Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. júní 2017 21:37 Ólafía var nokkuð ánægð með hringinn. „Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. Það var augljóst að hún var ekkert of stressuð því hún fékk fugl á fyrstu holuna. „Ég átti gott dræv og annað högg. Hann rétt lak í sandinn en ég náði að bjarga því,“ segir Ólafía en hún fékk svo annan fugl á sjöunda holu og var þá í efstu sætum mótsins. Sá fugl var einkar glæsilegur. „Ég tók fimm járn í teighöggið og sló gott högg. Ég „sónaði“ svo út og setti púttið í.“ Síðan fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkar konu sem endaði á 74 höggum eða þrem yfir pari. Hún er í rúmlega 100. sæti en það er stutt upp aftur. „Ég hefði viljað slá aðeins betur. Niðurstaðan var samt oftast góð og ég átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag. Það var teighöggið á fjórtándu og ég lenti í vandræðum þar. Svo var ég smá óheppin á fimmtándu,“ segir Ólafía en lukkan var ekki alltaf í liði með henni er kom að legu boltans á ákveðnum tímum. „Nú hvíli ég mig og fæ mér að borða. Svo langar mig að laga sláttinn minn aðeins. Svo gera ég alltaf sömu rútínuna í púttunum. Svo bara slaka á og hafa gaman.“ Viðtal Þorsteins Hallgrímssonar við Ólafíu má sjá í heild sinni hér að neðan. Golf Tengdar fréttir Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. Það var augljóst að hún var ekkert of stressuð því hún fékk fugl á fyrstu holuna. „Ég átti gott dræv og annað högg. Hann rétt lak í sandinn en ég náði að bjarga því,“ segir Ólafía en hún fékk svo annan fugl á sjöunda holu og var þá í efstu sætum mótsins. Sá fugl var einkar glæsilegur. „Ég tók fimm járn í teighöggið og sló gott högg. Ég „sónaði“ svo út og setti púttið í.“ Síðan fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkar konu sem endaði á 74 höggum eða þrem yfir pari. Hún er í rúmlega 100. sæti en það er stutt upp aftur. „Ég hefði viljað slá aðeins betur. Niðurstaðan var samt oftast góð og ég átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag. Það var teighöggið á fjórtándu og ég lenti í vandræðum þar. Svo var ég smá óheppin á fimmtándu,“ segir Ólafía en lukkan var ekki alltaf í liði með henni er kom að legu boltans á ákveðnum tímum. „Nú hvíli ég mig og fæ mér að borða. Svo langar mig að laga sláttinn minn aðeins. Svo gera ég alltaf sömu rútínuna í púttunum. Svo bara slaka á og hafa gaman.“ Viðtal Þorsteins Hallgrímssonar við Ólafíu má sjá í heild sinni hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16
Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00