Skýrsla Þorsteins: Ólafía þarf að vera aðeins djarfari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. júní 2017 22:48 Ólafía gefur eiginhandaráritanir eftir hringinn sögulega í kvöld. vísir/friðrik þór Golfsérfræðingur 365, Þorsteinn Hallgrímsson, er staddur í Chicago til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á sínu fyrsta risamóti. Þorsteinn labbaði hringinn með Ólafíu í dag og sendi okkur þessa skýrslu í kvöld. Ólafía hefði ekki getað fengið betri byrjun á fyrsta risamóti sínu þar sem hún fékk fugl á fyrstu braut. Hún lék varfærið golf en yfirvegað sem skilaði henni pari á brautum 2 – 6. Á 7. braut, sem er nokkuð erfið par 3 braut, sló hún teighögg með fimmjárni og var um 9 metra frá holunni á flötinni og í framhaldinu renndi hún púttinu niður í holu. Þá var hún komin tvö högg undir par og á þeim tíma jöfn í 4. sæti mótsins. Par fylgdi á 8. braut og svo skolli á 9. brautinni sem er virkilega löng og erfið þegar vindurinn blæs þétt á móti eins og hann gerði í dag. Ólafía Þórunn lék fyrri níu brautirnar á 35 höggum, einu höggi undir pari. Seinni níu brautirnar reyndust erfiðari.Þar fékk Ólafía tvo skolla og einn skramba. Á 15. brautinni, sem er par 3, sló hún ágætis högg af teig. Boltinn fauk undan vindinum og endaði í glompu hægra megin við flötina í nánast vonlausri stöðu til þess að slá inn á flöt. Boltinn lá undir bakkanum og þurfti Ólafía að standa fyrir utan glompuna með boltann langt fyrir neðan sig. Þá braut lék hún á fimm höggum eða skramba. Síðan fylgdi par á brautum 16 – 18.Niðurstaða: Mér fannst Ólafía Þórunn leika virkilega vel af teig. Hún hitti 11 brautir af 14. Það sem helst má skerpa á fyrir morgundaginn eru inn á höggin. Hún hitti 12 flatir af 18 í áætluðum höggafjölda (regulation) sem er fulllítið miðað við hve vel hún sló af teig. Á morgun verður hún að vera aðeins djarfari í höggum inn á flatir og koma boltanum nær holu svo fuglafærin verði betri. Kveðja frá Olympia Fields vellinum í Chicago, Þorsteinn Hallgrímsson Golf Tengdar fréttir Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag "Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. 29. júní 2017 21:37 Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golfsérfræðingur 365, Þorsteinn Hallgrímsson, er staddur í Chicago til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á sínu fyrsta risamóti. Þorsteinn labbaði hringinn með Ólafíu í dag og sendi okkur þessa skýrslu í kvöld. Ólafía hefði ekki getað fengið betri byrjun á fyrsta risamóti sínu þar sem hún fékk fugl á fyrstu braut. Hún lék varfærið golf en yfirvegað sem skilaði henni pari á brautum 2 – 6. Á 7. braut, sem er nokkuð erfið par 3 braut, sló hún teighögg með fimmjárni og var um 9 metra frá holunni á flötinni og í framhaldinu renndi hún púttinu niður í holu. Þá var hún komin tvö högg undir par og á þeim tíma jöfn í 4. sæti mótsins. Par fylgdi á 8. braut og svo skolli á 9. brautinni sem er virkilega löng og erfið þegar vindurinn blæs þétt á móti eins og hann gerði í dag. Ólafía Þórunn lék fyrri níu brautirnar á 35 höggum, einu höggi undir pari. Seinni níu brautirnar reyndust erfiðari.Þar fékk Ólafía tvo skolla og einn skramba. Á 15. brautinni, sem er par 3, sló hún ágætis högg af teig. Boltinn fauk undan vindinum og endaði í glompu hægra megin við flötina í nánast vonlausri stöðu til þess að slá inn á flöt. Boltinn lá undir bakkanum og þurfti Ólafía að standa fyrir utan glompuna með boltann langt fyrir neðan sig. Þá braut lék hún á fimm höggum eða skramba. Síðan fylgdi par á brautum 16 – 18.Niðurstaða: Mér fannst Ólafía Þórunn leika virkilega vel af teig. Hún hitti 11 brautir af 14. Það sem helst má skerpa á fyrir morgundaginn eru inn á höggin. Hún hitti 12 flatir af 18 í áætluðum höggafjölda (regulation) sem er fulllítið miðað við hve vel hún sló af teig. Á morgun verður hún að vera aðeins djarfari í höggum inn á flatir og koma boltanum nær holu svo fuglafærin verði betri. Kveðja frá Olympia Fields vellinum í Chicago, Þorsteinn Hallgrímsson
Golf Tengdar fréttir Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag "Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. 29. júní 2017 21:37 Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag "Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. 29. júní 2017 21:37
Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16
Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00