Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Haraldur Guðmundsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Dyr verslunar Costco í Kauptúni í Garðabæ opnuðu í gær og var margt um manninn. vísir/anton brink Costco á Íslandi selur hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur eða fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar. Framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar bendir á að Costco þarf að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt hingað til lands. Vatnið frá Costco er selt undir þekktasta vörumerki bandaríska verslunarrisans eða Kirkland. Í verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ kostar magnpakkning með 40 hálfslítraflöskum 449 krónur. Hver flaska kostar því 11,2 krónur en taka ber fram að einstaklingsaðild hjá Costco kostar 4.800 krónur á ári. „Við vorum búin að heyra af þessu verði en það geta allir komið með allar einnota drykkjarumbúðir til okkar og fengið sextán króna skilagjaldið,“ segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, í samtali við Fréttablaðið. „Ríkið innheimtir skilagjaldið fyrir okkur og greiðir okkur og við endurgreiðum viðskiptavinum sem skila flöskum inn til okkar. Það er í landslögum að fyrirtæki skuli greiða þetta og eftir því sem ég best veit eru Costco löghlýðnir aðilar og greiða þessar sextán krónur fyrir hverja flösku. Gjaldið er greitt þegar varan kemur til landsins og ríkið rukkar fyrir okkar hönd. Þetta er eins og önnur innheimt gjöld af innflutningi. Hugsanlega hefur eitthvað misfarist hjá Costco í álagningu en kannski vilja þeir selja þetta undir kostnaðarverði,“ segir Helgi. Aðspurður hvort hann telji að flöskum sem skilað er inn til Endurvinnslunnar muni fjölga með verðlagningu Costco segist Helgi ekki eiga von á því. „Mun þetta ekki bara færast frá öðrum söluaðilum. Ég er ekki að sjá að við förum að drekka meira en áður.“ Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, vildi ekki tjá sig um verðlagninguna á vatninu þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Sagðist hann vilja einbeita sér að fyrsta opnunardegi verslunarinnar og að spurningum tengdum vöruverði yrði svarað síðar. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Forstjóri Ölgerðarinnar: Kemur ekki til greina að elta Costco Eigendur Ölgerðarinnar juku hlutafé fyrirtækisins um 1,6 milljarða króna í apríl þegar það keypti höfuðstöðvarnar við Grjótháls. Hagnaðurinn í fyrra nam 800 milljónum, stefnt er að stækkun húsnæðisins. 24. maí 2017 07:15 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Costco á Íslandi selur hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur eða fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar. Framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar bendir á að Costco þarf að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt hingað til lands. Vatnið frá Costco er selt undir þekktasta vörumerki bandaríska verslunarrisans eða Kirkland. Í verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ kostar magnpakkning með 40 hálfslítraflöskum 449 krónur. Hver flaska kostar því 11,2 krónur en taka ber fram að einstaklingsaðild hjá Costco kostar 4.800 krónur á ári. „Við vorum búin að heyra af þessu verði en það geta allir komið með allar einnota drykkjarumbúðir til okkar og fengið sextán króna skilagjaldið,“ segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, í samtali við Fréttablaðið. „Ríkið innheimtir skilagjaldið fyrir okkur og greiðir okkur og við endurgreiðum viðskiptavinum sem skila flöskum inn til okkar. Það er í landslögum að fyrirtæki skuli greiða þetta og eftir því sem ég best veit eru Costco löghlýðnir aðilar og greiða þessar sextán krónur fyrir hverja flösku. Gjaldið er greitt þegar varan kemur til landsins og ríkið rukkar fyrir okkar hönd. Þetta er eins og önnur innheimt gjöld af innflutningi. Hugsanlega hefur eitthvað misfarist hjá Costco í álagningu en kannski vilja þeir selja þetta undir kostnaðarverði,“ segir Helgi. Aðspurður hvort hann telji að flöskum sem skilað er inn til Endurvinnslunnar muni fjölga með verðlagningu Costco segist Helgi ekki eiga von á því. „Mun þetta ekki bara færast frá öðrum söluaðilum. Ég er ekki að sjá að við förum að drekka meira en áður.“ Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, vildi ekki tjá sig um verðlagninguna á vatninu þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Sagðist hann vilja einbeita sér að fyrsta opnunardegi verslunarinnar og að spurningum tengdum vöruverði yrði svarað síðar.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Forstjóri Ölgerðarinnar: Kemur ekki til greina að elta Costco Eigendur Ölgerðarinnar juku hlutafé fyrirtækisins um 1,6 milljarða króna í apríl þegar það keypti höfuðstöðvarnar við Grjótháls. Hagnaðurinn í fyrra nam 800 milljónum, stefnt er að stækkun húsnæðisins. 24. maí 2017 07:15 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00
Forstjóri Ölgerðarinnar: Kemur ekki til greina að elta Costco Eigendur Ölgerðarinnar juku hlutafé fyrirtækisins um 1,6 milljarða króna í apríl þegar það keypti höfuðstöðvarnar við Grjótháls. Hagnaðurinn í fyrra nam 800 milljónum, stefnt er að stækkun húsnæðisins. 24. maí 2017 07:15