Pepsi-spáin 2017: ÍBV hafnar í 9. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 22. apríl 2017 09:00 ÍBV var spáð 9. sæti í fyrra og þar hafnaði liðið. vísir/ernir Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir ÍBV 9. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. ÍBV hafnar því í sama sæti og í fyrra ef spáin rætist en Eyjamenn hafa verið í fallbaráttu þrjú ár í röð. Mikill doði hefur verið yfir ÍBV-liðinu eftir að það var þrjú ár í röð í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn frá 2010-2012. Þjálfari ÍBV er Kristján Guðmundsson en fimmta árið í röð hefja Eyjamenn leik með nýjan þjálfara í brúnni. Eftir að vera hársbreidd frá því að gera Keflavík að Íslandsmeistara árið 2008 hefur ekki mikið gerst hjá Kristjáni. Hann stýrði Val í tvö ár og hafnaði um miðja deild áður en hann var látinn fara. Kristján sneri svo aftur til Keflavík en var látinn fara á öðru ári og endaði svo í 7. sæti Inkasso-deildarinnar með Leikni R. á síðustu leiktíð. Mögulegt byrjunarliðEyjamenn fá nokkuð fína byrjun á mótinu þar sem þeir geta safnað mikilvægum stigum á fyrsta mánuði deildarinnar. Þeir eiga heimaleik í fyrstu umferð á móti Fjölni sem er mikið spurningamerki en í fyrra pakkaði ÍBV Skagamönnum saman í fyrsta leik. Eftir erfiðan útileik á móti Stjörnunni mætir ÍBV svo þremur liðum í röð sem munu berjast við Eyjamenn í neðri helmingi deildarinnar en það eru Víkingsliðin tvö og Skagamenn. Kristján Guðmundsson getur ekki annað en verið hoppandi kátur með prógrammið til að byrja með þó það þýði að seinni hluti mótsins verði ansi erfiður.30. apríl: ÍBV – Fjölnir, Hásteinsvöllur07. maí: Stjarnan - ÍBV, Norðurálsvöllurinn14. maí: ÍBV – Víkingur R., Hásteinsvöllur21. maí: Víkingur Ó. - ÍBV, Norðurálsvöllurinn27. maí: ÍBV - ÍA, Hásteinsvöllur Þrír sem ÍBV treystir áHafsteinn Briem: HK-ingurinn hefur loksins fundið köllu sína í lífinu sem miðvörður en að fara til Eyja hefur gert gríðarlega mikið fyrir hann. Þessi 26 ára gamli leikmaður er einfaldlega einn af bestu miðvörðum deildarinnar og er ein helsta ástæða þess að ÍBV fékk á sig fæst mörk allra liðanna í neðri helmingi deildarinnar. Fyrir utan að vera sterkur varnarmaður er hann handfylli í vítateig mótherjanna en hann skoraði tvö mörk í fyrra.Avni Pepa: Landsliðsmaðurinn frá Kósóvó hefur myndað ótrúlega sterkt miðvarðapar með Hafsteini en þeir hafa verið í hjarta varnarinnar hjá Eyjamönnum undanfarin tvö ár. Avni er mikill leiðtogi og tók við fyrirliðabandinu hjá liðinu fyrir síðustu leiktíð. Sterkur miðvörður sem les leikinn vel og smellpassar með Hafsteini í varnarlínuna.Pablo Punyed: El Salvadorinn olli smá vonbrigðum í fyrra því það vita allir hvað þessi frábæri leikmaður getur. Pablo þarf að gera mun meira fram á við til að hjálpa ÍBV að skora fleiri mörk en það var vandamál liðsins á síðustu leiktíð. Pablo hefur sýnt að hann getur verið einn af betri miðjumönnum deildarinnar þegar hann er upp á sitt besta og þannig þarf hann að spila fyrir Eyjamenn.Nýstirnið Arnór Gauti Ragnarsson er tvítugur Mosfellingur sem fór ungur að árum til Breiðabliks. Hann spilaði tvo leiki í Pepsi-deildinni fyrir Blika árið 2015. Hann var lánaður þaðan til Selfoss í fyrra þar sem hann spilaði mjög vel og var í kjölfarið fenginn til ÍBV síðasta haust. Kristján Guðmundsson hefur sett mikið traust á þennan öfluga leikmann. Arnór Gauti verður í framlínunni hjá ÍBV og er ætlað að skora mörk sem gæti reynst erfitt á sínu fyrsta alvöru tímabili í efstu deild en hann hefur verið að skora á undirbúningstímabilinu og setti meðal annars þrjú í Lengjubikarnum. Arnór Gauti er mjög fljótur og kraftmikill leikmaður sem gæti vakið mikla athygli í sumar. MarkaðurinnKomnir: Alvaro Montejo Calleja frá Fylki Arnór Gauti Ragnarsson frá Breiðabliki Atli Arnarson frá Leikni R. Jónas Þór Næs frá B36 Kaj Leo í Bartalsstovu frá FH Viktor Adebahr frá SvíþjóðFarnir: Aron Bjarnason í Breiðablik Benedikt Októ Bjarnason í Fram Guðmundur Steinn Hafsteinsson í Víking Ó. Jonathan Barden Mees Siers Simon Smidt í Fram Sören Andreasen ÍBV hefur gert ágætlega á leikmannamarkaðnum en það fyllti til dæmis í skarð enska bakvarðarins Jonathan Barden með færeyska landsliðsmanninum Jónasi Tór Næs sem spilaði áður fyrir Kristján Guðmundsson hjá Val. Annars halda Eyjamenn varnarlínu sinni. Tveir leikmenn sem spiluðu í Inkasso-deildinni í fyrra; Atli Arnarson og Arnór Gauti Ragnarsson eru mættir til ÍBV og á eftir að sjá hvernig þeir koma til með að standa sig en Atli var fínn með Leikni fyrir tveimur árum. Annar færeyskur landsliðsmaður, Kaj Leó í Bartalstovu, spilaði lítið fyrir FH í fyrra en fær nú tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þetta er tæknilega góður leikmaður sem ætti að bæta sóknarleik Eyjamanna en hann er aðeins of latur við að verjast. Alvaro Montejo, sem var hjá Fylki í fyrra og Huginn þar áður, er einnig kominn sem og Viktor Adebahr frá Svíþjóð sem menn vita minna um. Mesti missir Eyjamanna var að Aron Bjarnason skildi fara til Breiðabliks en hann var frábær á lokasprettinum í fyrra og átti stóran þátt í því að halda liðinu uppi. Mees Siers var sterkur á miðjunni og er missir af honum sem og Simon Smidt sem átti fínar innkomur. Hvað segir Óskar Hrafn?„Fyrir mér er ÍBV frekar stórt spurningamerki. Þeir halda sínu miðvarðapari, sem var sterkasti hluti liðsins í fyrra, og ég á erfitt að sjá fyrir mér hver eigi að skora mörkin,“ sagði Óskar Hrafn en Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur lítið getað spilað vegna meiðsla síðustu misserin. „Þeir eru að treysta svolítið á Arnór Gauta Ragnarsson, ungan strák sem var með Selfossi í fyrra. Það er munur á því að spila í Inkasso-deildinni og Pepsi-deildinni.“ Kristján Guðmundsson tók við ÍBV fyrir núverandi tímabil. „Honum hefur ekki gengið vel á undanförnum árum. Það verður bara að segjast eins og er, sérstaklega ekki í Pepsi-deildinni með Keflavík. Það er ekki auðvelt að vera þjálfari í Eyjum - stemningin er ekki sú sama og fyrir nokkrum árum.“ Óskar Hrafn telur að ÍBV falli ekki. „En þeir verða nálægt fallsvæðinu og kannski í botnbaráttu í allt sumar.“ Að lokumÞað sem við vitum um ÍBV er... að liðið er með eina bestu vörnina í deildinni og hún verður að halda áfram eins og hún gerði í fyrra. Derby Carillo er jóker í markinu; stundum er hann meðal bestu markvarða deildarinnar eins og í undanúrslitum bikarsins á móti FH í fyrra og stundum gefur hann ótrúleg mörk. Liðið á það til að fara á spretti þar sem það vinnur ekki leiki og áhuginn á liðinu í Vestmannaeyjum getur verið nokkuð fljótur að hverfa. Það er mikilvægt fyrir ÍBV að byrja vel.Spurningamerkin eru... eins og undanfarin ár: Hver á að skora mörkin? Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur verið að spila æfingaleiki að undanförnu en geti hann beitt sér í sumar verður það mikill styrkur fyrir Eyjaliðið. Kristján Guðmundsson þarf líka að sýna sömu töfrana og hann gerði á árum áður en þrátt fyrir að vera talinn einn besti þjálfarinn á Íslandi í dag hefur árangurinn ekki verið upp á marga fiska.Í besta falli: Heldur varnarleikurinn áfram að vera einn sá besti í deildinni og liðið getur bætt við mörkum og þannig unnið fleiri leiki. Eyjamenn fara vel af stað og halda stemningunni sem er svo mikilvæg fyrir liðið eins mikil klisja og það er. Útlendingarnir blómstra og Gunnar Heiðar getur skorað einhver mörk. Gangi allt upp hjá ÍBV getur það endað um miðja deild.Í versta falli: Heldur markaleysið og stemningsleysið áfram í Eyjum. Þeir hafa verið nokkuð duglegir að styrkja hópinn undanfarin ár en verið langt frá markmiðum sínum. ÍBV hefur átt það til að tapa mörgum leikjum í röð og þannig hefur stemningin alveg dáið. Liðið hefur undanfarin þrjú tímabil gælt við fallið og ef ekkert breytist geta Eyjamenn mögulega kvatt deildina ef allt fer á versta veg. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir ÍBV 9. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. ÍBV hafnar því í sama sæti og í fyrra ef spáin rætist en Eyjamenn hafa verið í fallbaráttu þrjú ár í röð. Mikill doði hefur verið yfir ÍBV-liðinu eftir að það var þrjú ár í röð í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn frá 2010-2012. Þjálfari ÍBV er Kristján Guðmundsson en fimmta árið í röð hefja Eyjamenn leik með nýjan þjálfara í brúnni. Eftir að vera hársbreidd frá því að gera Keflavík að Íslandsmeistara árið 2008 hefur ekki mikið gerst hjá Kristjáni. Hann stýrði Val í tvö ár og hafnaði um miðja deild áður en hann var látinn fara. Kristján sneri svo aftur til Keflavík en var látinn fara á öðru ári og endaði svo í 7. sæti Inkasso-deildarinnar með Leikni R. á síðustu leiktíð. Mögulegt byrjunarliðEyjamenn fá nokkuð fína byrjun á mótinu þar sem þeir geta safnað mikilvægum stigum á fyrsta mánuði deildarinnar. Þeir eiga heimaleik í fyrstu umferð á móti Fjölni sem er mikið spurningamerki en í fyrra pakkaði ÍBV Skagamönnum saman í fyrsta leik. Eftir erfiðan útileik á móti Stjörnunni mætir ÍBV svo þremur liðum í röð sem munu berjast við Eyjamenn í neðri helmingi deildarinnar en það eru Víkingsliðin tvö og Skagamenn. Kristján Guðmundsson getur ekki annað en verið hoppandi kátur með prógrammið til að byrja með þó það þýði að seinni hluti mótsins verði ansi erfiður.30. apríl: ÍBV – Fjölnir, Hásteinsvöllur07. maí: Stjarnan - ÍBV, Norðurálsvöllurinn14. maí: ÍBV – Víkingur R., Hásteinsvöllur21. maí: Víkingur Ó. - ÍBV, Norðurálsvöllurinn27. maí: ÍBV - ÍA, Hásteinsvöllur Þrír sem ÍBV treystir áHafsteinn Briem: HK-ingurinn hefur loksins fundið köllu sína í lífinu sem miðvörður en að fara til Eyja hefur gert gríðarlega mikið fyrir hann. Þessi 26 ára gamli leikmaður er einfaldlega einn af bestu miðvörðum deildarinnar og er ein helsta ástæða þess að ÍBV fékk á sig fæst mörk allra liðanna í neðri helmingi deildarinnar. Fyrir utan að vera sterkur varnarmaður er hann handfylli í vítateig mótherjanna en hann skoraði tvö mörk í fyrra.Avni Pepa: Landsliðsmaðurinn frá Kósóvó hefur myndað ótrúlega sterkt miðvarðapar með Hafsteini en þeir hafa verið í hjarta varnarinnar hjá Eyjamönnum undanfarin tvö ár. Avni er mikill leiðtogi og tók við fyrirliðabandinu hjá liðinu fyrir síðustu leiktíð. Sterkur miðvörður sem les leikinn vel og smellpassar með Hafsteini í varnarlínuna.Pablo Punyed: El Salvadorinn olli smá vonbrigðum í fyrra því það vita allir hvað þessi frábæri leikmaður getur. Pablo þarf að gera mun meira fram á við til að hjálpa ÍBV að skora fleiri mörk en það var vandamál liðsins á síðustu leiktíð. Pablo hefur sýnt að hann getur verið einn af betri miðjumönnum deildarinnar þegar hann er upp á sitt besta og þannig þarf hann að spila fyrir Eyjamenn.Nýstirnið Arnór Gauti Ragnarsson er tvítugur Mosfellingur sem fór ungur að árum til Breiðabliks. Hann spilaði tvo leiki í Pepsi-deildinni fyrir Blika árið 2015. Hann var lánaður þaðan til Selfoss í fyrra þar sem hann spilaði mjög vel og var í kjölfarið fenginn til ÍBV síðasta haust. Kristján Guðmundsson hefur sett mikið traust á þennan öfluga leikmann. Arnór Gauti verður í framlínunni hjá ÍBV og er ætlað að skora mörk sem gæti reynst erfitt á sínu fyrsta alvöru tímabili í efstu deild en hann hefur verið að skora á undirbúningstímabilinu og setti meðal annars þrjú í Lengjubikarnum. Arnór Gauti er mjög fljótur og kraftmikill leikmaður sem gæti vakið mikla athygli í sumar. MarkaðurinnKomnir: Alvaro Montejo Calleja frá Fylki Arnór Gauti Ragnarsson frá Breiðabliki Atli Arnarson frá Leikni R. Jónas Þór Næs frá B36 Kaj Leo í Bartalsstovu frá FH Viktor Adebahr frá SvíþjóðFarnir: Aron Bjarnason í Breiðablik Benedikt Októ Bjarnason í Fram Guðmundur Steinn Hafsteinsson í Víking Ó. Jonathan Barden Mees Siers Simon Smidt í Fram Sören Andreasen ÍBV hefur gert ágætlega á leikmannamarkaðnum en það fyllti til dæmis í skarð enska bakvarðarins Jonathan Barden með færeyska landsliðsmanninum Jónasi Tór Næs sem spilaði áður fyrir Kristján Guðmundsson hjá Val. Annars halda Eyjamenn varnarlínu sinni. Tveir leikmenn sem spiluðu í Inkasso-deildinni í fyrra; Atli Arnarson og Arnór Gauti Ragnarsson eru mættir til ÍBV og á eftir að sjá hvernig þeir koma til með að standa sig en Atli var fínn með Leikni fyrir tveimur árum. Annar færeyskur landsliðsmaður, Kaj Leó í Bartalstovu, spilaði lítið fyrir FH í fyrra en fær nú tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þetta er tæknilega góður leikmaður sem ætti að bæta sóknarleik Eyjamanna en hann er aðeins of latur við að verjast. Alvaro Montejo, sem var hjá Fylki í fyrra og Huginn þar áður, er einnig kominn sem og Viktor Adebahr frá Svíþjóð sem menn vita minna um. Mesti missir Eyjamanna var að Aron Bjarnason skildi fara til Breiðabliks en hann var frábær á lokasprettinum í fyrra og átti stóran þátt í því að halda liðinu uppi. Mees Siers var sterkur á miðjunni og er missir af honum sem og Simon Smidt sem átti fínar innkomur. Hvað segir Óskar Hrafn?„Fyrir mér er ÍBV frekar stórt spurningamerki. Þeir halda sínu miðvarðapari, sem var sterkasti hluti liðsins í fyrra, og ég á erfitt að sjá fyrir mér hver eigi að skora mörkin,“ sagði Óskar Hrafn en Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur lítið getað spilað vegna meiðsla síðustu misserin. „Þeir eru að treysta svolítið á Arnór Gauta Ragnarsson, ungan strák sem var með Selfossi í fyrra. Það er munur á því að spila í Inkasso-deildinni og Pepsi-deildinni.“ Kristján Guðmundsson tók við ÍBV fyrir núverandi tímabil. „Honum hefur ekki gengið vel á undanförnum árum. Það verður bara að segjast eins og er, sérstaklega ekki í Pepsi-deildinni með Keflavík. Það er ekki auðvelt að vera þjálfari í Eyjum - stemningin er ekki sú sama og fyrir nokkrum árum.“ Óskar Hrafn telur að ÍBV falli ekki. „En þeir verða nálægt fallsvæðinu og kannski í botnbaráttu í allt sumar.“ Að lokumÞað sem við vitum um ÍBV er... að liðið er með eina bestu vörnina í deildinni og hún verður að halda áfram eins og hún gerði í fyrra. Derby Carillo er jóker í markinu; stundum er hann meðal bestu markvarða deildarinnar eins og í undanúrslitum bikarsins á móti FH í fyrra og stundum gefur hann ótrúleg mörk. Liðið á það til að fara á spretti þar sem það vinnur ekki leiki og áhuginn á liðinu í Vestmannaeyjum getur verið nokkuð fljótur að hverfa. Það er mikilvægt fyrir ÍBV að byrja vel.Spurningamerkin eru... eins og undanfarin ár: Hver á að skora mörkin? Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur verið að spila æfingaleiki að undanförnu en geti hann beitt sér í sumar verður það mikill styrkur fyrir Eyjaliðið. Kristján Guðmundsson þarf líka að sýna sömu töfrana og hann gerði á árum áður en þrátt fyrir að vera talinn einn besti þjálfarinn á Íslandi í dag hefur árangurinn ekki verið upp á marga fiska.Í besta falli: Heldur varnarleikurinn áfram að vera einn sá besti í deildinni og liðið getur bætt við mörkum og þannig unnið fleiri leiki. Eyjamenn fara vel af stað og halda stemningunni sem er svo mikilvæg fyrir liðið eins mikil klisja og það er. Útlendingarnir blómstra og Gunnar Heiðar getur skorað einhver mörk. Gangi allt upp hjá ÍBV getur það endað um miðja deild.Í versta falli: Heldur markaleysið og stemningsleysið áfram í Eyjum. Þeir hafa verið nokkuð duglegir að styrkja hópinn undanfarin ár en verið langt frá markmiðum sínum. ÍBV hefur átt það til að tapa mörgum leikjum í röð og þannig hefur stemningin alveg dáið. Liðið hefur undanfarin þrjú tímabil gælt við fallið og ef ekkert breytist geta Eyjamenn mögulega kvatt deildina ef allt fer á versta veg.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00