Lúpína lýst útlæg úr vistkerfi Austfjarða Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, skoðaði lúpínubreiður í friðlandinu á Hólmanesi í gær. Mynd/Lára Björnsdóttir „Hér er ekkert hatur gegn lúpínu. Hún á bara ekki heima í okkar vistkerfi,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, um átak sveitarfélagsins gegn útbreiðslu lúpínunnar. Að sögn Önnu verður þetta annað sumarið í átaki gegn lúpínu í Fjarðabyggð. Náttúrustofa Austurlands hafi skoðað útbreiðslu lúpínu þar í fjögur eða fimm ár. „Aukningin er gríðarleg. Nú eru komin svokölluð snjóboltaáhrif og dreifingin verður hraðari,“ segir hún. Óskað er eftir þátttöku almennra borgara í átakinu. „Fólk hefur heimild til þess að fá lánuð sláttuorf hjá okkur til þess að slá,“ segir Anna. Mun meiri áhugi sé fyrir átakinu nú en í fyrra. „Við setjum áhersluna á friðlandið okkar,“ segir Anna um þau svæði sem beint verður sjónum að. Þar sé um að ræða Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og fólkvanginn í Neskaupstað; elsta fólkvang landsins. Lagt er upp með að slá lúpínuna þegar hún er í háblóma og farin að mynda fræbelgi. Þannig sé hægt að minnka endurvöxt hennar um 70 prósent. Anna segir að á þessum tímapunkti séu mestar líkur á að plöntur sem eru slegnar drepist því þá séu rætur þeirra veikastar fyrir. Um sé að ræða aðferðafræði sem byggi á rannsóknum sem Náttúrustofa Vesturlands hafi leitt. Eins og víðar var lúpínan notuð til að græða mela þar eystra. „Skógræktin notaði hana líka í uppgræðslu og þeir sömu einstaklingar eru áhugasamir um að hjálpa okkur að reyna að sporna við útbreiðslunni. Það var svolítill misskilningur með lúpínuna að hún væri bara að fara inn á næringarsnauð svæði og síðan myndi hún hopa þegar heimagróðurinn kæmi til. Síðan reyndist það ekki vera þannig,“ segir Anna sem kveður lúpínuna una sér vel í mólendinu í Fjarðabyggð. „Ofan við snjóflóðavarnargarðana í Neskaupstað var mikið berjasvæði. Það er meira og minna farið undir lúpínu. Það er ekki gaman,“ segir umhverfisstjórinn sem endurtekur að ekki sé um að tefla einhverja illsku út í lúpínuna sem slíka. „Við erum einfaldlega að reyna að endurheimta upprunaleg vistkerfi sem eru þessar lyngbreiður.“ Þá undirstrikar Anna að þótt lúpína eigi ekki heima alls staðar geti hún haft jákvætt hlutverk á svörtum söndum þar sem engin næring sé og mikið fok. „Þar hefur tekist vel til en við erum bara ekki með slík vistkerfi hér á Austfjörðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
„Hér er ekkert hatur gegn lúpínu. Hún á bara ekki heima í okkar vistkerfi,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, um átak sveitarfélagsins gegn útbreiðslu lúpínunnar. Að sögn Önnu verður þetta annað sumarið í átaki gegn lúpínu í Fjarðabyggð. Náttúrustofa Austurlands hafi skoðað útbreiðslu lúpínu þar í fjögur eða fimm ár. „Aukningin er gríðarleg. Nú eru komin svokölluð snjóboltaáhrif og dreifingin verður hraðari,“ segir hún. Óskað er eftir þátttöku almennra borgara í átakinu. „Fólk hefur heimild til þess að fá lánuð sláttuorf hjá okkur til þess að slá,“ segir Anna. Mun meiri áhugi sé fyrir átakinu nú en í fyrra. „Við setjum áhersluna á friðlandið okkar,“ segir Anna um þau svæði sem beint verður sjónum að. Þar sé um að ræða Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og fólkvanginn í Neskaupstað; elsta fólkvang landsins. Lagt er upp með að slá lúpínuna þegar hún er í háblóma og farin að mynda fræbelgi. Þannig sé hægt að minnka endurvöxt hennar um 70 prósent. Anna segir að á þessum tímapunkti séu mestar líkur á að plöntur sem eru slegnar drepist því þá séu rætur þeirra veikastar fyrir. Um sé að ræða aðferðafræði sem byggi á rannsóknum sem Náttúrustofa Vesturlands hafi leitt. Eins og víðar var lúpínan notuð til að græða mela þar eystra. „Skógræktin notaði hana líka í uppgræðslu og þeir sömu einstaklingar eru áhugasamir um að hjálpa okkur að reyna að sporna við útbreiðslunni. Það var svolítill misskilningur með lúpínuna að hún væri bara að fara inn á næringarsnauð svæði og síðan myndi hún hopa þegar heimagróðurinn kæmi til. Síðan reyndist það ekki vera þannig,“ segir Anna sem kveður lúpínuna una sér vel í mólendinu í Fjarðabyggð. „Ofan við snjóflóðavarnargarðana í Neskaupstað var mikið berjasvæði. Það er meira og minna farið undir lúpínu. Það er ekki gaman,“ segir umhverfisstjórinn sem endurtekur að ekki sé um að tefla einhverja illsku út í lúpínuna sem slíka. „Við erum einfaldlega að reyna að endurheimta upprunaleg vistkerfi sem eru þessar lyngbreiður.“ Þá undirstrikar Anna að þótt lúpína eigi ekki heima alls staðar geti hún haft jákvætt hlutverk á svörtum söndum þar sem engin næring sé og mikið fok. „Þar hefur tekist vel til en við erum bara ekki með slík vistkerfi hér á Austfjörðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira