu KA. Hvað segir Hjörvar?vísir/pjetur„Mér líst ágætlega á KA en það vantar markaskorara í liðið,“ segir Hjörvar Hafliðason, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Ég vonast til að Ásgeir Sigurgeirsson verði einn af efnilegustu leikmönnum deildarinnar. Þeir fengu líka mjög reynslumikinn mann í Steinþóri Frey. Við munum hvernig hann gjörbreytti Stjörnunni þegar hann fór þangað á sínum tíma.“ Hjörvar hefur mestar áhyggjur af markvörslunni hjá KA í sumar. „Stóra spurningin fyrir mig er markvarslan. Srdjan Rajkovic stóð sig mjög vel í fyrra en var í erfiðleikum síðast þegar hann var í Pepsi-deildinni með Þór. Ef hann spilar eins og í fyrra verður þetta ekki vesen.“ Að lokumTúfa stýrir liði í fyrsta sinn í efstu deild í sumar.vísir/stefánÞað sem við vitum um KA er ... að liðið er vel skipulagt og fær fá mörk á sig. KA fékk aðeins 16 mörk á sig í 22 leikjum í Inkasso-deildinni í fyrra og einungis fjögur mörk í sjö leikjum í Lengjubikarnum í vetur. KA er með líkamlega sterka miðju og gott úrval af kantmönnum og sóknarsinnuðum miðjumönnum en vantar hreinræktaðan markaskorara. Metnaðurinn hjá KA er mikill og það verður væntanlega stemmning í kringum liðið, enda að spila í efstu deild í fyrsta sinn síðan 2004.Spurningamerkin eru ... hvernig standa KA-menn sig á stóra sviðinu eftir öll þessi ár í næstefstu deild? Þjálfarinn er í miklum metum fyrir norðan en hefur enga reynslu úr efstu deild, hvorki sem leikmaður né þjálfari. Liðið er með spennandi leikmenn fram á við en er ekki með framherja sem þeir geta treyst á að skori 10 mörk eða meira. Elfar Árni Aðalsteinsson er öflugur leikmaður og gerir mikið fyrir liðið en hefur aldrei skorað meira en fimm mörk á einu tímabili í Pepsi-deildinni. Rajkovic var frábær í markinu í fyrra en var aðallega í því að gefa mörk þegar hann lék síðast í Pepsi-deildinni. Eru bakverðirnir nógu sterkir fyrir Pepsi-deildina?Það mæðir mikið á Elfari Árna.vísir/stefánÍ besta falli: Kemst KA sómasamlega í gegnum erfiða byrjun á mótinu og býr til grunn til að byggja á í framhaldinu. Varnarleikurinn heldur og Rajkovic spilar eins og hann gerði í fyrra. Steinþór Freyr sýnir sömu takta og hann gerði með Stjörnunni á sínum tíma og Ásgeir blómstrar í deild þeirra bestu. Elfar Árni finnur sig loks sem markaskorari í efstu deild og liðsstyrkurinn að utan reynist góður. Þá getur KA endað í efri hlutanum.Í versta falli: Ná KA-menn aldrei að vinna sig út úr erfiðri byrjun á mótinu og þurfa að berjast í kjallaranum. 2013 útgáfan af Rajkovic stendur í markinu og liðið nær ekki að skora nógu mikið af mörkum. Það er talsverð pressa á KA þótt það sé nýliði og hún gæti lagst þungt á liðið, sérstaklega ef það fer illa af stað eins og möguleiki er á.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík áttunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Víkingur hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík áttunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00