Níu af tólf leikmönnum í karlalandsliðinu á Smáþjóðaleikunum í San Marínó eru nýliðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2017 14:06 Kristófer Acox er reynslumesti leikmaður íslenska karlalandsliðsins á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Vísir/Anton Craig Pedersen mun ekki stýra íslenska karlalandsliðinu á Smáþjóðaleikunum í San Marínó og lykilmenn landsliðsins verða heldur ekki með á leikunum. Níu nýliðar eru í karlalandsliðinu en einn nýliði hjá konunum. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem munu skipa landslið Íslands, hjá konum og körlum, á Smáþjóðaleikunum, GSSE 2017, sem fara fram í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní. Ísland sendir til leiks landslið karla og kvenna í keppnina en þetta eru sautjándu leikar smáríkja Evrópu sem haldnir eru annað hvert ár. Síðustu leikar voru haldnir hér á landi fyrir tveimur árum þar sem bæði liðin okkar höfnuðu í 2. sæti. Í báðum landsliðunum í þessu verkefni fá leikmenn sem leika í háskólum í Bandaríkjunum tækifæri til að taka þátt, sem er gleðiefni, en margir efnilegir leikmenn, sem hafa verið í yngri landsliðum og A-liðum undanfarin ár, iðka þar nám og leika körfuknattleik um þessar mundir. Landslið kvenna er skipuð öllum þeim bestu leikmönnum sem leikfærir eru. Gunnhildur Gunnardóttir er barnshafandi og í fríi að þessu sinni. Ívar Ásgrímsson og aðstoðarþjálfarar hans Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, völdu 12 leikmenn í þetta verkefni, en fleiri leikmenn hafa verið við æfingar með þeim að undanförnu sem munu fá tækifæri í vináttulandsleikjum í Írlandi um miðjan júní í kjölfar Smáþjóðaleika. Keflvíkingurinn Birna Valgerður Benónýsdóttir er eini nýliðinn í liðinu. Helena Sverrisdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir barnsburðarleyfi. Ákvörðun var tekin af þjálfurum karlaliðsins að nýta þetta mót til að skoða yngri leikmenn og nota nokkra af þeim sem eru að fara á lokamót U20 landsliða í sumar spreyta sig í bland við aðra unga leikmenn. Einungis þrír leikmenn karlaliðsins eiga A-leiki að baki sem eru í hóp að þessu sinni. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, valdi liðið með Finni Frey Stefánssyni og Arnari Guðjónsyni, aðstoðarþjálfurum sínum. Finnur Freyr mun stýra liðinu á leikunum en Finnur er einnig þjálfari U20 liðsins og Baldur Þór er hans aðstoðarþjálfari í báðum verkefnunum. Kristófer Acox er reynslumesti leikmaður hópsins með 12 leiki en Ólafur Ólafsson hefur spilað 11 leiki og Tryggvi Snær Hlinason átta landsleiki.Eftirtaldir leikmenn skipa landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum í San Marino 2017:Landslið kvenna Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell (8 landsleikir) Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík (2) Hallveig Jónsdóttir · Valur (5) Helena Sverrisdóttir · Haukar (61) Hildur Björg Kjartansdóttir · UTPA, USA / Snæfell (12) Ingunn Embla Kristínardóttir · Grindavík (9) Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Stjarnan (37) Sandra Lind Þrastardóttir · Horsholms 79’ers, DK (11) Sara Rún Hinriksdóttir · Canisius, USA / Keflavík (9) Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (44) Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík (2) (Landsleikir innan sviga), Birna Valgerður er nýliði. Þjálfarar verða Ívar Ásgrímsson og Bjarni Magnússon.Landslið karla Emil Karel Einarsson · Þór Þorlákshöfn Gunnar Ólafsson · St. Francis, USA / Keflavík Jón Axel Guðmundsson · Davidson, USA / Grindavík Kári Jónsson · Drexler, USA / Haukar Kristinn Pálsson · Marist, USA / Njarðvík Kristófer Acox · KR (12 landsleikir) Maciek Baginski · Þór Þorlákshöfn Matthías Orri Sigurðarson · ÍR Ólafur Ólafsson · Grindavík (11) Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll Tryggvi Snær Hlinason · Þór Akureyri (8) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR Þjálfarar verða Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson. FIBA hefur útnefnt tvo dómara frá Íslandi til að dæma á Smáþjóðaleikunum en það eru okkar FIBA dómarar, þeir Leifur S. Garðarsson og Sigmundur Már Herbertsson, sem fara fyrir hönd Íslands og dæma á leikunum. Að auki fer 5 manna fagteymi og fararstjórn frá KKÍ á mótið liðunum til halds og trausts. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Craig Pedersen mun ekki stýra íslenska karlalandsliðinu á Smáþjóðaleikunum í San Marínó og lykilmenn landsliðsins verða heldur ekki með á leikunum. Níu nýliðar eru í karlalandsliðinu en einn nýliði hjá konunum. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem munu skipa landslið Íslands, hjá konum og körlum, á Smáþjóðaleikunum, GSSE 2017, sem fara fram í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní. Ísland sendir til leiks landslið karla og kvenna í keppnina en þetta eru sautjándu leikar smáríkja Evrópu sem haldnir eru annað hvert ár. Síðustu leikar voru haldnir hér á landi fyrir tveimur árum þar sem bæði liðin okkar höfnuðu í 2. sæti. Í báðum landsliðunum í þessu verkefni fá leikmenn sem leika í háskólum í Bandaríkjunum tækifæri til að taka þátt, sem er gleðiefni, en margir efnilegir leikmenn, sem hafa verið í yngri landsliðum og A-liðum undanfarin ár, iðka þar nám og leika körfuknattleik um þessar mundir. Landslið kvenna er skipuð öllum þeim bestu leikmönnum sem leikfærir eru. Gunnhildur Gunnardóttir er barnshafandi og í fríi að þessu sinni. Ívar Ásgrímsson og aðstoðarþjálfarar hans Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, völdu 12 leikmenn í þetta verkefni, en fleiri leikmenn hafa verið við æfingar með þeim að undanförnu sem munu fá tækifæri í vináttulandsleikjum í Írlandi um miðjan júní í kjölfar Smáþjóðaleika. Keflvíkingurinn Birna Valgerður Benónýsdóttir er eini nýliðinn í liðinu. Helena Sverrisdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir barnsburðarleyfi. Ákvörðun var tekin af þjálfurum karlaliðsins að nýta þetta mót til að skoða yngri leikmenn og nota nokkra af þeim sem eru að fara á lokamót U20 landsliða í sumar spreyta sig í bland við aðra unga leikmenn. Einungis þrír leikmenn karlaliðsins eiga A-leiki að baki sem eru í hóp að þessu sinni. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, valdi liðið með Finni Frey Stefánssyni og Arnari Guðjónsyni, aðstoðarþjálfurum sínum. Finnur Freyr mun stýra liðinu á leikunum en Finnur er einnig þjálfari U20 liðsins og Baldur Þór er hans aðstoðarþjálfari í báðum verkefnunum. Kristófer Acox er reynslumesti leikmaður hópsins með 12 leiki en Ólafur Ólafsson hefur spilað 11 leiki og Tryggvi Snær Hlinason átta landsleiki.Eftirtaldir leikmenn skipa landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum í San Marino 2017:Landslið kvenna Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell (8 landsleikir) Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík (2) Hallveig Jónsdóttir · Valur (5) Helena Sverrisdóttir · Haukar (61) Hildur Björg Kjartansdóttir · UTPA, USA / Snæfell (12) Ingunn Embla Kristínardóttir · Grindavík (9) Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Stjarnan (37) Sandra Lind Þrastardóttir · Horsholms 79’ers, DK (11) Sara Rún Hinriksdóttir · Canisius, USA / Keflavík (9) Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (44) Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík (2) (Landsleikir innan sviga), Birna Valgerður er nýliði. Þjálfarar verða Ívar Ásgrímsson og Bjarni Magnússon.Landslið karla Emil Karel Einarsson · Þór Þorlákshöfn Gunnar Ólafsson · St. Francis, USA / Keflavík Jón Axel Guðmundsson · Davidson, USA / Grindavík Kári Jónsson · Drexler, USA / Haukar Kristinn Pálsson · Marist, USA / Njarðvík Kristófer Acox · KR (12 landsleikir) Maciek Baginski · Þór Þorlákshöfn Matthías Orri Sigurðarson · ÍR Ólafur Ólafsson · Grindavík (11) Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll Tryggvi Snær Hlinason · Þór Akureyri (8) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR Þjálfarar verða Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson. FIBA hefur útnefnt tvo dómara frá Íslandi til að dæma á Smáþjóðaleikunum en það eru okkar FIBA dómarar, þeir Leifur S. Garðarsson og Sigmundur Már Herbertsson, sem fara fyrir hönd Íslands og dæma á leikunum. Að auki fer 5 manna fagteymi og fararstjórn frá KKÍ á mótið liðunum til halds og trausts.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira