Miklu færri bókanir í borginni Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. maí 2017 06:00 Talsvert hefur dregið úr að ferðamenn bóki ferðir í til að mynda hvalaskoðun á höfuðborgarsvæðinu, það sem af er maí. vísir/stefán Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu í Reykjavík segja talsvert færri bókanir á hótelgistingum, borðum á veitingastöðum og afþreyingu fyrir ferðamenn fyrstu þrjár vikurnar í maí, miðað við í fyrra. Segja þeir bókanir allt að 40 prósentum færri á tímabilinu. „Þetta sé ég svart á hvítu í mínum rekstri. Ég veit ekki hvort um er að ræða fækkun ferðamanna, eða breytta hegðun. Það er engin mæði í okkur – en ef þetta heldur svona áfram er ljóst að það þarf að draga saman seglin,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, hvalaskoðunarfyrirtækis, en hún á einnig sæti í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við erum að sjá 38 prósent færri bókanir á dagsferðum frá Reykjavík á tímabilinu, en bókunarstaðan í sumar lítur ágætlega út. Maí er alltaf rólegri í afþreyingu en aðrir mánuðir, en það kemur á óvart hvað þetta er mikil dýfa,“ segir Þórarinn Þór, framkvæmdastjóri hjá Reykjavík Excursions. „Maður heyrir að ferðamenn séu að eyða minna, kaupi ódýrari mat úr lágvöruverslunum, gisti færri nætur og velji ódýrari afþreyingu,“ útskýrir Rannveig. Upplýsingafulltrúi Isavia segist ekki hafa merkt fækkun ferðamanna sem heimsækja landið, en farþegaspár gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun. „Mér fyndist áhugavert að sjá frekari greiningu á þessum tölum,“ segir Rannveig, en líkt og fram hefur komið fer talning ferðamanna í Leifsstöð fram við vopnaleitina. Allir sem fara þar í gegn og hafa erlend vegabréf eru taldir ferðamenn, líka þeir sem búa á Íslandi. Einnig þeir sem fara aldrei út af Leifsstöð, eru á leið annað í tengiflugi, en þurfa að sækja farangur og innrita sig aftur á Keflavíkurflugvelli. Gengi íslensku krónunnar gæti líka haft áhrif á eyðslu ferðamanna, en krónan hefur styrkst mjög gagnvart erlendum gjaldmiðlum undanfarið. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fordæmalaus uppbygging í sveit og bæ Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir uppbyggingu í sveitarfélaginu meiri nú en áður hafi sést. Það á bæði við um þéttbýli og dreifbýli. Ferðaþjónusta drífur vöxtinn áfram. 4. maí 2017 07:00 Sýna ferðamönnum hvernig hægt er að komast af í Reykjavík fyrir minna en fimm þúsund á dag Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands.Bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC fjallaði nýverið um hvernig megi komast af í Reykjavík fyrir sem minnstan pening. 16. maí 2017 20:37 Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32 Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu í Reykjavík segja talsvert færri bókanir á hótelgistingum, borðum á veitingastöðum og afþreyingu fyrir ferðamenn fyrstu þrjár vikurnar í maí, miðað við í fyrra. Segja þeir bókanir allt að 40 prósentum færri á tímabilinu. „Þetta sé ég svart á hvítu í mínum rekstri. Ég veit ekki hvort um er að ræða fækkun ferðamanna, eða breytta hegðun. Það er engin mæði í okkur – en ef þetta heldur svona áfram er ljóst að það þarf að draga saman seglin,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, hvalaskoðunarfyrirtækis, en hún á einnig sæti í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við erum að sjá 38 prósent færri bókanir á dagsferðum frá Reykjavík á tímabilinu, en bókunarstaðan í sumar lítur ágætlega út. Maí er alltaf rólegri í afþreyingu en aðrir mánuðir, en það kemur á óvart hvað þetta er mikil dýfa,“ segir Þórarinn Þór, framkvæmdastjóri hjá Reykjavík Excursions. „Maður heyrir að ferðamenn séu að eyða minna, kaupi ódýrari mat úr lágvöruverslunum, gisti færri nætur og velji ódýrari afþreyingu,“ útskýrir Rannveig. Upplýsingafulltrúi Isavia segist ekki hafa merkt fækkun ferðamanna sem heimsækja landið, en farþegaspár gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun. „Mér fyndist áhugavert að sjá frekari greiningu á þessum tölum,“ segir Rannveig, en líkt og fram hefur komið fer talning ferðamanna í Leifsstöð fram við vopnaleitina. Allir sem fara þar í gegn og hafa erlend vegabréf eru taldir ferðamenn, líka þeir sem búa á Íslandi. Einnig þeir sem fara aldrei út af Leifsstöð, eru á leið annað í tengiflugi, en þurfa að sækja farangur og innrita sig aftur á Keflavíkurflugvelli. Gengi íslensku krónunnar gæti líka haft áhrif á eyðslu ferðamanna, en krónan hefur styrkst mjög gagnvart erlendum gjaldmiðlum undanfarið.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fordæmalaus uppbygging í sveit og bæ Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir uppbyggingu í sveitarfélaginu meiri nú en áður hafi sést. Það á bæði við um þéttbýli og dreifbýli. Ferðaþjónusta drífur vöxtinn áfram. 4. maí 2017 07:00 Sýna ferðamönnum hvernig hægt er að komast af í Reykjavík fyrir minna en fimm þúsund á dag Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands.Bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC fjallaði nýverið um hvernig megi komast af í Reykjavík fyrir sem minnstan pening. 16. maí 2017 20:37 Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32 Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Fordæmalaus uppbygging í sveit og bæ Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir uppbyggingu í sveitarfélaginu meiri nú en áður hafi sést. Það á bæði við um þéttbýli og dreifbýli. Ferðaþjónusta drífur vöxtinn áfram. 4. maí 2017 07:00
Sýna ferðamönnum hvernig hægt er að komast af í Reykjavík fyrir minna en fimm þúsund á dag Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands.Bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC fjallaði nýverið um hvernig megi komast af í Reykjavík fyrir sem minnstan pening. 16. maí 2017 20:37
Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32
Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45