Vikar og Ragnhildur stóðu uppi sem sigurvegarar á Símamótinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2017 18:38 Vikar og Ragnhildur, sigurvegarar á Símamótinu. mynd/[email protected] Vikar Jónassson úr GK og Ragnhildur Kristinsdóttir GR hrósuðu sigri á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þetta er fyrsti sigur hins tvítuga Vikars á mótaröð þeirra bestu en þriðji sigur Ragnhildar sem er 19 ára gömul. Mótið var það fjórða af alls átta á Eimskipsmótaröðinni á tímabilinu 2016-17. Mikil spenna var í karlaflokknum fyrir lokahringinn þar sem Vikar tryggði sér sigurinn með fugli á lokaholunni. Vikar lenti í glompu við 18. flötina í öðru högginu en holan er par fimm. Hann sló glæsilegt högg úr glompunni og setti síðan niður um tveggja metra pútt fyrir sigrinum en hann lék lokahringinn á 70 höggum eða -1. Hákon Örn Magnússon úr GR var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn. Hann lék á +2 í dag og var einu höggi á eftir Vikari. Kristján Þór Einarsson úr GM og Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG deildu þriðja sætinuá -3 samtals. „Ég hef æft mikið undanfarin misseri og þá sérstaklega púttin. Það hefur skilað árangri og ég er mjög ánægður að hafa brotið ísinn og sigrað í fyrsta sinn á ferlinum. Mér leið vel á hringnum í dag og sérstaklega eftir að Birgir Björn Magnússon félagi minn úr Keili gerðist aðstoðarmaður minn eftir að hann hafði lokið leik. Þá varð andrúmsloftið létt og skemmtilegt - og mér leið vel í dag,“ sagði Vikar Jónasson eftir hringinn í dag.Frá vinstri: Fannar Ingi Steingrímsson, Kristján Þór Einarsson, Vikar Jónasson og Hákon Örn Magnússon.mynd/[email protected]Ragnhildur Kristinsdóttir var tveimur höggum á eftir Sögu Traustadóttur liðsfélaga sínum úr GR fyrir lokahringinn. Ragnhildur sýndi styrk sinn þegar mest á reyndi og lék á einu höggi undir pari og sigraði með fjögurra högga mun. Þetta er þriðji sigur Ragnhildar á Eimskipsmótaröðinni. „Ég hrökk í gang í gær á öðrum keppnisdeginum þegar ég fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum. Það breytti miklu fyrir sjálfstraustið og ég var ákveðinn í því að sigra þegar ég mætti í dag á teig,“ sagði Ragnhildur eftir hringinn í dag.Frá vinstri: Hulda Clara Gestsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Saga Traustadóttir.mynd/[email protected]Lokastaðan í karlaflokki: 1. Vikar Jónasson, GK (68-69-70) 207 högg -6 2. Hákon Örn Magnússon, GR (65-70-73) 208 högg -5 3.-4. Kristján Þór Einarsson, GM (67-76-67) 210 högg -3 3.-4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (71-71-68) 210 högg -3 5. Henning Darri Þórðarson, GK (71-71-69) 211 högg -2 6. Hlynur Bergsson, GKG (70-72-70) 212 högg -1 7. Heiðar Davíð Bragason, GHD (74-68-71) 213 högg par 8.-10. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (70-73-71) 214 högg +1 8.-10. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (74-69-71) 214 högg +1 8.-10. Theodór Emil Karlsson, GM (71-71-72) 214 högg +1Lokastaðan í kvennaflokki:1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (76-73-70) 219 högg +6 2. Saga Traustadóttir, GR (74-73-76) 223 högg +10 3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (74-75-76) 225 högg +12 4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (72-77-78) 227 högg +14 5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (76-78-76) 230 högg +17 Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Vikar Jónassson úr GK og Ragnhildur Kristinsdóttir GR hrósuðu sigri á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þetta er fyrsti sigur hins tvítuga Vikars á mótaröð þeirra bestu en þriðji sigur Ragnhildar sem er 19 ára gömul. Mótið var það fjórða af alls átta á Eimskipsmótaröðinni á tímabilinu 2016-17. Mikil spenna var í karlaflokknum fyrir lokahringinn þar sem Vikar tryggði sér sigurinn með fugli á lokaholunni. Vikar lenti í glompu við 18. flötina í öðru högginu en holan er par fimm. Hann sló glæsilegt högg úr glompunni og setti síðan niður um tveggja metra pútt fyrir sigrinum en hann lék lokahringinn á 70 höggum eða -1. Hákon Örn Magnússon úr GR var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn. Hann lék á +2 í dag og var einu höggi á eftir Vikari. Kristján Þór Einarsson úr GM og Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG deildu þriðja sætinuá -3 samtals. „Ég hef æft mikið undanfarin misseri og þá sérstaklega púttin. Það hefur skilað árangri og ég er mjög ánægður að hafa brotið ísinn og sigrað í fyrsta sinn á ferlinum. Mér leið vel á hringnum í dag og sérstaklega eftir að Birgir Björn Magnússon félagi minn úr Keili gerðist aðstoðarmaður minn eftir að hann hafði lokið leik. Þá varð andrúmsloftið létt og skemmtilegt - og mér leið vel í dag,“ sagði Vikar Jónasson eftir hringinn í dag.Frá vinstri: Fannar Ingi Steingrímsson, Kristján Þór Einarsson, Vikar Jónasson og Hákon Örn Magnússon.mynd/[email protected]Ragnhildur Kristinsdóttir var tveimur höggum á eftir Sögu Traustadóttur liðsfélaga sínum úr GR fyrir lokahringinn. Ragnhildur sýndi styrk sinn þegar mest á reyndi og lék á einu höggi undir pari og sigraði með fjögurra högga mun. Þetta er þriðji sigur Ragnhildar á Eimskipsmótaröðinni. „Ég hrökk í gang í gær á öðrum keppnisdeginum þegar ég fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum. Það breytti miklu fyrir sjálfstraustið og ég var ákveðinn í því að sigra þegar ég mætti í dag á teig,“ sagði Ragnhildur eftir hringinn í dag.Frá vinstri: Hulda Clara Gestsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Saga Traustadóttir.mynd/[email protected]Lokastaðan í karlaflokki: 1. Vikar Jónasson, GK (68-69-70) 207 högg -6 2. Hákon Örn Magnússon, GR (65-70-73) 208 högg -5 3.-4. Kristján Þór Einarsson, GM (67-76-67) 210 högg -3 3.-4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (71-71-68) 210 högg -3 5. Henning Darri Þórðarson, GK (71-71-69) 211 högg -2 6. Hlynur Bergsson, GKG (70-72-70) 212 högg -1 7. Heiðar Davíð Bragason, GHD (74-68-71) 213 högg par 8.-10. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (70-73-71) 214 högg +1 8.-10. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (74-69-71) 214 högg +1 8.-10. Theodór Emil Karlsson, GM (71-71-72) 214 högg +1Lokastaðan í kvennaflokki:1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (76-73-70) 219 högg +6 2. Saga Traustadóttir, GR (74-73-76) 223 högg +10 3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (74-75-76) 225 högg +12 4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (72-77-78) 227 högg +14 5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (76-78-76) 230 högg +17
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira