Lewis Hamilton á ráspól í Aserbaídsjan Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. júní 2017 14:11 Lewis Hamilton var rosalegur í dag. Vísir/Getty Grip er vandfundin auðlind á brautinni í Bakú, ökumenn voru mikið að skauta til og sumir hverjir að koma sér í vandræði.Fyrsta lota Dekkin voru tiltölulega lengi að hitna hjá ökumönnum sem glímdu við að finna grip. Hamilton var fljótastur í lotunni og Verstappen annar fljótastur. Þeir sem féllu úr leik voru; McLaren ökumennirnir, Marcus Ericsson á Sauber og Romain Grosjean á Haas. Jolyon Palmer á Renault gat ekki tekið þátt í tímatökunni eftir að eldur kom upp í bíl hans á æfingu. Það er vonando að hann geti verið með á morgun.Önnur lota Veggirnir ógnuðu ökumönnum talsvert í lotunni. Verstappen smellti léttum kossi á vegg en komst upp með það. Felipe Massa þurfti að passa sig sérstaklega vel, hann var afar laus á brautinni. Hamilton var sjóðandi heitur í lotunni og þegar útlit var fyrir spennandi tímatöku fann Hamilton 0,7 sekúndur sem virtist rothögg fyrir alla aðra. Þeir sem féllu út í annarri lotu voru; Toro Rosso ökumennirnir, Kevin Magnussen á Haas, Nico Hulkenberg á Renault og Pascal Wehrlein á Sauber.Daniel Ricciardo smellti sér utan í varnaarvegg í þriðju lotunni.Vísir/GettyÞriðja lota Bottas komst upp með að strjúka öryggisvegg í sinni fyrstu tilraun en setja tíma sem enginn gat skákað í bili. Daniel Ricciardo smellti Red Bull bílnum út í varnarvegg, hann nam staðar á óheppilegum stað. Tímatakan var stöðvuð með 3:33 eftir, Hamilton tókst því ekki að setja tíma annan hringinn í röð. Hringurinn sem Hamilton þurfti að hætta við lofaði góðu, hann var 0,2 sekúndum fljótari en Bottas á fyrsta tímatökusvæðinu. Ökumenn gátu aðeins notað úthringinn til að ná hita í dekkin og það þýddi að menn voru ekki alveg með sama grip og þeir hefðu viljað. Hamilton galdraði fram magnaðan hring og var tæplega hálfri sekúndu fljótari en liðsfélagi sinn, Bottas sem var eflaust farinn að halda að hann hefði þetta í hendi sér. Formúla Tengdar fréttir Monisha Kaltenborn hætt hjá Sauber Monisha Kaltenborn hefur yfirgefið stöðu sína sem liðsstjóri Sauber. Kaltenborn varð fyrsta konan til að verða liðsstjóri í Formúlu 1 árið 2012 þegar hún tók við stöðunni hjá Sauber. 21. júní 2017 22:45 Formúla 1 snýr aftur til upprunalandsins 2018 FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið birti fyrir skemmstu keppnisdagatalið fyrir 2018 tímabilið í Formúlu 1. Kafað er í ástæður á bakvið dagsetningar í dagatalinu. 20. júní 2017 23:00 Max Verstappen fljótastur á föstudegi í Bakú Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á báðum föstudagsæfingunum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bakú á sunnudag. Red Bull virðist eiga raunverulega möguleika á ráspól. 24. júní 2017 11:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Grip er vandfundin auðlind á brautinni í Bakú, ökumenn voru mikið að skauta til og sumir hverjir að koma sér í vandræði.Fyrsta lota Dekkin voru tiltölulega lengi að hitna hjá ökumönnum sem glímdu við að finna grip. Hamilton var fljótastur í lotunni og Verstappen annar fljótastur. Þeir sem féllu úr leik voru; McLaren ökumennirnir, Marcus Ericsson á Sauber og Romain Grosjean á Haas. Jolyon Palmer á Renault gat ekki tekið þátt í tímatökunni eftir að eldur kom upp í bíl hans á æfingu. Það er vonando að hann geti verið með á morgun.Önnur lota Veggirnir ógnuðu ökumönnum talsvert í lotunni. Verstappen smellti léttum kossi á vegg en komst upp með það. Felipe Massa þurfti að passa sig sérstaklega vel, hann var afar laus á brautinni. Hamilton var sjóðandi heitur í lotunni og þegar útlit var fyrir spennandi tímatöku fann Hamilton 0,7 sekúndur sem virtist rothögg fyrir alla aðra. Þeir sem féllu út í annarri lotu voru; Toro Rosso ökumennirnir, Kevin Magnussen á Haas, Nico Hulkenberg á Renault og Pascal Wehrlein á Sauber.Daniel Ricciardo smellti sér utan í varnaarvegg í þriðju lotunni.Vísir/GettyÞriðja lota Bottas komst upp með að strjúka öryggisvegg í sinni fyrstu tilraun en setja tíma sem enginn gat skákað í bili. Daniel Ricciardo smellti Red Bull bílnum út í varnarvegg, hann nam staðar á óheppilegum stað. Tímatakan var stöðvuð með 3:33 eftir, Hamilton tókst því ekki að setja tíma annan hringinn í röð. Hringurinn sem Hamilton þurfti að hætta við lofaði góðu, hann var 0,2 sekúndum fljótari en Bottas á fyrsta tímatökusvæðinu. Ökumenn gátu aðeins notað úthringinn til að ná hita í dekkin og það þýddi að menn voru ekki alveg með sama grip og þeir hefðu viljað. Hamilton galdraði fram magnaðan hring og var tæplega hálfri sekúndu fljótari en liðsfélagi sinn, Bottas sem var eflaust farinn að halda að hann hefði þetta í hendi sér.
Formúla Tengdar fréttir Monisha Kaltenborn hætt hjá Sauber Monisha Kaltenborn hefur yfirgefið stöðu sína sem liðsstjóri Sauber. Kaltenborn varð fyrsta konan til að verða liðsstjóri í Formúlu 1 árið 2012 þegar hún tók við stöðunni hjá Sauber. 21. júní 2017 22:45 Formúla 1 snýr aftur til upprunalandsins 2018 FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið birti fyrir skemmstu keppnisdagatalið fyrir 2018 tímabilið í Formúlu 1. Kafað er í ástæður á bakvið dagsetningar í dagatalinu. 20. júní 2017 23:00 Max Verstappen fljótastur á föstudegi í Bakú Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á báðum föstudagsæfingunum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bakú á sunnudag. Red Bull virðist eiga raunverulega möguleika á ráspól. 24. júní 2017 11:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Monisha Kaltenborn hætt hjá Sauber Monisha Kaltenborn hefur yfirgefið stöðu sína sem liðsstjóri Sauber. Kaltenborn varð fyrsta konan til að verða liðsstjóri í Formúlu 1 árið 2012 þegar hún tók við stöðunni hjá Sauber. 21. júní 2017 22:45
Formúla 1 snýr aftur til upprunalandsins 2018 FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið birti fyrir skemmstu keppnisdagatalið fyrir 2018 tímabilið í Formúlu 1. Kafað er í ástæður á bakvið dagsetningar í dagatalinu. 20. júní 2017 23:00
Max Verstappen fljótastur á föstudegi í Bakú Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á báðum föstudagsæfingunum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bakú á sunnudag. Red Bull virðist eiga raunverulega möguleika á ráspól. 24. júní 2017 11:00