Sérsveitin oftar en ekki á Þjóðhátíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júní 2017 17:00 Ekki er enn vitað hvort sérsveitin muni aðstoða við löggæslu á Þjóðhátíð í ár, og þá ekki heldur hvort þeir muni bera sýnileg skotvopn utan á sér. vísir/vilhelm Sérsveitarmenn lögreglu hafa oft verið fengnir til aðstoðar við eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þeir hafa þó ekki komist til þess undanfarin 3-4 ár en yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögreglu þar alltaf óska eftir aðstoð þeirra um verslunarmannahelgi. Þá hefur sérsveitin verið fengin með lögreglu í útköll vegna gesta Þjóðhátíðar. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði í viðtali við Stöð 2 í gær að skoðun stæði yfir á því hvort þörf væri á vopnuðum sérsveitarmönnum um verslunarmannahelgi í Vestmannaeyjum. Hann sagði lögreglustjórann í Vestmannaeyjum ítrekað hafa óskað eftir aðkomu sérsveitarmanna þar. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir sérsveitina þó ekki hafa komist á Þjóðhátíð undanfarin 3-4 ár þrátt fyrir beiðnir lögreglu í Vestmannaeyjum. „Það er ekkert nýtt að sérsveitin hefur verið hér á Þjóðhátíð. Hún hefur hins vegar ekki verið hér síðustu 3 eða 4 ár, þá hafa þeir ekki getað sent okkur menn,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum. „Við höfum alltaf óskað eftir því og talið fulla þörf á því að hér séu sérsveitarmenn. Eins og ríkislögreglustjóri benti sjálfur á þá skipta mínútur máli og þá er betra að hafa menn á staðnum ef slík mál koma upp. Það þurfa ekki endilega að vera skotvopnamál sem þeir bregðast við en þetta geta líka verið hnífamál eða annað slíkt.“Eiga að auka öryggi gesta með eins öflugum búnaði og völ er áJóhannes segir sérsveitarmennina, sem staðið hafa vaktina í Vestmannaeyjum á Þjóðhátið, aðallega hafa verið þar við almenn löggæslustörf og ekki á grundvelli hryðjuverkaógnar. Hann segir að yfirleitt hafi verið sendir 2-4 sérsveitarmenn hverju sinni ásamt einum vopnbúnum sérsveitarbíl. Aðspurður hvort þeir hafi borið skotvopn utan á sér við eftirlit í Herjólfsdal segir Jóhannes ekki vita til þess. „Sérsveitarmenn eru náttúrulega með þann búnað að þeir eru með vopn nálægt sér þannig að það er ekkert nýtt. En þeir hafa kannski ekki endilega borið þau á sér við dagleg eftirlitsstörf.“ Þá leggur Jóhannes áherslu á að sérsveitin eigi þannig að auka öryggi gesta hátíðarinnar með eins öflugum búnaði og völ er á.Hafa þurft á sérhæfingu sérsveitar að halda á ÞjóðhátíðJóhannes segir sérsveitarmennina oft hafa sinnt útköllum um verslunarmannahelgi með almennri lögreglu á staðnum. „Ég get alveg staðfest að þeir hafi þurft að koma með almennri löggæslu í verkefni, þar sem við erum ekki vissir um hvort einstaklingar séu sjálfir með vopn, og þeir eru náttúrulega sérhæfðir til að grípa inn í þessi verkefni þar sem fólk er með vopn. Þeir hafa þekkingu og þjálfun til þess.“ Vopnaðir sérsveitarmenn vöktu mikla athygli í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi þegar fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. Ríkislögreglustjóri sagði þar um að ræða ráðstöfun vegna nýlegra hryðjuverkaárása í London en þessi ákvörðun hefur sætt mikilli gagnrýni. Hann sagði enn fremur að búast megi við sérsveitarmönnum á sambærilegum uppákomum, þar á meðal á Þjóðhátíð í Eyjum. Í samtali við Vísi í dag hafði Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, þó ekki fengið staðfest hvort sérsveitarmenn muni sinna gæslu í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina í ár og þá ekki heldur hvort þeir myndu bera sýnileg skotvopn utan á sér. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Borgarfulltrúar neikvæðir í garð varanlegs byssuburðar Lögreglan verður með aukinn viðbúnað á fjölmennum samkomum í sumar vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Vopnaðir lögreglumenn voru meðal annars á ferli á sjómannadaginn og verða aftur á Secret Solstice og 17. júní. 14. júní 2017 06:00 Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Sérsveitarmenn lögreglu hafa oft verið fengnir til aðstoðar við eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þeir hafa þó ekki komist til þess undanfarin 3-4 ár en yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögreglu þar alltaf óska eftir aðstoð þeirra um verslunarmannahelgi. Þá hefur sérsveitin verið fengin með lögreglu í útköll vegna gesta Þjóðhátíðar. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði í viðtali við Stöð 2 í gær að skoðun stæði yfir á því hvort þörf væri á vopnuðum sérsveitarmönnum um verslunarmannahelgi í Vestmannaeyjum. Hann sagði lögreglustjórann í Vestmannaeyjum ítrekað hafa óskað eftir aðkomu sérsveitarmanna þar. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir sérsveitina þó ekki hafa komist á Þjóðhátíð undanfarin 3-4 ár þrátt fyrir beiðnir lögreglu í Vestmannaeyjum. „Það er ekkert nýtt að sérsveitin hefur verið hér á Þjóðhátíð. Hún hefur hins vegar ekki verið hér síðustu 3 eða 4 ár, þá hafa þeir ekki getað sent okkur menn,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum. „Við höfum alltaf óskað eftir því og talið fulla þörf á því að hér séu sérsveitarmenn. Eins og ríkislögreglustjóri benti sjálfur á þá skipta mínútur máli og þá er betra að hafa menn á staðnum ef slík mál koma upp. Það þurfa ekki endilega að vera skotvopnamál sem þeir bregðast við en þetta geta líka verið hnífamál eða annað slíkt.“Eiga að auka öryggi gesta með eins öflugum búnaði og völ er áJóhannes segir sérsveitarmennina, sem staðið hafa vaktina í Vestmannaeyjum á Þjóðhátið, aðallega hafa verið þar við almenn löggæslustörf og ekki á grundvelli hryðjuverkaógnar. Hann segir að yfirleitt hafi verið sendir 2-4 sérsveitarmenn hverju sinni ásamt einum vopnbúnum sérsveitarbíl. Aðspurður hvort þeir hafi borið skotvopn utan á sér við eftirlit í Herjólfsdal segir Jóhannes ekki vita til þess. „Sérsveitarmenn eru náttúrulega með þann búnað að þeir eru með vopn nálægt sér þannig að það er ekkert nýtt. En þeir hafa kannski ekki endilega borið þau á sér við dagleg eftirlitsstörf.“ Þá leggur Jóhannes áherslu á að sérsveitin eigi þannig að auka öryggi gesta hátíðarinnar með eins öflugum búnaði og völ er á.Hafa þurft á sérhæfingu sérsveitar að halda á ÞjóðhátíðJóhannes segir sérsveitarmennina oft hafa sinnt útköllum um verslunarmannahelgi með almennri lögreglu á staðnum. „Ég get alveg staðfest að þeir hafi þurft að koma með almennri löggæslu í verkefni, þar sem við erum ekki vissir um hvort einstaklingar séu sjálfir með vopn, og þeir eru náttúrulega sérhæfðir til að grípa inn í þessi verkefni þar sem fólk er með vopn. Þeir hafa þekkingu og þjálfun til þess.“ Vopnaðir sérsveitarmenn vöktu mikla athygli í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi þegar fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. Ríkislögreglustjóri sagði þar um að ræða ráðstöfun vegna nýlegra hryðjuverkaárása í London en þessi ákvörðun hefur sætt mikilli gagnrýni. Hann sagði enn fremur að búast megi við sérsveitarmönnum á sambærilegum uppákomum, þar á meðal á Þjóðhátíð í Eyjum. Í samtali við Vísi í dag hafði Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, þó ekki fengið staðfest hvort sérsveitarmenn muni sinna gæslu í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina í ár og þá ekki heldur hvort þeir myndu bera sýnileg skotvopn utan á sér.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Borgarfulltrúar neikvæðir í garð varanlegs byssuburðar Lögreglan verður með aukinn viðbúnað á fjölmennum samkomum í sumar vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Vopnaðir lögreglumenn voru meðal annars á ferli á sjómannadaginn og verða aftur á Secret Solstice og 17. júní. 14. júní 2017 06:00 Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Borgarfulltrúar neikvæðir í garð varanlegs byssuburðar Lögreglan verður með aukinn viðbúnað á fjölmennum samkomum í sumar vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Vopnaðir lögreglumenn voru meðal annars á ferli á sjómannadaginn og verða aftur á Secret Solstice og 17. júní. 14. júní 2017 06:00
Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30
Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00