Svala fékk lága einkunn frá blaðamönnum: „Þetta var ekki svo hrífandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2017 15:39 Svala Björgvinsdóttir á sviði í Kænugarði. Eurovision „Þetta var ekki svo hrífandi,“ sagði blaðamaður Eurovision-vefsins ESC Today um æfingu Svölu Björgvinsdóttir í Kænugarði í Úkraínu í gær. Að hans mati er lagið hennar, Paper, ekki grípandi og atriðið frekar bragðlaust. 35 blaðamenn greiddu atkvæði um níu keppendur sem æfðu í Kænugarði í gær og endaði Svala í næst síðasta sæti með ellefu stig, fimm stigum á undan Tékklandi sem var neðst með sex stig. Hver blaðamaður gaf uppáhaldsatriðinu sínu fimm stig, næst besta þrjú stig og því þriðja besta eitt stig. Armenía fékk 100 stig í þessari könnun, Moldovía 69 stig og Kýpur 40 stig.Svala mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovison níunda maí næstkomandi. Verður hún þrettánda á svið. Sá sem fór yfir frammistöðu hennar í beinni útsendingu á Facebook-síðu ESC Today sagði atriði Svölu vera keimlíkt framlögum Íslands síðustu tveggja ára. Dökkt yfirbragð og norðurljósabjarmi á sviðinu. „Ef það var ekki nóg fyrir síðustu tvö ár,“ sagði blaðamaðurinn sem sagði atriði Svölu afar einfalt og það sé í raun ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. Hann sagði Svölu vera fínustu söngkonu og geta hreyft sig á sviði en lagið sé ekki eins grípandi og það pólska sem einnig er sungið af afar góðri ljóshærðri söngkonu.Hann vildi þó meina að það væri meiri tilfinning í pólska framlaginu á meðan það íslenska sé kaldara. „Svala eins og margir segir lagið sitt afar persónulegt og hún sé að koma mikilvægum boðskap á framfæri og þess vegna þurfi hún að vera ein á sviðinu, en þetta virkar ekki fyrir alla,“ sagði blaðamaðurinn. Hægt er að hlusta á það sem hann hefur um atriði Svölu að segja hér fyrir neðan en umræðan um atriði Svölu hefst þegar 12 mínútur eru liðnar af myndbandinu:Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
„Þetta var ekki svo hrífandi,“ sagði blaðamaður Eurovision-vefsins ESC Today um æfingu Svölu Björgvinsdóttir í Kænugarði í Úkraínu í gær. Að hans mati er lagið hennar, Paper, ekki grípandi og atriðið frekar bragðlaust. 35 blaðamenn greiddu atkvæði um níu keppendur sem æfðu í Kænugarði í gær og endaði Svala í næst síðasta sæti með ellefu stig, fimm stigum á undan Tékklandi sem var neðst með sex stig. Hver blaðamaður gaf uppáhaldsatriðinu sínu fimm stig, næst besta þrjú stig og því þriðja besta eitt stig. Armenía fékk 100 stig í þessari könnun, Moldovía 69 stig og Kýpur 40 stig.Svala mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovison níunda maí næstkomandi. Verður hún þrettánda á svið. Sá sem fór yfir frammistöðu hennar í beinni útsendingu á Facebook-síðu ESC Today sagði atriði Svölu vera keimlíkt framlögum Íslands síðustu tveggja ára. Dökkt yfirbragð og norðurljósabjarmi á sviðinu. „Ef það var ekki nóg fyrir síðustu tvö ár,“ sagði blaðamaðurinn sem sagði atriði Svölu afar einfalt og það sé í raun ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. Hann sagði Svölu vera fínustu söngkonu og geta hreyft sig á sviði en lagið sé ekki eins grípandi og það pólska sem einnig er sungið af afar góðri ljóshærðri söngkonu.Hann vildi þó meina að það væri meiri tilfinning í pólska framlaginu á meðan það íslenska sé kaldara. „Svala eins og margir segir lagið sitt afar persónulegt og hún sé að koma mikilvægum boðskap á framfæri og þess vegna þurfi hún að vera ein á sviðinu, en þetta virkar ekki fyrir alla,“ sagði blaðamaðurinn. Hægt er að hlusta á það sem hann hefur um atriði Svölu að segja hér fyrir neðan en umræðan um atriði Svölu hefst þegar 12 mínútur eru liðnar af myndbandinu:Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira