Fimmtán hundruð króna komugjald hefði skilað 6 milljörðum í ríkissjóð Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2017 15:17 Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Eyþór Miðað við fjölda flugfarþega árið 2015 hefðu tekjur af 1.500 króna komugjaldi numið um 2.568 milljónum króna og Íslendingar hefðu greitt um 26 prósent af gjaldinu, eða 675 milljónir króna. Komugjald hefði numið 3.456 milljónum króna árið 2016 og þar af 23 prósent verið greidd af Íslendingum, eða 804 milljónir króna. Miðað við áætlanir Isavia um farþegafjölda yfirstandandi árs yrðu tekjur af komugjaldi um 4.206 milljónir króna og 20 prósent greidd af Íslendingum, eða 845 milljónir króna.Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við svari Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar um komugjald flugfarþega. Þar er spurt hverjar tekjur ríkissjóðs hefðu orðið ef komugjald að upphæð 1.500 krónum hefði verið innheimt af hverjum flugfarþega sem kom til landsins á árunum 2015 til 2016 og hver hefði skiptingin orðið á milli íslenskra greiðenda og erlendra. Þá var einnig spurt hverjar tekjur ríkissjóðs yrðu ef komugjald að upphæð 1.500 krónum yrði innheimt af hverjum flugfarþega sem kæmi hingað til lands árið 2017, miðað við áætlanir um fjölda flugfarþega og hver yrði þá skiptingin á milli íslenskra greiðenda og erlendra. Við áætlun tekna af komugjaldi á flugfarþega var stuðst við gögn Ferðamálastofu um brottfarir farþega um Keflavíkurflugvöll. Niðurstöðuna er að finna í eftirfarandi töflu þar sem fram koma áætlaðar tekjur ríkissjóðs af 1.500 króna komugjaldi á hvern flugfarþega við komu til Íslands fyrir árin 2015–2017 og skiptingu þess milli íslenskra greiðenda og erlendra. Fjárhæðir eiga aðeins við um millilandaflug til landsins og eru í milljónum króna.Þá var spurt hvort það þurfi að innheimta sambærilegt gjald af farþegum í innanlandsflugi, ef innheimta á komugjald af farþegum sem koma hingað til lands. Í svari fjármálaráðherra kemur fram möguleikar löggjafans til að leggja mismunandi komugjald á farþega í millilandaflugi og innanlandsflugi sæti verulegum takmörkunum vegna ákvæða í EES-samningnum, Chicago-sáttmálanum og samkvæmt dómi EFTA-dómstólsins. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Miðað við fjölda flugfarþega árið 2015 hefðu tekjur af 1.500 króna komugjaldi numið um 2.568 milljónum króna og Íslendingar hefðu greitt um 26 prósent af gjaldinu, eða 675 milljónir króna. Komugjald hefði numið 3.456 milljónum króna árið 2016 og þar af 23 prósent verið greidd af Íslendingum, eða 804 milljónir króna. Miðað við áætlanir Isavia um farþegafjölda yfirstandandi árs yrðu tekjur af komugjaldi um 4.206 milljónir króna og 20 prósent greidd af Íslendingum, eða 845 milljónir króna.Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við svari Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar um komugjald flugfarþega. Þar er spurt hverjar tekjur ríkissjóðs hefðu orðið ef komugjald að upphæð 1.500 krónum hefði verið innheimt af hverjum flugfarþega sem kom til landsins á árunum 2015 til 2016 og hver hefði skiptingin orðið á milli íslenskra greiðenda og erlendra. Þá var einnig spurt hverjar tekjur ríkissjóðs yrðu ef komugjald að upphæð 1.500 krónum yrði innheimt af hverjum flugfarþega sem kæmi hingað til lands árið 2017, miðað við áætlanir um fjölda flugfarþega og hver yrði þá skiptingin á milli íslenskra greiðenda og erlendra. Við áætlun tekna af komugjaldi á flugfarþega var stuðst við gögn Ferðamálastofu um brottfarir farþega um Keflavíkurflugvöll. Niðurstöðuna er að finna í eftirfarandi töflu þar sem fram koma áætlaðar tekjur ríkissjóðs af 1.500 króna komugjaldi á hvern flugfarþega við komu til Íslands fyrir árin 2015–2017 og skiptingu þess milli íslenskra greiðenda og erlendra. Fjárhæðir eiga aðeins við um millilandaflug til landsins og eru í milljónum króna.Þá var spurt hvort það þurfi að innheimta sambærilegt gjald af farþegum í innanlandsflugi, ef innheimta á komugjald af farþegum sem koma hingað til lands. Í svari fjármálaráðherra kemur fram möguleikar löggjafans til að leggja mismunandi komugjald á farþega í millilandaflugi og innanlandsflugi sæti verulegum takmörkunum vegna ákvæða í EES-samningnum, Chicago-sáttmálanum og samkvæmt dómi EFTA-dómstólsins.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira