Stungnir til bana þegar þeir vörðu tvær múslímakonur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. maí 2017 23:30 Árásarmaðurinn Joseph Christian var handtekinn af lögreglunni stuttu eftir árásina. Vísir/AFP Tveir menn voru stungnir til bana um borð í lest í Portland borg í Oregon fylki í Bandaríkjunum eftir að þeir skárust í leikinn þegar árásarmaðurinn hafði i hótunum við tvær ungar múslímakonur sem um borð voru í lestinni. Atvikið átti sér stað síðastliðinn laugardag. Reuters greinir frá. Lögreglan hefur nú handtekið árásarmanninn sem er hinn 35 ára gamli Joseph Christian. Hann hefur að sögn lögreglu ítrekað tjáð sig um íslam á Facebook síðu sinni „með öfgafullum og fordómafullum hætti.“ Árásin átti sér stað einungis nokkrum klukkustundum fyrir upphaf Ramadan, helgihátíðar múslíma þegar meirihluti múslíma fastar. Christian hóf að öskra á konurnar sem báru slæður og hreytti hann ýmsum fordómafullum fúkyrðum í þær. Sagði hann meðal annars við þær að allir múslímar ættu skilið að deyja. Þrír menn, þeir Ricky John Best, Taliesin Myrddin Namkai Meche og Micah David-Cole Fletcher skárust þá í leikinn og dró Christian þá upp hníf og stakk þá. Best og Meche létust vegna árásarinnar en Fletcher er alvarlega særður. Í tilkynningu segja samtök um samskipti Bandaríkjanna og fólks af íslömskum uppruna að aukinn fjöldi tilvika þar sem ráðist er á múslíma í Bandaríkjunum sé um að kenna orðræðu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur bæði í kosningabaráttu sinni og í embætti, lagt mikla áherslu á aukna hörku í garð innflytjenda og í baráttunni gegn hryðjuverkum herskárra íslamista. Forsetinn hefur ekki minnst á árásina enn sem komið er. Þannig hefur hinn reynslumikli fjölmiðlamaður Dan Rather fjallað um dauða mannanna tveggja á Facebook síðu sinni. Þar hvetur hann forsetann til þess að gefa árásum líkt og þessum meiri gaum í stað þess að einblína einungis á öfgafulla íslamista.Tekist hefur að safna meira en 600 þúsund dollurum eða því sem nemur rúmlega 60 milljónum íslenskra króna fyrir fjölskyldu mannanna þriggja sem urðu fyrir árásinni en mönnunum hefur verið hampað sem hetjum fyrir að hafa komið konunum til varnar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Tveir menn voru stungnir til bana um borð í lest í Portland borg í Oregon fylki í Bandaríkjunum eftir að þeir skárust í leikinn þegar árásarmaðurinn hafði i hótunum við tvær ungar múslímakonur sem um borð voru í lestinni. Atvikið átti sér stað síðastliðinn laugardag. Reuters greinir frá. Lögreglan hefur nú handtekið árásarmanninn sem er hinn 35 ára gamli Joseph Christian. Hann hefur að sögn lögreglu ítrekað tjáð sig um íslam á Facebook síðu sinni „með öfgafullum og fordómafullum hætti.“ Árásin átti sér stað einungis nokkrum klukkustundum fyrir upphaf Ramadan, helgihátíðar múslíma þegar meirihluti múslíma fastar. Christian hóf að öskra á konurnar sem báru slæður og hreytti hann ýmsum fordómafullum fúkyrðum í þær. Sagði hann meðal annars við þær að allir múslímar ættu skilið að deyja. Þrír menn, þeir Ricky John Best, Taliesin Myrddin Namkai Meche og Micah David-Cole Fletcher skárust þá í leikinn og dró Christian þá upp hníf og stakk þá. Best og Meche létust vegna árásarinnar en Fletcher er alvarlega særður. Í tilkynningu segja samtök um samskipti Bandaríkjanna og fólks af íslömskum uppruna að aukinn fjöldi tilvika þar sem ráðist er á múslíma í Bandaríkjunum sé um að kenna orðræðu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur bæði í kosningabaráttu sinni og í embætti, lagt mikla áherslu á aukna hörku í garð innflytjenda og í baráttunni gegn hryðjuverkum herskárra íslamista. Forsetinn hefur ekki minnst á árásina enn sem komið er. Þannig hefur hinn reynslumikli fjölmiðlamaður Dan Rather fjallað um dauða mannanna tveggja á Facebook síðu sinni. Þar hvetur hann forsetann til þess að gefa árásum líkt og þessum meiri gaum í stað þess að einblína einungis á öfgafulla íslamista.Tekist hefur að safna meira en 600 þúsund dollurum eða því sem nemur rúmlega 60 milljónum íslenskra króna fyrir fjölskyldu mannanna þriggja sem urðu fyrir árásinni en mönnunum hefur verið hampað sem hetjum fyrir að hafa komið konunum til varnar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira