Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2017 09:00 Hundruð þúsunda tölva um allan heim hafa sýkst af WannaCry-veirunni. vísir/getty Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um fer tölvuvírusinn WannaCry nú eins og eldur í sinu um heiminn og hafa hundruð þúsunda tölva í meira en 150 löndum hafa sýkst af veirunni sem dreifir sér með tölvupósti. Tölvuþrjótarnir sem dreifa veirunni taka gögn í tölvunni í gíslingu og krefjast greiðslu fyrir að láta þau af hendi.„Enginn vandi að falsa tölvupóst“ Hrafnkell segist í samtali við Vísi vona að allir landsmenn hafi varann á og fylgi leiðbeiningum sem Póst-og fjarskiptastofnun hefur gefið út vegna veirunnar. „Laugardagurinn og sunnudagurinn fóru í það að átta sig á stöðunni og koma út þessum leiðbeiningum sem við vonum að allir landsmenn og kerfisstjórar hafi tekið alvarlega. Ef að menn hafa brugðist hart og vel við, sem ég hef nú upplýsingar um að víða hafi verið gert, þá minnkar það verulega hættuna á því að vírusinn dreifi sér,“ segir Hrafnkell. Hann minnir þó á að frumleið vírusins sé þessi klassíska leið í gegnum tölvupóst þar sem fólk smellir á viðhengi eða link og tölvan sýkist við það. Fólk þarf því að fara varlega þegar það opnar tölvupóstinn sinn og renna vel yfir frá hverjum þeir eru og hvað stendur í þeim. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt. Jafnvel þó að hún Sigga vinkona þín sendi þér tölvupóst og hann hljómar svona „Hey, have you checked this out?“ þá segir þú „Ja, hún Sigga talar nú yfirleitt bara íslensku við mig.“ Þá eiga menn að hugsa á grundvelli skynseminnar þar sem þetta er líklega ekki frá henni Siggu því það er enginn vandi að falsa tölvupóst.“Veiran ágætis „wake-up call“ Stöðufundur verður hjá Póst-og fjarskiptastofnun núna klukkan níu og Hrafnkell segir að hlutirnir muni svo skýrast eftir því sem líður á daginn. Hann segir þó enga ástæðu til að ætla annað en að tölvur hér á landi muni sýkjast. „Það eina sem við vonum er að við séum með tiltölulega nýleg kerfi. Landinn er nú býsna tæknilegur og eru með nýleg kerfi. Til dæmis ef þú ert með Windows 10 þá áttu að vera öruggur“, segir Hrafnkell og bætir því við að þessi veira sé ágætis „wake-up call“ eins og hann orðar það. „Þetta er bara eitt af tugum eða hundruðum atvika sem við erum að horfa á. Það er búið að vera dreifing á svona „ransomware“-vírusum (innsk. blaðamanns: gagngíslataka) svo mánuðum skiptir og við erum búin að vera að vara við þeim á okkar heimasíðu oftar en einu sinni. Þetta er bara langskæðasta tilvikið sem hefur komið upp en þetta hefur verið í gangi, þetta er í gangi og þetta verður stanslaust í gangi næstu misserin. Þannig að þessi vinnubrögð að uppfæra og hafa allan varann á eru komin til að vera,“ segir Hrafnkell. Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um fer tölvuvírusinn WannaCry nú eins og eldur í sinu um heiminn og hafa hundruð þúsunda tölva í meira en 150 löndum hafa sýkst af veirunni sem dreifir sér með tölvupósti. Tölvuþrjótarnir sem dreifa veirunni taka gögn í tölvunni í gíslingu og krefjast greiðslu fyrir að láta þau af hendi.„Enginn vandi að falsa tölvupóst“ Hrafnkell segist í samtali við Vísi vona að allir landsmenn hafi varann á og fylgi leiðbeiningum sem Póst-og fjarskiptastofnun hefur gefið út vegna veirunnar. „Laugardagurinn og sunnudagurinn fóru í það að átta sig á stöðunni og koma út þessum leiðbeiningum sem við vonum að allir landsmenn og kerfisstjórar hafi tekið alvarlega. Ef að menn hafa brugðist hart og vel við, sem ég hef nú upplýsingar um að víða hafi verið gert, þá minnkar það verulega hættuna á því að vírusinn dreifi sér,“ segir Hrafnkell. Hann minnir þó á að frumleið vírusins sé þessi klassíska leið í gegnum tölvupóst þar sem fólk smellir á viðhengi eða link og tölvan sýkist við það. Fólk þarf því að fara varlega þegar það opnar tölvupóstinn sinn og renna vel yfir frá hverjum þeir eru og hvað stendur í þeim. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt. Jafnvel þó að hún Sigga vinkona þín sendi þér tölvupóst og hann hljómar svona „Hey, have you checked this out?“ þá segir þú „Ja, hún Sigga talar nú yfirleitt bara íslensku við mig.“ Þá eiga menn að hugsa á grundvelli skynseminnar þar sem þetta er líklega ekki frá henni Siggu því það er enginn vandi að falsa tölvupóst.“Veiran ágætis „wake-up call“ Stöðufundur verður hjá Póst-og fjarskiptastofnun núna klukkan níu og Hrafnkell segir að hlutirnir muni svo skýrast eftir því sem líður á daginn. Hann segir þó enga ástæðu til að ætla annað en að tölvur hér á landi muni sýkjast. „Það eina sem við vonum er að við séum með tiltölulega nýleg kerfi. Landinn er nú býsna tæknilegur og eru með nýleg kerfi. Til dæmis ef þú ert með Windows 10 þá áttu að vera öruggur“, segir Hrafnkell og bætir því við að þessi veira sé ágætis „wake-up call“ eins og hann orðar það. „Þetta er bara eitt af tugum eða hundruðum atvika sem við erum að horfa á. Það er búið að vera dreifing á svona „ransomware“-vírusum (innsk. blaðamanns: gagngíslataka) svo mánuðum skiptir og við erum búin að vera að vara við þeim á okkar heimasíðu oftar en einu sinni. Þetta er bara langskæðasta tilvikið sem hefur komið upp en þetta hefur verið í gangi, þetta er í gangi og þetta verður stanslaust í gangi næstu misserin. Þannig að þessi vinnubrögð að uppfæra og hafa allan varann á eru komin til að vera,“ segir Hrafnkell.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01
Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00