Full af orku fyrir framhaldið Starri Freyr Jónsson skrifar 12. maí 2017 17:00 Hjónin Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson eru eigendur AGUSTAV. Fyrir framan þau má sjá hægindastól úr eik, borðstofustól úr eik og sófaborð úr tekki. Vísir/GVA Hönnunarfyrirtækið AGUSTAV sýndi nokkrar nýjar vörur á Hönnunarmars fyrr á árinu, þar á meðal nýja borðstofustóla sem þau bættu við vörulínuna sína. Annar þeirra er úr eik en hinn úr hnotu en hjónin Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson, sem standa að AGUSTAV, segjast hafa viljað leggja áherslu á fínar línur sem andstæðu við það þunga og mikla sem er í viðnum sjálfum. „Stólarnir eru úr gegnheilum viði og handformaðir eftir hefðum gömlu meistaranna. Við sérsmíðum samsetningarnar í stólana en þeir eru settir saman með hnotu- og eikarpinnum sem við leyfum að skína í gegn á hlið- unum. Því eru engar skrúfur eða naglar í þessum stólum. Við rekum svo messingtein í gegnum hnotustólinn sem fer í gegnum setuna og tengir saman fram- og afturlöpp stólsins.“Borðstofustóll II úr hnotu með messingteinum og Borðstofustóll I úr eik.AGUSTAVSlógu loks til Einnig sýndu þau nýtt kringlótt sófaborð úr tekki á stálfótum. „Borðið er úr þykku, gegnheilu tekki sem við keyptum úr gömlu verkstæði. Við erum búin að vera að væflast með þetta tekk í langan tíma og varla tímt að nota það en slógum til af þessu tilefni og skelltum í eitt massíft, þykkt og þungt sófaborð. Smá dæld er fræsuð ofan í borðið frá miðju til að ná dýptinni fram og leyfa viðnum að njóta sín.“ Fyrir sýninguna ákváðu þau einnig að gera nýja kolla og eru nú komin með þrjá mismunandi kolla í vörulínu sína. „Í haust komum við með nýjan, handformaðan koll þar sem setan er frjálsleg og lifandi. Fyrir Hönnunarmars tókum við annan vinkil á þetta og komum annars vegar með koll í stíl við sófaborðið, úr þykku, gegnheilu tekki, og hins vegar úr gegnheilli hnotu með leðursetu ofan á. Einnig tókum við hægindastólinn okkar sem við frumsýndum í fyrra á annað stig og gerðum nýja hábaksútgáfu úr leðri af honum og höfðum skemil með. Við sýndum líka útgáfu af hægindastólnum okkar úr eik auk þess að sýna annað sófaborð, borðstofuborð og nýju hillurnar okkar.“Kollur úr tekki með messinghúðuðu stelli og kollur úr hnotu með leðursetu og stálstelli.Næg verkefni fram undan Næsta stóra sýning sem þau taka þátt í er stórsýningin Amazing Home Show sem hefst í Laugardalshöll í lok næstu viku. „Við ætlum að öllum líkindum að sýna meira og minna allar vörunar okkar þar. Á Hönnunarmars höfum við verið upptekin af því að sýna nýjar vörur en á sýningunni í Laugardalshöll erum við laus við slíkar takmarkanir og getum sýnt alla flóruna; allt frá bókasnögunum til sófa og hægindastóla, borðstofuborðs og barstóla.“ Auk framleiðslu sinnar eru þau einnig að vinna nokkur stærri verk með innanhússarkitektum og undirbúa flutning verkstæðisins í næsta mánuði. „Svo erum við að þreifa fyrir okkur með að finna varanlega sýningaraðstöðu og vonandi kemur eitthvað út úr þeim pælingum á árinu. Við ætlum einnig að taka sumarfrí yfir hásumarið en það höfum við ekki gert síðan við stofnuðum fyrirtækið fyrir fimm árum þannig að það verður eflaust kærkomið frí.“ Hönnun AGUSTAV má skoða á agustav.is, á Facebook og @agustavfurniture á Instagram. Kitchen hangout ____________________________ Book rack by AGUSTAV #AGUSTAVfurniture #AGUSTAV A post shared by AGUSTAV (@agustavfurniture) on Apr 9, 2017 at 2:37pm PDT Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hönnunarfyrirtækið AGUSTAV sýndi nokkrar nýjar vörur á Hönnunarmars fyrr á árinu, þar á meðal nýja borðstofustóla sem þau bættu við vörulínuna sína. Annar þeirra er úr eik en hinn úr hnotu en hjónin Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson, sem standa að AGUSTAV, segjast hafa viljað leggja áherslu á fínar línur sem andstæðu við það þunga og mikla sem er í viðnum sjálfum. „Stólarnir eru úr gegnheilum viði og handformaðir eftir hefðum gömlu meistaranna. Við sérsmíðum samsetningarnar í stólana en þeir eru settir saman með hnotu- og eikarpinnum sem við leyfum að skína í gegn á hlið- unum. Því eru engar skrúfur eða naglar í þessum stólum. Við rekum svo messingtein í gegnum hnotustólinn sem fer í gegnum setuna og tengir saman fram- og afturlöpp stólsins.“Borðstofustóll II úr hnotu með messingteinum og Borðstofustóll I úr eik.AGUSTAVSlógu loks til Einnig sýndu þau nýtt kringlótt sófaborð úr tekki á stálfótum. „Borðið er úr þykku, gegnheilu tekki sem við keyptum úr gömlu verkstæði. Við erum búin að vera að væflast með þetta tekk í langan tíma og varla tímt að nota það en slógum til af þessu tilefni og skelltum í eitt massíft, þykkt og þungt sófaborð. Smá dæld er fræsuð ofan í borðið frá miðju til að ná dýptinni fram og leyfa viðnum að njóta sín.“ Fyrir sýninguna ákváðu þau einnig að gera nýja kolla og eru nú komin með þrjá mismunandi kolla í vörulínu sína. „Í haust komum við með nýjan, handformaðan koll þar sem setan er frjálsleg og lifandi. Fyrir Hönnunarmars tókum við annan vinkil á þetta og komum annars vegar með koll í stíl við sófaborðið, úr þykku, gegnheilu tekki, og hins vegar úr gegnheilli hnotu með leðursetu ofan á. Einnig tókum við hægindastólinn okkar sem við frumsýndum í fyrra á annað stig og gerðum nýja hábaksútgáfu úr leðri af honum og höfðum skemil með. Við sýndum líka útgáfu af hægindastólnum okkar úr eik auk þess að sýna annað sófaborð, borðstofuborð og nýju hillurnar okkar.“Kollur úr tekki með messinghúðuðu stelli og kollur úr hnotu með leðursetu og stálstelli.Næg verkefni fram undan Næsta stóra sýning sem þau taka þátt í er stórsýningin Amazing Home Show sem hefst í Laugardalshöll í lok næstu viku. „Við ætlum að öllum líkindum að sýna meira og minna allar vörunar okkar þar. Á Hönnunarmars höfum við verið upptekin af því að sýna nýjar vörur en á sýningunni í Laugardalshöll erum við laus við slíkar takmarkanir og getum sýnt alla flóruna; allt frá bókasnögunum til sófa og hægindastóla, borðstofuborðs og barstóla.“ Auk framleiðslu sinnar eru þau einnig að vinna nokkur stærri verk með innanhússarkitektum og undirbúa flutning verkstæðisins í næsta mánuði. „Svo erum við að þreifa fyrir okkur með að finna varanlega sýningaraðstöðu og vonandi kemur eitthvað út úr þeim pælingum á árinu. Við ætlum einnig að taka sumarfrí yfir hásumarið en það höfum við ekki gert síðan við stofnuðum fyrirtækið fyrir fimm árum þannig að það verður eflaust kærkomið frí.“ Hönnun AGUSTAV má skoða á agustav.is, á Facebook og @agustavfurniture á Instagram. Kitchen hangout ____________________________ Book rack by AGUSTAV #AGUSTAVfurniture #AGUSTAV A post shared by AGUSTAV (@agustavfurniture) on Apr 9, 2017 at 2:37pm PDT
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira