Ísfirskir krakkar selja ferðamönnum lambaknús Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2017 14:30 Ungir frumkvöðlar á Ísafirði ásamt heimalningum. Frá vinstri eru: Sigurður, Ólafur og Fróði, allir 10 ára, og Guðrún, 8 ára. Martha Sigríður Örnólfsdóttir Börnin biðu eftir ferðamönnum í dag. Fjórir ísfirskir krakkar, sem nýkomnir eru í sumarfrí, hófu í dag að bjóða ferðamönnum að „hitta lömb og faðma þau“ fyrir 100 íslenskar krónur – eða 1 Bandaríkjadal. Móðir tveggja barnanna segir þau hafa hugsað sér gott til glóðarinnar þegar þau sáu skemmtiferðaskip, fullt af ferðamönnum, sigla í höfn á Ísafirði í morgun. Martha Sigríður Örnólfsdóttir er móðir tveggja hinna ungu frumkvöðla og vakti athygli á starfi þeirra í Facebook-færslu í dag. Í samtali við Vísi segir hún að börn sín, 8 og 10 ára gömul, séu nýkomin í sumarfrí. Þau, ásamt vinum sínum, hafi því þurft að finna sér eitthvað að gera en vel viðrar á Ísafirði í dag. „Við eigum kindur og erum með þær í Önundarfirði. Nú er sauðburður búinn en við sitjum uppi með tvo heimalninga. Í morgun sáu svo krakkarnir að það var komið skemmtiferðaskip og það fer svolítið af ferðamönnum hérna fram hjá húsinu okkar þegar skipin koma. Börnin ákváðu þess vegna að setja út skilti og bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Martha.Börnin hönnuðu skiltið sjálf.Martha Sigríður Örnólfsdóttir„Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar“Á skiltinu, sem börnin nota til að auglýsa þjónustu sína, stendur á ensku: „Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar,“ eða „Hittið lömb og faðmið þau fyrir 100 krónur eða einn dollara.“ Í dag hafa krakkarnir setið úti í garði og beðið eftir viðskiptavinum en lömbin tvö eru í girðingu fáeinum metrum frá. Aðspurð hvort einhverjir ferðamenn hafi bitið á agnið segir Marta svo ekki vera – enn þá. „Ferðamennirnir sem hafa átt leið hjá höfðu samt gaman að þessu, það eru náttúrulega aðallega rútur sem koma hérna eftir götunni,“ segir Martha. „En þau græddu nú nokkur bros,“ bætir hún við. Þrátt fyrir að krakkarnir hafi ekki grætt jafnmikið og gert var ráð fyrir í áætlunum segir Martha að ekki sé enn öll von úti varðandi framhald viðskiptaævintýrisins. „Það er spurning, það er aldrei að vita. Það er auðvitað ekki komið hámark á ferðaþjónustuna enn þá og um að gera að reyna að græða á þessum ferðamönnum.“Hér má sjá Facebook-færslu Mörthu frá því í dag: Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Börnin biðu eftir ferðamönnum í dag. Fjórir ísfirskir krakkar, sem nýkomnir eru í sumarfrí, hófu í dag að bjóða ferðamönnum að „hitta lömb og faðma þau“ fyrir 100 íslenskar krónur – eða 1 Bandaríkjadal. Móðir tveggja barnanna segir þau hafa hugsað sér gott til glóðarinnar þegar þau sáu skemmtiferðaskip, fullt af ferðamönnum, sigla í höfn á Ísafirði í morgun. Martha Sigríður Örnólfsdóttir er móðir tveggja hinna ungu frumkvöðla og vakti athygli á starfi þeirra í Facebook-færslu í dag. Í samtali við Vísi segir hún að börn sín, 8 og 10 ára gömul, séu nýkomin í sumarfrí. Þau, ásamt vinum sínum, hafi því þurft að finna sér eitthvað að gera en vel viðrar á Ísafirði í dag. „Við eigum kindur og erum með þær í Önundarfirði. Nú er sauðburður búinn en við sitjum uppi með tvo heimalninga. Í morgun sáu svo krakkarnir að það var komið skemmtiferðaskip og það fer svolítið af ferðamönnum hérna fram hjá húsinu okkar þegar skipin koma. Börnin ákváðu þess vegna að setja út skilti og bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Martha.Börnin hönnuðu skiltið sjálf.Martha Sigríður Örnólfsdóttir„Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar“Á skiltinu, sem börnin nota til að auglýsa þjónustu sína, stendur á ensku: „Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar,“ eða „Hittið lömb og faðmið þau fyrir 100 krónur eða einn dollara.“ Í dag hafa krakkarnir setið úti í garði og beðið eftir viðskiptavinum en lömbin tvö eru í girðingu fáeinum metrum frá. Aðspurð hvort einhverjir ferðamenn hafi bitið á agnið segir Marta svo ekki vera – enn þá. „Ferðamennirnir sem hafa átt leið hjá höfðu samt gaman að þessu, það eru náttúrulega aðallega rútur sem koma hérna eftir götunni,“ segir Martha. „En þau græddu nú nokkur bros,“ bætir hún við. Þrátt fyrir að krakkarnir hafi ekki grætt jafnmikið og gert var ráð fyrir í áætlunum segir Martha að ekki sé enn öll von úti varðandi framhald viðskiptaævintýrisins. „Það er spurning, það er aldrei að vita. Það er auðvitað ekki komið hámark á ferðaþjónustuna enn þá og um að gera að reyna að græða á þessum ferðamönnum.“Hér má sjá Facebook-færslu Mörthu frá því í dag:
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira