Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2017 19:19 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill fresta því að skipa dómara við Landsrétt. Hún situr í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í stað Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, þar sem fyrrverandi eiginmaður Svandísar, Ástráður Haraldsson, er einn þeirra umsækjanda sem hæfnisnefnd mat hæfasta en hlutu ekki náð fyrir augum Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fjallar nú um tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt en fjórir af þeim sem ráðherra vill skipa í réttinn voru ekki metnir á meðal þeirra fimmtán hæfustu af hæfnisnefndinni. Rætt var við þau Katrínu og Birgi Ármannsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar kom fram að minnihlutinn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins telji mikinn vafa leika á því að tillaga Sigríðar standist lög. Katrín sagði að ráðherrann þyrfti að uppfylla ákveðna rannsóknarskyldu til að sýna fram á að þeir sem hún vilji skipa, þvert á mat hæfnisnefndar, séu hæfastir. Þessi sjálfstæða rannsókn hefði ekki farið fram og sagði Katrín að þá þyrfti að fá nýtt mat frá dómnefndinni eða að skipa nýja dómnefnd. Þá væri eðlilegra ef vafi léki á því að málatilbúnaður nú héldi að fresta málinu svo hægt væri að vanda betur til verka. Birgir sagði að sér litist illa á að fresta málinu og sagði þingið hafa þá skyldu að klára málið fyrir þinglok sem áætluð eru á morgun. Þá benti hann á að breyta þyrfti lögum ef það ætti að fresta málinu en samkvæmt dómstólalögum á ekki að skipa dómara við Landsrétt síðar en þann 1. júní, það er á fimmtudaginn. Búist er við því að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fundi um málið fram á kvöld og jafnvel á morgun en ljóst er að ágreiningur er í nefndinni milli meirihlutans og minnihlutans um hvernig afgreiða skuli tillögu dómsmálaráðherra. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill fresta því að skipa dómara við Landsrétt. Hún situr í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í stað Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, þar sem fyrrverandi eiginmaður Svandísar, Ástráður Haraldsson, er einn þeirra umsækjanda sem hæfnisnefnd mat hæfasta en hlutu ekki náð fyrir augum Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fjallar nú um tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt en fjórir af þeim sem ráðherra vill skipa í réttinn voru ekki metnir á meðal þeirra fimmtán hæfustu af hæfnisnefndinni. Rætt var við þau Katrínu og Birgi Ármannsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar kom fram að minnihlutinn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins telji mikinn vafa leika á því að tillaga Sigríðar standist lög. Katrín sagði að ráðherrann þyrfti að uppfylla ákveðna rannsóknarskyldu til að sýna fram á að þeir sem hún vilji skipa, þvert á mat hæfnisnefndar, séu hæfastir. Þessi sjálfstæða rannsókn hefði ekki farið fram og sagði Katrín að þá þyrfti að fá nýtt mat frá dómnefndinni eða að skipa nýja dómnefnd. Þá væri eðlilegra ef vafi léki á því að málatilbúnaður nú héldi að fresta málinu svo hægt væri að vanda betur til verka. Birgir sagði að sér litist illa á að fresta málinu og sagði þingið hafa þá skyldu að klára málið fyrir þinglok sem áætluð eru á morgun. Þá benti hann á að breyta þyrfti lögum ef það ætti að fresta málinu en samkvæmt dómstólalögum á ekki að skipa dómara við Landsrétt síðar en þann 1. júní, það er á fimmtudaginn. Búist er við því að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fundi um málið fram á kvöld og jafnvel á morgun en ljóst er að ágreiningur er í nefndinni milli meirihlutans og minnihlutans um hvernig afgreiða skuli tillögu dómsmálaráðherra.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09
Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53
Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30