Steypa sér niður Goðafoss á kajökum: „Nepalar eru bestu ræðarar sem þú finnur“ Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Ó. Jónsson skrifa 28. júní 2017 10:27 Hópar ræðara stunda það að steypa sér niður Goðafoss á kajökum, sér og öðrum til skemmtunar en fossinn er um 9 til 17 metra hár. Í hópi þeirra eru meðal annars fjöldi Nepala sem koma hingað árlega til að róa og kenna ferðamönnum og áhugasömum Íslendingum réttu handtökin. Marteinn Möller, einn ræðaranna sem blaðamaður Vísis rakst á við Goðafoss á dögunum, var nýkominn úr sinni annarri för niður fossinn en hann starfar sem flúðasiglingaleiðsögumaður á sumrin. Með honum í för voru Nepalarnir Bramod Mager og Goma Sunuwr, sem tóku myndbandið sem sjá má hér að ofan. Marteinn ber þeim vel söguna. „Nepalar eru bestu ræðarar sem þú finnur.“ Hann segir siglingar sem þessar eiga sér langa sögu á Íslandi, þó svo að þær hafi kannski ekki verið fyrirferðamiklar. „Straumvatns- og flúðasiglingar á Íslandi hafa fylgt Íslendingum í tugi ára. Þetta byrjaði allt, að mér skilst, fyrir austan í Eyvindará, skammt frá Egilsstöðum. Þaðan færðu siglingarnar sig suður og í Skagafjörðinn. Þetta er hálfdulið sport,“ segir Marteinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ræðarar sigla niður fossinn. Vísir greindi frá því í mars í fyrra að þýski ofurhuginn Matze Brustmann hafi gert slíkt hið sama. Fossinn var þá í klakaböndum eins og sjá má á myndunum sem fylga fréttinni.Goma Sunuwr, Bramod Mager og Marteinn Möller við Goðafoss.Vísir/KTDSmeykur en káturBramod Mager segir það lengi hafa verið draum sinn að sigla á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem hann kemur til landsins og hefur hann tvisvar siglt niður Goðafoss; fyrra skiptið hafi verið fínt en það seinna hafi ekki gengið að óskum. Hann útskýrir með miklum tilþrifum fyrir blaðamanni hvernig snúningur sem hann hafi ætlað sér að reyna hafi mistekist og hafi það sett babb í bátinn. Mager viðurkennir að vera örlítið smeykur þegar hann steypir sér niður fossinn. „Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Mager kátur.Sjálfstraustið mikilvægt Vinkona Magers, Goma Sunuwr, er hér í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hún segist gríðarlega spennt og hamingjusöm með veru sína hér og fer fallegum orðum um náttúrufegurð Íslands. Hún tekur í sama streng og Mager og segir það örlítið ógnvekjandi að sigla niður fossinn. Henni þyki það þó fyrst og fremst gaman. Hún segist hafa tvisvar áður hafa farið niður fossa á kajak en hvorugur þeirra hafi verið á hæð við Goðafoss. Þegar svona siglingar eru annars vegar segir hún að nauðsynlegt að vera með sjálfstraustið í lagi ef ekki á illa að fara. Þegar Vísir kvaddi þremenninganna voru þau í óðaönn við að undirbúa sig fyrir enn eina salíbununa niður fossinn. Þau eru meðal þeirra sem standa að róðrakeppninni Midnight Sun Whitewater Festival sem fram fer um helgina og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar má nálgast hér. Myndband af einni ferð þeirra Marteins og Mager niður Goðafoss má sjá hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fór niður Goðafoss á kajak Þýski ofurhuginn Matze Brustmann gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór niður Goðafoss á kajak. 3. mars 2016 21:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Hópar ræðara stunda það að steypa sér niður Goðafoss á kajökum, sér og öðrum til skemmtunar en fossinn er um 9 til 17 metra hár. Í hópi þeirra eru meðal annars fjöldi Nepala sem koma hingað árlega til að róa og kenna ferðamönnum og áhugasömum Íslendingum réttu handtökin. Marteinn Möller, einn ræðaranna sem blaðamaður Vísis rakst á við Goðafoss á dögunum, var nýkominn úr sinni annarri för niður fossinn en hann starfar sem flúðasiglingaleiðsögumaður á sumrin. Með honum í för voru Nepalarnir Bramod Mager og Goma Sunuwr, sem tóku myndbandið sem sjá má hér að ofan. Marteinn ber þeim vel söguna. „Nepalar eru bestu ræðarar sem þú finnur.“ Hann segir siglingar sem þessar eiga sér langa sögu á Íslandi, þó svo að þær hafi kannski ekki verið fyrirferðamiklar. „Straumvatns- og flúðasiglingar á Íslandi hafa fylgt Íslendingum í tugi ára. Þetta byrjaði allt, að mér skilst, fyrir austan í Eyvindará, skammt frá Egilsstöðum. Þaðan færðu siglingarnar sig suður og í Skagafjörðinn. Þetta er hálfdulið sport,“ segir Marteinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ræðarar sigla niður fossinn. Vísir greindi frá því í mars í fyrra að þýski ofurhuginn Matze Brustmann hafi gert slíkt hið sama. Fossinn var þá í klakaböndum eins og sjá má á myndunum sem fylga fréttinni.Goma Sunuwr, Bramod Mager og Marteinn Möller við Goðafoss.Vísir/KTDSmeykur en káturBramod Mager segir það lengi hafa verið draum sinn að sigla á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem hann kemur til landsins og hefur hann tvisvar siglt niður Goðafoss; fyrra skiptið hafi verið fínt en það seinna hafi ekki gengið að óskum. Hann útskýrir með miklum tilþrifum fyrir blaðamanni hvernig snúningur sem hann hafi ætlað sér að reyna hafi mistekist og hafi það sett babb í bátinn. Mager viðurkennir að vera örlítið smeykur þegar hann steypir sér niður fossinn. „Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Mager kátur.Sjálfstraustið mikilvægt Vinkona Magers, Goma Sunuwr, er hér í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hún segist gríðarlega spennt og hamingjusöm með veru sína hér og fer fallegum orðum um náttúrufegurð Íslands. Hún tekur í sama streng og Mager og segir það örlítið ógnvekjandi að sigla niður fossinn. Henni þyki það þó fyrst og fremst gaman. Hún segist hafa tvisvar áður hafa farið niður fossa á kajak en hvorugur þeirra hafi verið á hæð við Goðafoss. Þegar svona siglingar eru annars vegar segir hún að nauðsynlegt að vera með sjálfstraustið í lagi ef ekki á illa að fara. Þegar Vísir kvaddi þremenninganna voru þau í óðaönn við að undirbúa sig fyrir enn eina salíbununa niður fossinn. Þau eru meðal þeirra sem standa að róðrakeppninni Midnight Sun Whitewater Festival sem fram fer um helgina og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar má nálgast hér. Myndband af einni ferð þeirra Marteins og Mager niður Goðafoss má sjá hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fór niður Goðafoss á kajak Þýski ofurhuginn Matze Brustmann gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór niður Goðafoss á kajak. 3. mars 2016 21:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Fór niður Goðafoss á kajak Þýski ofurhuginn Matze Brustmann gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór niður Goðafoss á kajak. 3. mars 2016 21:57