Kíkt í körfur í Costco Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2017 08:02 Margir hafa litið við í Costco í Kauptúni undanfarna daga. Vísir/Ernir Costco í Kauptúni opnaði með pomp og prakt í liðinni viku og hafa tugþúsundir Íslendinga lagt leið sína í verslunina. Um fátt er rætt meira á mannamótum en hin ýmsu kostakaup sem fólk hefur gert í Costco að undanförnu og hafa þúsundir Íslendinga á Facebook deilt myndum af hinum ýmsu vörum og verðmiðum úr versluninni - hver öðrum kátari. Sjá einnig: Íslendingar ofuráhugasamir um verðlagningu í Costco Við litum við í vinsælustu verslun landsins og fengum aðeins að skyggnast ofan í körfurnar hjá nokkrum kátum viðskiptavinum. Stefán Ólafur GuðmundssonHér ofan í er gos sem ég er að kaupa fyrir vinnuna. Þetta er um helmingi ódýrara þannig að þetta var engin spurning. Ég er að vinna hjá Kraftvélum og við erum með vélasýningu á Flúðum með dráttarvélar, New Holland og Case. Gestir og starfsmenn geta því gætt sér á góðu gosi með.Svanhildur Guðmundsdóttir og Pálmi StefánssonVísir/ErnirSvanhildur Guðmundsdóttir og Pálmi Stefánsson Kötturinn nýtur góðs af þessari ferð okkar. Við vorum meira komin til að skoða og trúlega kaupum við meira næst Okkur leist vel á þessa búð. Við ætluðum bara að kaupa einhvern góðan mat handa kisu en fórum inn með opnum hug og gengum út með bætiefni og batterí í sjónvarpið meðal annars. En aðalatriðið var að kaupa handa kisu enda úrvalið hér gott. Við viljum gefa henni fjölbreytta fæðu. Þetta er skógarköttur og heitir auðvitað Stefán.Grímur Ziemsen Ég keypti Kitchen Aid hrærivél. Hún kostaði sama og ekki neitt eða um 50 þúsund. Ég hef verið lengi að skoða svona vélar og fyrst þær eru svona ódýrar hér þá stökk ég á eina. Mamma keypti síðan einhverjar kökur. Ég gæti ekki verið sáttari.Kristín Jóna Sigurjónsdóttir, Tinna Torfadóttir, Theodóra Haraldsdóttir, Sigurjón Björn TorfasonVísir/ErnirKristín Jóna Sigurjónsdóttir, Tinna Torfadóttir, Theodóra Haraldsdóttir, Sigurjón Björn Torfason Ég er að kaupa gosið fyrir útskriftarveislu stelpunnar minnar sem var að klára Verslunarskólann. Það er því verið að nýta verðið enda um 70 manna veisla. Þau sendu mig svo bara í röðina og héldu áfram að skoða sjálf. Nýttu tímann. Ég hefði þurft lengri tíma en það sem ég hef séð finnst mér gott. Ég er að koma hingað í fyrsta sinn. Mamma er hérna með mér, hún er að koma í þriðja sinn og elskar þessa búð – svei mér ef hún er ekki á prósentum.Steinar Baldursson, Þórhallur Eyþórsson og Patrekur Jóhannesson.Vísir/ernirSteinar Baldursson Þetta er í fyrsta sinn sem við komum. Við vorum mætt rúmlega við opnun og þetta er búið að vera gaman. Við erum að kaupa kaffi, vöfflur, mörk fyrir krakkana, það er ýmislegt fyrir alla, dæla til að pumpa í dekk og fleira. Við erum ekki svo áköf að við gerðum okkur sérferð en fyrst við erum í bænum þá varð maður að kíkja. Við búum á Hólmavík og ég pantaði mitt kort á netinu. Ég kem aftur þegar eitthvað er til – það er nefnilega rosalega mikið búið. Ég er um tvo og hálfan að keyra hingað og svo tekur maður Costco-bensín úti á horni og brunar heim.Þórhallur EyþórssonÉg var búinn að kíkja á aðra staði og þetta er langbesta verðið sem ég hef fundið þannig að ég tók hana. Ég þurfti að endurnýja sögina og hér býðst besta verðið þannig að þetta var engin spurning.Patrekur Jóhannesson Ég er nú aðallega í matvörunni. Kjúklingur og fleira sem konan valdi að mestu. Sú stutta fann hafrakökur sem henni leist vel á. Ég man nú ekki eftir Costco þar sem ég hef búið og þetta er í fyrsta sinn sem ég hef komið. Ætli gíraffinn komi ekki ofan í körfuna næst Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Costco í Kauptúni opnaði með pomp og prakt í liðinni viku og hafa tugþúsundir Íslendinga lagt leið sína í verslunina. Um fátt er rætt meira á mannamótum en hin ýmsu kostakaup sem fólk hefur gert í Costco að undanförnu og hafa þúsundir Íslendinga á Facebook deilt myndum af hinum ýmsu vörum og verðmiðum úr versluninni - hver öðrum kátari. Sjá einnig: Íslendingar ofuráhugasamir um verðlagningu í Costco Við litum við í vinsælustu verslun landsins og fengum aðeins að skyggnast ofan í körfurnar hjá nokkrum kátum viðskiptavinum. Stefán Ólafur GuðmundssonHér ofan í er gos sem ég er að kaupa fyrir vinnuna. Þetta er um helmingi ódýrara þannig að þetta var engin spurning. Ég er að vinna hjá Kraftvélum og við erum með vélasýningu á Flúðum með dráttarvélar, New Holland og Case. Gestir og starfsmenn geta því gætt sér á góðu gosi með.Svanhildur Guðmundsdóttir og Pálmi StefánssonVísir/ErnirSvanhildur Guðmundsdóttir og Pálmi Stefánsson Kötturinn nýtur góðs af þessari ferð okkar. Við vorum meira komin til að skoða og trúlega kaupum við meira næst Okkur leist vel á þessa búð. Við ætluðum bara að kaupa einhvern góðan mat handa kisu en fórum inn með opnum hug og gengum út með bætiefni og batterí í sjónvarpið meðal annars. En aðalatriðið var að kaupa handa kisu enda úrvalið hér gott. Við viljum gefa henni fjölbreytta fæðu. Þetta er skógarköttur og heitir auðvitað Stefán.Grímur Ziemsen Ég keypti Kitchen Aid hrærivél. Hún kostaði sama og ekki neitt eða um 50 þúsund. Ég hef verið lengi að skoða svona vélar og fyrst þær eru svona ódýrar hér þá stökk ég á eina. Mamma keypti síðan einhverjar kökur. Ég gæti ekki verið sáttari.Kristín Jóna Sigurjónsdóttir, Tinna Torfadóttir, Theodóra Haraldsdóttir, Sigurjón Björn TorfasonVísir/ErnirKristín Jóna Sigurjónsdóttir, Tinna Torfadóttir, Theodóra Haraldsdóttir, Sigurjón Björn Torfason Ég er að kaupa gosið fyrir útskriftarveislu stelpunnar minnar sem var að klára Verslunarskólann. Það er því verið að nýta verðið enda um 70 manna veisla. Þau sendu mig svo bara í röðina og héldu áfram að skoða sjálf. Nýttu tímann. Ég hefði þurft lengri tíma en það sem ég hef séð finnst mér gott. Ég er að koma hingað í fyrsta sinn. Mamma er hérna með mér, hún er að koma í þriðja sinn og elskar þessa búð – svei mér ef hún er ekki á prósentum.Steinar Baldursson, Þórhallur Eyþórsson og Patrekur Jóhannesson.Vísir/ernirSteinar Baldursson Þetta er í fyrsta sinn sem við komum. Við vorum mætt rúmlega við opnun og þetta er búið að vera gaman. Við erum að kaupa kaffi, vöfflur, mörk fyrir krakkana, það er ýmislegt fyrir alla, dæla til að pumpa í dekk og fleira. Við erum ekki svo áköf að við gerðum okkur sérferð en fyrst við erum í bænum þá varð maður að kíkja. Við búum á Hólmavík og ég pantaði mitt kort á netinu. Ég kem aftur þegar eitthvað er til – það er nefnilega rosalega mikið búið. Ég er um tvo og hálfan að keyra hingað og svo tekur maður Costco-bensín úti á horni og brunar heim.Þórhallur EyþórssonÉg var búinn að kíkja á aðra staði og þetta er langbesta verðið sem ég hef fundið þannig að ég tók hana. Ég þurfti að endurnýja sögina og hér býðst besta verðið þannig að þetta var engin spurning.Patrekur Jóhannesson Ég er nú aðallega í matvörunni. Kjúklingur og fleira sem konan valdi að mestu. Sú stutta fann hafrakökur sem henni leist vel á. Ég man nú ekki eftir Costco þar sem ég hef búið og þetta er í fyrsta sinn sem ég hef komið. Ætli gíraffinn komi ekki ofan í körfuna næst
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira