Styrking krónunnar hefur verri áhrif á ferðaþjónustu á landsbyggðinni Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júní 2017 12:52 Fjölgun gistinátta var minnst á Austurlandi, rúm 13 prósent en næstminnst á Norðurlandi eða 23 prósent. vísir/pjetur Gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum fjölgaði alls staðar á landinu á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta má lesa úr tölum Hagstofunnar. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins var fjölgun gistinátta þó einna minnst á landsvæðum sem eru lengst frá höfuðborgarsvæðinu; Norðurlandi, Austurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Fjölgun gistinátta var minnst á Austurlandi, rúm 13 prósent en næstminnst á Norðurlandi eða 23 prósent. Þessi þróun skýrist að einhverju leyti af því að dvalarlengd ferðamanna hefur verið að styttast á síðustu misserum hér á landi meðal annars vegna styrkingar krónunnar sem hefur hækkað dvalarkostnað ferðamanna. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Styttri dvalarlengd dregur úr svigrúmi ferðamanna til að ferðast yfir langan veg hér á landi. Þar sem nær allir ferðamenn sem sækja landið heim koma í gegnum Leifsstöð er ljóst að styttri dvalarlengd kemur harðast niður á þeim svæðum sem eru langt frá millilandaflugvellinum segir í henni. Þetta þýðir að sú styrking sem orðið hefur á krónunni á síðustu misserum og möguleg áframhaldandi styrking til framtíðar muni koma harðar niður á svæðum eins og Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum en þeim svæðum sem liggja nær millilandafluginu.Dvalarlengdin fylgist að við gengisbreytingar Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum var töluvert sterkara á fyrstu fjórum mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það fjölgaði gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum alls staðar á landinu milli ára. Þeim fjölgaði hins vegar ekki í samræmi við fjölgun ferðamanna. Dvalarlengdin hefur verið að dragast saman á hverju ári í þeirri uppsveiflu sem hófst í ferðaþjónustu árið 2011. Sé skoðuð fylgni á milli annars vegar breytinga í gengi krónu og breytinga í dvalarlengd hins vegar frá árinu 2003 milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs kemur í ljós að breytingar í dvalarlengd og breytingar í gengi fylgjast að með þeim hætti að styrking krónu styttir dvalarlengd en veiking hennar lengir dvölina. Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Færri ferðamenn eystra Ferðaþjónustufólk á Austurlandi kveðst finna fyrir fækkun ferðamanna líkt og raunin er á Vestfjörðum. Súrt ef krónan eyðileggur fyrir okkur, segir hótelstjóri. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum fjölgaði alls staðar á landinu á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta má lesa úr tölum Hagstofunnar. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins var fjölgun gistinátta þó einna minnst á landsvæðum sem eru lengst frá höfuðborgarsvæðinu; Norðurlandi, Austurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Fjölgun gistinátta var minnst á Austurlandi, rúm 13 prósent en næstminnst á Norðurlandi eða 23 prósent. Þessi þróun skýrist að einhverju leyti af því að dvalarlengd ferðamanna hefur verið að styttast á síðustu misserum hér á landi meðal annars vegna styrkingar krónunnar sem hefur hækkað dvalarkostnað ferðamanna. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Styttri dvalarlengd dregur úr svigrúmi ferðamanna til að ferðast yfir langan veg hér á landi. Þar sem nær allir ferðamenn sem sækja landið heim koma í gegnum Leifsstöð er ljóst að styttri dvalarlengd kemur harðast niður á þeim svæðum sem eru langt frá millilandaflugvellinum segir í henni. Þetta þýðir að sú styrking sem orðið hefur á krónunni á síðustu misserum og möguleg áframhaldandi styrking til framtíðar muni koma harðar niður á svæðum eins og Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum en þeim svæðum sem liggja nær millilandafluginu.Dvalarlengdin fylgist að við gengisbreytingar Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum var töluvert sterkara á fyrstu fjórum mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það fjölgaði gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum alls staðar á landinu milli ára. Þeim fjölgaði hins vegar ekki í samræmi við fjölgun ferðamanna. Dvalarlengdin hefur verið að dragast saman á hverju ári í þeirri uppsveiflu sem hófst í ferðaþjónustu árið 2011. Sé skoðuð fylgni á milli annars vegar breytinga í gengi krónu og breytinga í dvalarlengd hins vegar frá árinu 2003 milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs kemur í ljós að breytingar í dvalarlengd og breytingar í gengi fylgjast að með þeim hætti að styrking krónu styttir dvalarlengd en veiking hennar lengir dvölina.
Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Færri ferðamenn eystra Ferðaþjónustufólk á Austurlandi kveðst finna fyrir fækkun ferðamanna líkt og raunin er á Vestfjörðum. Súrt ef krónan eyðileggur fyrir okkur, segir hótelstjóri. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00
Færri ferðamenn eystra Ferðaþjónustufólk á Austurlandi kveðst finna fyrir fækkun ferðamanna líkt og raunin er á Vestfjörðum. Súrt ef krónan eyðileggur fyrir okkur, segir hótelstjóri. 19. júní 2017 07:00