Gefa út fatalínu úr IKEA pokum Stefán Árni Pálsson skrifar 19. maí 2017 16:30 Eldur Aron Eiðsson og Pálmi Kormákur Baltasarsson í IKEA vörunum. Inklaw „Þetta seldist alveg ótrúlega vel og línan er uppseld en hún kom í mjög takmörkuðu upplagi,” segir Anton Sigfússon hjá íslenska götutískumerkinu INKLAW. Merkið sendi á dögunum frá sér fatalínu sem unnin er úr hinum vel þekkta bláa innkaupapoka frá sænska húsgagnaframleiðandanum IKEA. Línan stendur saman af joggingalla, buxum og hettupeysu sem koma í bláu og svörtu lit og svo jakka sem saumaður er alfarið úr innkaupapokanum. „Við fengum þessa hugmynd út frá IKEA hæpinu sem hófst með töskunni frá Balenciaga,” segir Anton og vísar þar það þegar franska tískuhúsið sendi frá sér tösku sem þótti svipa töluvert til hins vel þekkta bláa innkaupapoka í enda apríl. Vildu ekki taka tilboðinu fyrst „Í kjölfarið fóru ýmsir að búa til allskonar hluti úr pokanum. Við vorum ekkert endilega að spá í að taka þátt í þessu fyrst en fannst samt spennandi tilhugsun að fara í samstarf með einhverjum svona stórum fyrirtækjum og gera eitthvað kúl. Okkur varð strax hugsað til þess þegar franska merkið Vetements fór í samstarf með DHL. Þau hönnuðu gula stuttermaboli með DHL lógóinu og þeir seldust stax upp,” segir Anton. „Við höfðum samband við IKEA og fengum strax jákvætt svar. Þá settum við nokkrar hugmyndir á blað og köstuðum á milli. Svo ákváðum við bara að keyra á þetta,” segir Anton og bætir við að ekki hafi liðið langur tími frá því að þeir settu sig í samband við IKEA og að línan leit dagsins ljós. „Okkur fannst þetta skemmtileg og sniðug hugmynd í ljósi þess að fólk hefur verið að gera allskonar úr pokanum. Við ákváðum því að taka þátt í þessu með þeim og hafa gaman af,” segir Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri IKEA á Íslandi. „Þetta er fyrsta samstarfið af þessum toga sem hefur komið inn á borð til okkar en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér,” segir hún og hlær. Og eftir að línan var tilbúin var ekki annað í stöðunni en að taka kynningarefni fyrir hana í sjálfu móðurskipinu, verslun IKEA. Anton segir það hafa verið skemmtilega furðulega upplifun að hafa verslunina út af fyrir sig en þeir tóku kynningarefnið upp eftir lokun en samstarfið hafi verið hið ánægjulegasta. Í mars síðastliðnum tóku þeir þátt í RFF, kynntu þar nýja fatalínu og opnuðu pop-up búð og show-room í flagskipsverslun Cintamani í Bankastræti. Fram til þessa hafa INKLAW vörur einungis verið fáanlegar í vefverslun þeirra, en merkið var stofnað árið 2013. Aðstandendur merkisins, auk Antons, eru þeir Róbert Ómar Elmarsson, Guðjón Geir Geirsson og Christopher Cannon. Hver flík er handgerð og mynstur handmáluð í hönnunarstúdíói merkisins. Fjölmargar stjörnur hafa klæðst flíkum frá merkinu og má sem dæmi nefna eina skærustu poppstjörnu heims og Íslandsvininn Justin Bieber. Það er því óhætt að segja að nóg hafi verið um að vera hjá INKLAW á síðastliðnum mánuðum og ýmislegt er á döfinni því von er á stórri tilkynningu frá merkinu í næstu viku. Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Sveins snýr aftur til Íslands „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Sjá meira
„Þetta seldist alveg ótrúlega vel og línan er uppseld en hún kom í mjög takmörkuðu upplagi,” segir Anton Sigfússon hjá íslenska götutískumerkinu INKLAW. Merkið sendi á dögunum frá sér fatalínu sem unnin er úr hinum vel þekkta bláa innkaupapoka frá sænska húsgagnaframleiðandanum IKEA. Línan stendur saman af joggingalla, buxum og hettupeysu sem koma í bláu og svörtu lit og svo jakka sem saumaður er alfarið úr innkaupapokanum. „Við fengum þessa hugmynd út frá IKEA hæpinu sem hófst með töskunni frá Balenciaga,” segir Anton og vísar þar það þegar franska tískuhúsið sendi frá sér tösku sem þótti svipa töluvert til hins vel þekkta bláa innkaupapoka í enda apríl. Vildu ekki taka tilboðinu fyrst „Í kjölfarið fóru ýmsir að búa til allskonar hluti úr pokanum. Við vorum ekkert endilega að spá í að taka þátt í þessu fyrst en fannst samt spennandi tilhugsun að fara í samstarf með einhverjum svona stórum fyrirtækjum og gera eitthvað kúl. Okkur varð strax hugsað til þess þegar franska merkið Vetements fór í samstarf með DHL. Þau hönnuðu gula stuttermaboli með DHL lógóinu og þeir seldust stax upp,” segir Anton. „Við höfðum samband við IKEA og fengum strax jákvætt svar. Þá settum við nokkrar hugmyndir á blað og köstuðum á milli. Svo ákváðum við bara að keyra á þetta,” segir Anton og bætir við að ekki hafi liðið langur tími frá því að þeir settu sig í samband við IKEA og að línan leit dagsins ljós. „Okkur fannst þetta skemmtileg og sniðug hugmynd í ljósi þess að fólk hefur verið að gera allskonar úr pokanum. Við ákváðum því að taka þátt í þessu með þeim og hafa gaman af,” segir Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri IKEA á Íslandi. „Þetta er fyrsta samstarfið af þessum toga sem hefur komið inn á borð til okkar en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér,” segir hún og hlær. Og eftir að línan var tilbúin var ekki annað í stöðunni en að taka kynningarefni fyrir hana í sjálfu móðurskipinu, verslun IKEA. Anton segir það hafa verið skemmtilega furðulega upplifun að hafa verslunina út af fyrir sig en þeir tóku kynningarefnið upp eftir lokun en samstarfið hafi verið hið ánægjulegasta. Í mars síðastliðnum tóku þeir þátt í RFF, kynntu þar nýja fatalínu og opnuðu pop-up búð og show-room í flagskipsverslun Cintamani í Bankastræti. Fram til þessa hafa INKLAW vörur einungis verið fáanlegar í vefverslun þeirra, en merkið var stofnað árið 2013. Aðstandendur merkisins, auk Antons, eru þeir Róbert Ómar Elmarsson, Guðjón Geir Geirsson og Christopher Cannon. Hver flík er handgerð og mynstur handmáluð í hönnunarstúdíói merkisins. Fjölmargar stjörnur hafa klæðst flíkum frá merkinu og má sem dæmi nefna eina skærustu poppstjörnu heims og Íslandsvininn Justin Bieber. Það er því óhætt að segja að nóg hafi verið um að vera hjá INKLAW á síðastliðnum mánuðum og ýmislegt er á döfinni því von er á stórri tilkynningu frá merkinu í næstu viku.
Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Sveins snýr aftur til Íslands „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Sjá meira