Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2017 10:12 Talskona Donald Trump sagði að síðasta hálstráið hafi verið þegar James Comey kom fyrir þingnefnd í síðustu viku til að ræða tölvupóstmál Hillary Clinton. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Síðast í gær kom Trump með nýja útskýringu í viðtali við NBC.Danska ríkisútvarpið hefur tekið saman yfirlit yfir þær ólíku útskýringar sem hafa verið gefnar á brottrekstri Comey sem Barack Obama skipaði í embættið til tíu ára árið 2013. Comey og félagar hans hjá FBI hafa að undanförnu unnið að rannsókn á mögulegum samskiptum og tengslum Rússa við starfsmenn kosningaliðs Trump í aðdraganda forsetakosninganna.Kæri Comey „Kæri Comey forstjóri,“ hóf Trump bréf sitt til Comey þar sem forsetinn tilkynnti Comey að hann hafi verið látinn fara. Trump vísar þar í bréf frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions og aðstoðardómsmálaráðherranum Rod Rosenstein þar sem þeir mæla með því að Comey yrði látinn fara. Í bréfi Rosenstein lýsir hann að Comey hafi ekki staðið sig þegar kæmi að hvernig farið var með Hillary Clinton og tölvupóstmál hennar. Segir Trump að hann hafi farið að ráðleggingum ráðherranna og að Comey hafi hér með verið vikið frá störfum.BREAKING: Full letter from Trump to Comey says former FBI Director "not able to effectively lead the Bureau." pic.twitter.com/P7Y1nowqCF— Peter Alexander (@PeterAlexander) May 9, 2017 Á miðvikudag segir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, að Trump hafi tekið rétta ákvörðun á réttum tímapunkti að gefnu tilliti til hinna „réttu ráðlegginga“. Sarah Huckabee Sanders, talskona Trump, sagði svo að Rosenstein og Sessions hafi fundað með Trump forseta á mánudag. Á þeim fundi hafi ráðherrarnir ráðlagt forsetanum að láta Comey fara, en Trump hafi þá beðið ráðherrana um skriflegar ráðleggingar. Þá sagði Sanders að Trump hafi íhugað að reka Comey allt frá því að hann tók við embætti forseta. „Ég tel að traust hafi smá saman minnkað,“ segir Sanders.Ný skýring Í sjónvarpsviðtali á NBC í gær kom Trump svo með þá skýringu að hann hefði rekið Comey sama þótt engar ráðleggingar hefðu borist frá ráðherrunum í dómsmálaráðuneytinu. Sagði hann Comey hafa verið monthani og athyglissjúkur. Skömmu síðar sagði Sanders að síðasta hálmstráið hafi verið þegar Comey kom fyrir þingnefnd í síðustu viku til að ræða tölvupóstmál Clinton. Ráðleggingar ráðherranna hafi einungis styrkt þá ákvörðun sem forsetinn hafði þegar tekið. Comey sagði meðal annars fyrir þingnefndinni að honum hafi ekki liðið vel með að tilkynna um að FBI hafi hafið rannsókn á tölvupóstmálunum svo skömmu fyrir kosningarnar, en Clinton hefur sjálf sagt að ákvörðun Comey hafi átt stóran þátt í ósigri hennar í forsetakosningunum. Donald Trump Tengdar fréttir Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Í mótsögn við sitt eigið starfsfólk "Ég ætlaði alltaf að reka Comey,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti um brottrekstur sinn á James Comey, yfirmanni alríkislögreglunnar, í viðtali við NBC í gær. Sagði hann að hvatning aðstoðardómsmálaráðherrans, Rods Rosenstein, þess efnis hefði ekki haft úrslitaáhrif. 12. maí 2017 07:00 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Síðast í gær kom Trump með nýja útskýringu í viðtali við NBC.Danska ríkisútvarpið hefur tekið saman yfirlit yfir þær ólíku útskýringar sem hafa verið gefnar á brottrekstri Comey sem Barack Obama skipaði í embættið til tíu ára árið 2013. Comey og félagar hans hjá FBI hafa að undanförnu unnið að rannsókn á mögulegum samskiptum og tengslum Rússa við starfsmenn kosningaliðs Trump í aðdraganda forsetakosninganna.Kæri Comey „Kæri Comey forstjóri,“ hóf Trump bréf sitt til Comey þar sem forsetinn tilkynnti Comey að hann hafi verið látinn fara. Trump vísar þar í bréf frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions og aðstoðardómsmálaráðherranum Rod Rosenstein þar sem þeir mæla með því að Comey yrði látinn fara. Í bréfi Rosenstein lýsir hann að Comey hafi ekki staðið sig þegar kæmi að hvernig farið var með Hillary Clinton og tölvupóstmál hennar. Segir Trump að hann hafi farið að ráðleggingum ráðherranna og að Comey hafi hér með verið vikið frá störfum.BREAKING: Full letter from Trump to Comey says former FBI Director "not able to effectively lead the Bureau." pic.twitter.com/P7Y1nowqCF— Peter Alexander (@PeterAlexander) May 9, 2017 Á miðvikudag segir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, að Trump hafi tekið rétta ákvörðun á réttum tímapunkti að gefnu tilliti til hinna „réttu ráðlegginga“. Sarah Huckabee Sanders, talskona Trump, sagði svo að Rosenstein og Sessions hafi fundað með Trump forseta á mánudag. Á þeim fundi hafi ráðherrarnir ráðlagt forsetanum að láta Comey fara, en Trump hafi þá beðið ráðherrana um skriflegar ráðleggingar. Þá sagði Sanders að Trump hafi íhugað að reka Comey allt frá því að hann tók við embætti forseta. „Ég tel að traust hafi smá saman minnkað,“ segir Sanders.Ný skýring Í sjónvarpsviðtali á NBC í gær kom Trump svo með þá skýringu að hann hefði rekið Comey sama þótt engar ráðleggingar hefðu borist frá ráðherrunum í dómsmálaráðuneytinu. Sagði hann Comey hafa verið monthani og athyglissjúkur. Skömmu síðar sagði Sanders að síðasta hálmstráið hafi verið þegar Comey kom fyrir þingnefnd í síðustu viku til að ræða tölvupóstmál Clinton. Ráðleggingar ráðherranna hafi einungis styrkt þá ákvörðun sem forsetinn hafði þegar tekið. Comey sagði meðal annars fyrir þingnefndinni að honum hafi ekki liðið vel með að tilkynna um að FBI hafi hafið rannsókn á tölvupóstmálunum svo skömmu fyrir kosningarnar, en Clinton hefur sjálf sagt að ákvörðun Comey hafi átt stóran þátt í ósigri hennar í forsetakosningunum.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Í mótsögn við sitt eigið starfsfólk "Ég ætlaði alltaf að reka Comey,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti um brottrekstur sinn á James Comey, yfirmanni alríkislögreglunnar, í viðtali við NBC í gær. Sagði hann að hvatning aðstoðardómsmálaráðherrans, Rods Rosenstein, þess efnis hefði ekki haft úrslitaáhrif. 12. maí 2017 07:00 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00
Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10
Í mótsögn við sitt eigið starfsfólk "Ég ætlaði alltaf að reka Comey,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti um brottrekstur sinn á James Comey, yfirmanni alríkislögreglunnar, í viðtali við NBC í gær. Sagði hann að hvatning aðstoðardómsmálaráðherrans, Rods Rosenstein, þess efnis hefði ekki haft úrslitaáhrif. 12. maí 2017 07:00
Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50