Eru karlar meira ómissandi af vinnumarkaði en konur? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 25. maí 2017 07:00 Það er fagnaðarefni að Samtök atvinnulífsins hafi áhuga á að stytta bilið á milli þeirra níu mánaða sem foreldrar fá í fæðingarorlofi og þess tíma sem börn þeirra komast inn á leikskóla. En það er miður að eina lausnin sem samtökin koma auga á sé að setja níu mánaða gömul börn á leikskóla í stað þess að styðja augljósar leiðir til að lengja þann tíma sem ungbörn fá með foreldrum sínum í fæðingarorlofi. Markmiðin með lögum um fæðingarorlof er tvíþætt. Annars vegar tryggja lögin réttindi barna til samvista við báða foreldra sína. Ég efast um að margir séu þeirrar skoðunar að það sé betra fyrir níu mánaða gömul börn að fara strax á leikskóla frekar en að vera áfram í umsjá foreldra sinna. Hins vegar eiga lögin um fæðingaroflof að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Því markmiði hafa lögin ekki náð og með niðurskurði undanfarinna ára hafa þau færst fjær því mikilvæga markmiði. Raunin er sú að núverandi skipan fæðingarorlofs og framboð dagvistunarúrræða þegar orlofinu lýkur leiðir til þess að konur axla meginábyrgðina á umönnun ungra barna, í stað þess að foreldrarnir deili þeirri ábyrgð jafnt. Rannsóknir sýna að þetta hefur ótvírætt neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum um fæðingarorlof eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða fæðingarorlofi. Bæði mæður og feður eiga rétt á þremur mánuðum hvort, en að auki fá foreldrarnir svo þrjá mánuði sem þeir geta ráðstafað að vild. Almennt taka mæður sína þrjá mánuði og að auki alla þrjá sameiginlegu mánuðina. Aðeins um þrír af hverjum fjórum feðrum taka fæðingarorlof yfir höfuð. Þeir sem það gera taka að meðaltali einungis um 2,5 mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fæðingarorlofssjóði.Margra mánaða óvissa eftir fæðingarorlofið Að loknu fæðingarorlofi tekur við bið þar til börnin komast að á leikskóla, svokallað umönnunarbil. Ríkið hefur hingað til skilað auðu þegar kemur að leikskólavist. Engar kvaðir eru settar á sveitarfélögin um hversu gömul börn á að taka inn á leikskóla. Að meðaltali eru börn um 20 mánaða þegar þau komast inn á leikskóla. Umönnunarbilið er mislangt eftir því hvar á landinu fólk er búsett. Áætla má út frá tölum frá Hagstofu Íslands að börn séu að meðaltali 12 til 15 mánaða þegar þau komast í dagvistun hjá dagforeldrum eða á leikskóla. Samanlagt fæðingarorlof foreldra er hins vegar aðeins níu mánuðir. Bilið sem foreldrar þurfa að brúa er því að meðaltali þrír til sex mánuðir og í sumum tilfellum, til dæmis hjá einstæðum foreldrum, mun lengra. Ekki aðeins taka mæður almennt lengra fæðingarorlof en karlar, þær axla einnig frekar ábyrgðina á því að brúa þetta umönnunarbili en karlar. Ef barn fær dagvistun strax við 12 mánaða aldur má gera ráð fyrir því að móðirin hafi verið frá vinnu í 9,5 mánuði en faðirinn einungis í 2,5 mánuði. Sé stjórnvöldum alvara með áherslu á kynjaða hagstjórn og sé fjárlagagerð raunverulegt tæki til að ná fram jafnrétti kynjanna er augljóst að verulegar úrbætur á fæðingarorlofsmálum og framboði dagvistunar að loknu orlofi hljóta að vera brýnt verkefni stjórnvalda.Lengjum fæðingarorlofið og eyðum umönnunarbilinu Kröfur BSRB eru skýrar. Lengja þarf fæðingarorlofið í 12 mánuði og tryggja öllum börnum öruggt dagvistunarúrræði að því loknu. Þetta er ekki aðeins krafa BSRB heldur einnig krafa allra heildarsamtaka launafólks, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og velferðarráðuneytisins. Það kemur skýrt fram í skýrslu starfshóps um framtíðarstefnu stjórnvalda í fæðingarorlofsmálum sem kom út í mars 2016. Með þessum breytingum væri hægt að stíga mikilvæg skref í átt að fjölskylduvænna samfélagi. Þannig yrðu réttindi barna og foreldra þau sömu og í þeim velferðarríkjum sem við viljum bera okkur saman við á Norðurlöndunum. Reynslan sýnir að það hefur reynst vel að deila fæðingarorlofinu niður á báða foreldra, að því gefnu að hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi séu nægilega háar. Lengra orlof feðra myndi því skila jafnari skiptingu fæðingarorlofs milli foreldra. Það er lykillinn að því að jafna ábyrgð foreldra þegar kemur að umönnun barna og mun stuðla að því að fjarvera karla og kvenna frá vinnumarkaði vegna barneigna verði jafn löng og áhrifin af tímabundnu brotthvarfi af vinnumarkaði þau sömu. Engin önnur úrræði eru í sjónmáli sem geta haft sömu áhrif. Það er óásættanlegt að fjarvera kvenna frá vinnumarkaði í hálft ár eða meira vegna fæðingarorlofs þyki sjálfssögð en viðhorfið virðist ekki jafn jákvætt gagnvart körlum. Eru karlar meira ómissandi af vinnumarkaði en konur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að Samtök atvinnulífsins hafi áhuga á að stytta bilið á milli þeirra níu mánaða sem foreldrar fá í fæðingarorlofi og þess tíma sem börn þeirra komast inn á leikskóla. En það er miður að eina lausnin sem samtökin koma auga á sé að setja níu mánaða gömul börn á leikskóla í stað þess að styðja augljósar leiðir til að lengja þann tíma sem ungbörn fá með foreldrum sínum í fæðingarorlofi. Markmiðin með lögum um fæðingarorlof er tvíþætt. Annars vegar tryggja lögin réttindi barna til samvista við báða foreldra sína. Ég efast um að margir séu þeirrar skoðunar að það sé betra fyrir níu mánaða gömul börn að fara strax á leikskóla frekar en að vera áfram í umsjá foreldra sinna. Hins vegar eiga lögin um fæðingaroflof að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Því markmiði hafa lögin ekki náð og með niðurskurði undanfarinna ára hafa þau færst fjær því mikilvæga markmiði. Raunin er sú að núverandi skipan fæðingarorlofs og framboð dagvistunarúrræða þegar orlofinu lýkur leiðir til þess að konur axla meginábyrgðina á umönnun ungra barna, í stað þess að foreldrarnir deili þeirri ábyrgð jafnt. Rannsóknir sýna að þetta hefur ótvírætt neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum um fæðingarorlof eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða fæðingarorlofi. Bæði mæður og feður eiga rétt á þremur mánuðum hvort, en að auki fá foreldrarnir svo þrjá mánuði sem þeir geta ráðstafað að vild. Almennt taka mæður sína þrjá mánuði og að auki alla þrjá sameiginlegu mánuðina. Aðeins um þrír af hverjum fjórum feðrum taka fæðingarorlof yfir höfuð. Þeir sem það gera taka að meðaltali einungis um 2,5 mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fæðingarorlofssjóði.Margra mánaða óvissa eftir fæðingarorlofið Að loknu fæðingarorlofi tekur við bið þar til börnin komast að á leikskóla, svokallað umönnunarbil. Ríkið hefur hingað til skilað auðu þegar kemur að leikskólavist. Engar kvaðir eru settar á sveitarfélögin um hversu gömul börn á að taka inn á leikskóla. Að meðaltali eru börn um 20 mánaða þegar þau komast inn á leikskóla. Umönnunarbilið er mislangt eftir því hvar á landinu fólk er búsett. Áætla má út frá tölum frá Hagstofu Íslands að börn séu að meðaltali 12 til 15 mánaða þegar þau komast í dagvistun hjá dagforeldrum eða á leikskóla. Samanlagt fæðingarorlof foreldra er hins vegar aðeins níu mánuðir. Bilið sem foreldrar þurfa að brúa er því að meðaltali þrír til sex mánuðir og í sumum tilfellum, til dæmis hjá einstæðum foreldrum, mun lengra. Ekki aðeins taka mæður almennt lengra fæðingarorlof en karlar, þær axla einnig frekar ábyrgðina á því að brúa þetta umönnunarbili en karlar. Ef barn fær dagvistun strax við 12 mánaða aldur má gera ráð fyrir því að móðirin hafi verið frá vinnu í 9,5 mánuði en faðirinn einungis í 2,5 mánuði. Sé stjórnvöldum alvara með áherslu á kynjaða hagstjórn og sé fjárlagagerð raunverulegt tæki til að ná fram jafnrétti kynjanna er augljóst að verulegar úrbætur á fæðingarorlofsmálum og framboði dagvistunar að loknu orlofi hljóta að vera brýnt verkefni stjórnvalda.Lengjum fæðingarorlofið og eyðum umönnunarbilinu Kröfur BSRB eru skýrar. Lengja þarf fæðingarorlofið í 12 mánuði og tryggja öllum börnum öruggt dagvistunarúrræði að því loknu. Þetta er ekki aðeins krafa BSRB heldur einnig krafa allra heildarsamtaka launafólks, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og velferðarráðuneytisins. Það kemur skýrt fram í skýrslu starfshóps um framtíðarstefnu stjórnvalda í fæðingarorlofsmálum sem kom út í mars 2016. Með þessum breytingum væri hægt að stíga mikilvæg skref í átt að fjölskylduvænna samfélagi. Þannig yrðu réttindi barna og foreldra þau sömu og í þeim velferðarríkjum sem við viljum bera okkur saman við á Norðurlöndunum. Reynslan sýnir að það hefur reynst vel að deila fæðingarorlofinu niður á báða foreldra, að því gefnu að hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi séu nægilega háar. Lengra orlof feðra myndi því skila jafnari skiptingu fæðingarorlofs milli foreldra. Það er lykillinn að því að jafna ábyrgð foreldra þegar kemur að umönnun barna og mun stuðla að því að fjarvera karla og kvenna frá vinnumarkaði vegna barneigna verði jafn löng og áhrifin af tímabundnu brotthvarfi af vinnumarkaði þau sömu. Engin önnur úrræði eru í sjónmáli sem geta haft sömu áhrif. Það er óásættanlegt að fjarvera kvenna frá vinnumarkaði í hálft ár eða meira vegna fæðingarorlofs þyki sjálfssögð en viðhorfið virðist ekki jafn jákvætt gagnvart körlum. Eru karlar meira ómissandi af vinnumarkaði en konur?
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar